Jæja þá líkur grasekkilstímabilinu hjá mér í dag. Ástþór Örn kemur með Kötu í kringum kaffileytið og Svanhildur lendir svo um 12 í kvöld. Ég þarf að sækja hana á völinn og er nú venjulega sofnaður klukkan 12 svo að maður verður að taka með sér smá rokk til að sofna ekki á leiðinni!!!! Annars þá sækist vinnan ágætlega, mætti ganga hraðar þó, teiknivinnan samt að verða langt kominn, næ vonandi að klára þetta í vikulokinn svo ég þurfi ekki að vinna um helgina. Alveg búinn að komast að því að helgarvinna er ömurleg, maður á ekki að gera þetta nema í brýnustu nauðsyn, þetta er mannskemmandi fjári að vera að vinna um helgar. Um helgar á maður að hvílast og safna siðferisþreki fyrir komandi viku, ekki vera að eyða því litla sem eftir er í að vinna. Það er mín skoðun og það er með það eins og svo margt að mín skoðunn er rétt!
No comments:
Post a Comment