Thursday, February 05, 2004

Seinni hluti vikunnar staðreynd það er bara þannig. Helgin framundan ekkert plönuð en verður efalaust hin besta, það vona í i hvert fald. Búinn að vera og sitja og forrita í gríð og erg undanfarna tvo daga, það er ágætt, alltaf gaman að búa til forrit ef það virkar það er að segja. Ekkert ömuglegra en að búa til forrit sem ekki virkar, vera búinn að eyða tíma í eitthvað sem ekki gengur, en það er svo sem þannig með allt sem að maður gerir. Dæmi: Það er til dæmis ekki gaman að moka skurð og þegar maður heldur að maður sé búinn er skurðurinn orðinn fullur aftur! Ég svo sem veit ekki hvernig þessi aðstæða gæti komið upp en efalaust er allt hægt! Þetta er bara eitt dæmi um leiðindi í vinnu, ja aðstæðurnar eru óteljandi og leita ég hér eftir hugmyndum!


No comments: