Þá er vikan að hálfna í dag og gott betur upp úr hádegi. Ekki alveg eins ógeðslega kalt og hefur verið undanfarið, núna ekki nema -2°C en fór í -12°C um daginn og það er einfaldlega of kalt í röku Reykjavíkurlofti. Allt í lagi upp á hálendi að vera í svona köldu lofti en ekki niður við sjóinn. Þetta er í raun eins og í Danmörku, um leið að nokkrar gráður af frost voru í loftinu var gersamlega ólíft útivið. Það er í raun enn kaldara í -6°C í Danmörku en hérna heima, rakinn er enn meiri og svo er líka alltaf gola með frostinu þar. Mun kaldara þarna úti en hérna heima á blessaða klakanum. Annars er maður að drukna í vinnu um þessar mundir, það verður að segjast þannig að það er ágætt að mæta um sjö þannig að maður nái tveimur yfirvinnu tímum um fimmleytið og geti komið sér svo heima og átt smá frí seinnipartinn. Þetta hentar í raun bara mjög vel, held að ég sé að ná að venja mig á þetta og ætla að reyna að halda þessu við.
No comments:
Post a Comment