Placebo tónleikarnir
Þá er Placebó tónleikunum lokið og vóóóóóóóóóó!!! Ég var búinn að heira að þeir væru frábærir á tónleikum og bjóst því við þeim mjög góðum, en ég verð að segja að þetta fór langt fram úr mínum væntingum sem þó voru tölverðar. Þvílík snilld þetta kvöld var, lagaval frábært og flutningur framúrskarandi og mikið stuð á sviðinu, djöfulgangur og læti af bestu gerð. Eina sem að vantaði var að þeir tækju lagið I know, sem er þvílíkt afburðarlaga, en það svo sem fyrirgeftst þar sem þau lög sem þeir tóku voru lítið síðri! Þetta var sem sé snilld x 4 og eftir að hafa sé þessa tónleika er ég bara ekkert fúll yfir að hafa misst af Metallica. Svo var ég heima fram að hádegi í morgun, Svanhildur þurfti að skreppa á bókasafnið og ég var því með gaurinn. Skruppum í hjólatúr, spiluðum á gítar og létum öllum illum látum og höfðum hina mestu skemmtun að! En núna þarf að vinna upp þessa töpuðu fjóra tíma í morgun og gott betur!!!!
No comments:
Post a Comment