Þá er helgin liðinn. Var að vinna á laugardagsmorgunn, og fór svo á nesið upp úr hádegi að hitta Ástþór Örn og Ástþór og Kötu. Planið var að vera duglegur að vinna þar um helgina en það gekk ekki alveg eftir, var eitthvað slappur með nokkrar kommur en náði samt að vinna aðeins. Svo er það stíf vinna næstu daga, ekki enn búinn með útboðið og það þarf að fara að gerast sem fyrst. Helgin var annars hin ágætasta, fór með tengda pabba að skoða hest sonarins sem er í tamningu á bæ rétt hjá Dal, hann var orðið stór og myndarlegur hann Frakkur og Sigurbjörn sem er að temja setti á hann og tók smá rispu fyrir okkur, það var gaman að sjá hann í action. Svo er Svanhildur í London í voða skemmtilegri safna ferð, búið að vera mikið stuð þar. Ég verð svo grasekkill fram á þriðjudag þar sem Kata og Ástþór Örn koma ekki fyrr en á þriðjudag og Svanhildur svo seint á Þriðjudagskvöld. Spurning um að taka þriðju video myndina í kvöld og hafa þannig tekið eina mynd fyrir hvern dag sem ég hef verið einn heima!!!!
No comments:
Post a Comment