Wednesday, April 28, 2004
Jæja þá mallar vikan áfram og það er ekkert að því. Satt best að segja hef ég bara alls ekki nennt að vera í vinnuni þessa vikuna, verið í miklu leti stuði, mun skemmtilegra að vera bara heima og glamra á gítarinn minn. Ég er farinn að taka smá framförum, G-C-D-A-E gripinn farinn að hljóma nokkuð skært og skiftingar á milli þeirra komnar niður fyrir tvær sekúndur. Er reyndar temmilega aumur í fingrunum í dag eftir glamur gærdagsins. Þær mæðgurnar voru búnar að baka köku eða tvær og amma Svanhildar og föðursystir hennar kíktu í smá kaffi í gær í tilefni afmælis hennar. Það var mjög gaman að fá smá köku og hitt fólk, líka það að ég mætti seit og hætti snemma í vinnuni í gær, það er í raun til eftirbreytni. Svo lét ég gabba mig á námskeið á föstudaginn á Hótel Sögu um vernd og viðhald eigna, það er, farið verður í yfirborðsmeðhöndlun, tæringarvarnir, málingu og fleira frábærlega spennandi :-) Ekki það að ég fæ þarna þrjá tíma í yfirvinnu við að sitja og hlusta, fátt er svo með öllu íllt að það sé alveg afleitt þótt að margt fari nærri því.
No comments:
Post a Comment