Þá er það síðasti virki dagur þessarar viku, sé samt alls ekki fram á að þetta sé síðasti vinnudagur vikunnar. Setti skúffulæsingar á kommóðuna okkar og skrifborðsskúffurnar þannig að það verður findið að sjá þegar littli maðurinn reynir að rífa þær opnar og tæta upp úr þeim. Það hefur farið tölverð vinna í það hjá okkur að safna saman dóti úr skúffunum og setja aftur í skúffurnar þannig að þetta verður þvílík bragarbót á okkar heimili. Svo lenti ég í því í gær að vera fyrir framan sjónvarpið þegar frúin vildi horfa á The Bachelor, nýju seríuna sem byrjaði í gær. Ég verð nú að segja að mér fannst þetta ekkert frábært og skil í raun ekki "what all the fuzz is about!". Held líka að þessi þáttur sé frekar stílaður inn á (eilítið veruleikafirrtar) konur. Ég mun því ekki bíða spenntur eftir næsta þætti. Mín veruleika fyrring felst frekar í því að horfa á þætti eins og 24 þar sem menn af ótrúlegu harðfylgi og ósérhlífni bjarga Bandaríkjunum frá miklum ógnum. Sem c konur leita í tilbúna rómantík og menn í tilbúinn hetjuskap, allt eins og það á að vera!
No comments:
Post a Comment