Monday, April 26, 2004

Ný vika sömu áskoranir eða eitthvað á þá leðina. Áttum helgi heimavið fjölskyldan, Ástþór Örn með smá nefkvef og hósta og því ákveðið að halda honum innanhúss um helgina. Hann er búinn að vera hálfómögulegur greyið svona hálf lasinn, sofið lítið og komið okkur á lappir fyrir allar aldir. Nú er það spurning um svart karton fyrir gluggana, hægja aðeins uppferðartímann. Annars þá fór ég og keypti gítar um helgina, þenna fína Seagull gítaruppi í tónamiðstöðinni. Keypti líka harða tösku svo að Ástþór Örn muni ekki stúta honum á núll níu. Hann er mjög spenntur fyrir gítarnum og sennilega fæ ég ekki betri áheyranda kunnandi ekki meira á gítar en raun ber vitni :-)
Núna er sem sé verið að reyna að glamra aðeins til að fá smá sigg á fingurnar, strengirnir ganga full auðveldlega inn í fingurnar á mér, það er svona þegar maður beitir puttunum bara á lyklaborð þá fær maður bölvaða forhúð á fingurnar og hún er afleit til gítariðkunar. Hitt vandamálið er að ég kann um það bil núll á gítar þannig að það er langur vegur í það að ég geti farið að spila sjálfum mér til ánægju og enn lengra þar til ég get spilað öðrum til ánægju.
Að öðru, Arsenal er orðin enskur meistari og enn mánuður eftir af tímabilinu, hvað segir það mönnum :-)

No comments: