Sat í gærkvöldi og kíkti á SuperBawl mér til mikillar ánægju. Komst að því fyrir mörgum árum síðan að Amerískur fótbolti er fín afþreying en SuperBawl er ekki hægt að horfa á nema af teypi. Það eru einfaldlega endalausar auglýsingar og hlé í þessum leik þannig að maður verður af vera með FF takka á fjarstýringunni til þess eins að komast þokkalega óskaddaður frá þessu öllu saman. En leikurinn var hin mesta skemmtun og réðust úrslitinn ekki fyrr en 4 sek voru eftir af leik. En nóg um það. Svanhildur eldaði einn af mínum uppáhalds réttum í gær, smálúðu í indversku karrý, ekkert smá góða. Þetta er réttur sem hún bjó til upp úr sér fyrr í vetur og núna var verið að prófa hvort hann tækist aftur og tókst það með glans. Annars er allt á fullu í vinnunni, ég farinn að mæta klukkan sjö aftur þannig að maður er kominn með tov yfirvinnutíma um fimmleitið, nokkuð sáttur við það og ætla að reyna að halda því áfram, ekki jafn fjandi dimmt og undanfarnar vikur þannig að það er möguleiki á því að hafa sig framúr núna!!!!
No comments:
Post a Comment