Thursday, April 29, 2004

Þá er farið að líða allverulega á seinni hluta vikunnar og er það hið albesta mál. Í raun væri best ef að vikan myndi byrja á seinni hluta vikunnar það væri magnað. Var að baksast við að fara í greiðslumat í gær, en það er alltaf eins með allar stofnanir að það vantar alltaf einhver gögn. Var með afrit af skattaskýrslu en þá þurfti stimplað afrit frá skattstjóra, bla bla bla. Vantaði líka staðfestingu frá lín að Svanhildur væri á lánum! Hvernig stendur á því að banki getur ekki komist að því!!! Fyrir hvað er maður að borga þeim þessi fullt af þúsundum fyrir þetta greiðslumat!!!! Þetta er frekar slappt verður að segjast. Svo hélt ég í einfeldni minni að ég gæti bara mætt með mín gögn og fengið mat og séð þannig hvað ég gæti keypt dýrt, en maður þarf helst að segja hvað maður ætlar að kaupa dýrt og matið snýst svo um það að koma því í gegn. Get fengið lán hjá lífeyrissjóði verkfræðinga upp á 3,8 mills á 3,5% vöxtum og ætla að taka það reikna ég með en með því láni og 90% láni þar að auki gæti ég látið meta mig á eina 17 millur sem er náttúrulega algert bull og vitleysa. Þessi möt eru hönnuð til þess að fólk yfirskjóti á mati sínu á kaupgetu og rúlli á rassgatið með allt saman. Ætla ekki að falla í þá gryfju no way hósei!

No comments: