Jæja þá er hafin ný vika það er bara þannig! Áttum hina bestu helgi, skruppum í brúðkaup hjónin og tengdapabbi og Ástþór Örn fór í pössun til Þórdísar systur og það vildi svo vel til að Affí systir var þar líka og voru þær með hann úti í eina þrjá tíma á laugardaginn því ekki vildi piltur una sér inni í bæ! Brúðkaupið gekk fínt og var hin besta skemmtun, en þarna var æsku vinur Svanhildar að gifta sig. Svo elduðuð þau feðginin svaka flottan teriaki kjúkling og steikt grænmeti á austurlensa vísu í gær það var glæsileg máltíð svona rétt fyrir úrslitaleik EM í gær sem reyndist hreint með ólíkindum eins og flestum ætti að vera ljóst! Svo var ég andvaka í gersamlega alla nótt einhverra hluta vegna og er því eins og zombie hérna í dag! Húrra verður sem c semmtilegur dagur í dag.
Já og það er verið að endurnýja lagnir í götunni hjá okkur og það tókst ekki betur til en að símakapallinn í botnlanganum var tekinn í sundur á föstudaginn og þar við situr, enn síma og internet laust í kofanum hjá okkur. Var reyndar ágætt að vera ekki að eyða tíma á netinum um þessa helgi maður er mun háðari þessu en maður heldur!!
No comments:
Post a Comment