Monday, February 02, 2004

Þá helgin er liðin í aldanna skaut og aldrei hún kemur til baka!!! Fín helgi liðin. Byrjaði á föstudag með þorrablóti VGK og var það hin besta skemmtun. Maturin fínn eins og lög gera ráð fyrir og söngur fram á nótt. Þar fóru fremstir í flokki Ágúst Torfi og Gulli Ó á gítörunum. Söngurinn lenti samt svoltið mikið á okkur Torfa þar sem teksta kunnátta var ekki eins almenn og búist var við. Það vill hinsvegar svo vel til að það hentar okkur ágætlega þar sem við erum lang flottastir. Svo var það bara laugardagur í rólegheitunum, skruppum í kringluna aðeins og vorum svo bara heima seinnipartinn. Ástþór Örn þvílíkt að sjarma stelpurnar á Kaffitár í Kringlunni þá sérstaklega eina þeirra, borsti alltaf þvílíkt til hennar, hann á eftir að verða skæður :-) Svo kíktu Diddi og Sigyn til okkar á sunndaginn, það var mjög fínt, alltaf gaman að fá fólk í heimsókn. Svo kíktum við til Guðrúnar Láru og Einars á sunnudag, í leifar eftir barnaafmæli hjá honum Huga. Það var mjög gaman, Ástþór Örn fann þar bíl sem maður getur setið á og labbaði á eftir honum og dró hann á eftir sér um allt hús. Gekka þarna í langa stund, frekar montinn, fékk svo bílin lánaðan heim til að geta æft sig meira í labbinu. Hann er farinn að taka fleiri skref óstuddur, þannig að hann er nánast farinn að ganga. Þetta innskot var í boði stolts pabba :-)


No comments: