Tuesday, April 27, 2004
Þá er það dagur þriðju. En í dag á hún Svanhildur mín afmæli, hún er því ekki lengur þremur árum yngri en ég heldur tveimur. Því spyr ég, er ég þá ekki lengur gifur yngri konu??? Hver eru mörkin og afhverju??? Verður nú ekki mikið tilstand á okkar heimili í dag Ástþór Örn búinn að hósta í alla nótt og restin með hálsbólgu skít. Þær mæðgurnar voru nú samt að taka til í kotinu, hafa það huggulegt á afmælisdaginn. Ég mætti seit í morgun, ekki fyrr en rétt fyrir níu til að geta fært Svönku pakkana í rúmið og svo hættir maður líka snemma í dag þannig að maður vinnur upp tapaða tíma á morgunn, hlakka íkt til þess. Það er nefnilega ótrúlega gaman að vinna yfirvinnu, fá að hanga í vinnunni útúrþreyttur og vitlaus og hugsa á yfirsnúningi í stað þess að slappa af heima!!!! Meira ruglið þessi fjárans yfirvinna, ég er ekki alveg að fíla hana, en hún gefur smá aur!! Svo skellti strákurinn sér á sumardekkinn áðan, ekki seinna vænna sumarið löngu komið. Keypti mér fín Michellin dekk í haust og er búinn að keira á þeim í allan vetur og oftar en ekki á þurru malbiki og það er ekki einn nagli farinn úr þeim, eru eins og ný eftir veturinn. Það er eitthvað annað en þegar ég keypti mér dekki í Hjólbarðahöllinni, man ekki hvort það var Kúmó eða Hankokk, eitthvað svoleiðis en ég ætlaði að láta negla þau upp næsta haust þar sem flestir naglarnir voru farnir, en þá voru dekkin það eydd að það var ekki hægt að negla þau upp. Sem sé árs ending á vetrardekkjum, illa dapurt. Þarna lærði maður að vera ekki að spara í þessum efnum kaupa bara alvöru hluti, það er nefnilega oft ódýrara þegar upp er staðið!!!
No comments:
Post a Comment