Jæja þá er fjölskildan komin saman aftur. Ég fór út á völl og sótti Svönku í gær, lenti upp úr miðnætti og þá er alltaf eftir töskubið og þesslags. Ég var því ekki kominn í sæng fyrr en um tvö og mætti því ekki fyrr en 9 í morgunn. Það var í raun mjög ljúf að vakna svona seint. Ástþór Örn kom líka í gær, var voða kátur að sjá mig og sýndi mér allt milli himins og jarðar (reyndar allt hluti sem ég hafði marg oft séð áður :-) ). Hann var svo voða undrandi þegar hann rumskaði í nótt og sá mömmu sína. Var voða kátur að grína í rúminu í morgunn. En svo er það að berjast áfram í þessu blessaða útboði gengur ekki nærri nógu hratt verður að segjast, eng gengur þó. Var að vona að ég þyrfti ekki ap vera að vinna um helgina en margt stefnir í það því miður!!!
No comments:
Post a Comment