Wednesday, July 07, 2004

Placebo

Þá eru það tónleikarnir í kvöld, verður magnaður fjári nokkuð klár á því. Var í vinnunni til 6 í gær, hef ekki verið svo lengi í langan tíma, nenni bara ekki að vinna yfirvinnu núna enda sumar og ekki ástæða til þess að vera að slíta sér út á skrifstofunni. Nógur tími á veturnar til þessa að ná sér í smá extra aur, sumurin á að nota í annað það er mín skoðun og eins og svo oft áður sú rétta! Annars þá fékk ég mér annan skjá í vinnunni í gær og er núna með tvo skjái tengda við tölvuna almagnað fyrirbæri það, maður getur notað annan skjáinn sem aðal og hinn til að henda ýmisskonar drasli á, nú eða verið með tvö wordskjöl uppi við eða eitthvað í þeim dúrnum. Þetta er klárt nördismi að mínu skapi!!

No comments: