Tuesday, December 30, 2003

Þá er það síðari vinnudagurinn í þessu milli fría ástandi. Ég var svo ótrúlega sniðugur í gær að mæta klukkan sjö og vinna til sex í gær þannig að þar sem ég mætti klukkan sjö í morgun þá þarf ég bara að vinna til tólf í dag. Stefnan er svo tekin á það að bruna vestur á land eftir vinnu hjá mér, það verður þó að fara eftri vindi og veðrum hvort lagt verður í hann. Maður er ekki alveg til í að fara í vetraferðalag á lítilli Toyotu með barn í bíl. Magnað hvað það snjóaði í gær, þegar ég mætti í vinnuna var ekki korn á jörðu og ég lagði bílnum uppi við vegg, við hliðina á gám og um hádegi var hann fenntur inni, var í smá tíma að losa hann og koma honum á meira bersvæði. Svona á þetta að vera, smá snjór og björgunarsveitir úti um allan bæ að hjálpa fólki sem ætti að vera í strætu á svona dögum. Fín auglýsing fyrir björgunarsveitirnar svona rétt fyrir flugeldasöluna, gat ekki komið á betri tíma.


Monday, December 29, 2003

Jæja þá er jólafríið sem slíkt búið. Ekki það að það er bara tveggja daga vinna og þá er komið næsta fimm daga frí, þar sem ég ætla að taka mér frí á föstudaginn 2. jan til að lengja þá frítörn aðeins. Verð nú að segja eins og er að ég er enganveginn að nenna að vera í vinnunni í dag, en það var kanski viðbúið eftir svona frí. Var samt mættur laust upp úr sjö í morgun, tölvert afrek þar sem ég svaf til 10:30 í gær og var því um tölverða sveiflu á svöfntíma að ræða. Annars hafa jólin verið hin bestu, mikil rólegheit á mínun bæ og mikið af góðum mat borðað. Skruppum í jólaboð til Didda bróður í fyrradag, Þórdís systir mætti líka þar með sitt lið, það var hin besta kvöldskemmtun og á Hann Diddi þakkir skidar fyrir það. En núna er best að fara að halda áfram að vinna. Til ykkar sem liggja sofandi heima núna: Grrrrrrrrrrrrrrrrr!!


Thursday, December 25, 2003

Þá er aðfangadagur kominn og farinn. Áttum hina albestu stund hérna fjölskyldan, góður matur borðaður eins og lög gera ráð fyrir og pakkar opnaði. Þar var mikið af góðum gripum sem upp úr pökkunum komu. Ástþór Örn var alger rúsína í gær, svo stilltur og prúður að það var ekki mikið mál að hafa hann í öllu pakka standinu. Hann fékk talandi rugguhest, var svoltið hræddur við hann í fyrstu en er núna alveg búinn að taka hann í sátt. Maður er svo bara að borða leifarnar í dag, lesa Bettý hans Arnaldar og láta fara vel um sig. Vona að allir hafi það sem best!


Tuesday, December 23, 2003

Þá er síðasti vinnudagurinn fyrir jól á veg kominn. Græt það ekki í raun, verður að segjast. Vonandi að næstu fimm dagar verði notalegir, sé svo sem ekki af hverju það ætti ekki að gerast þar sem það eru jú jólin. Á enn eftir að skreppa í búð og kippa upp smá pakka, það ætti ekki að taka langa stund, annars er allt þetta gjafa stand klárt meira og minna á mínu heimili. Maður mætir svo galvaskur í tiltekt að vinnu lokinni í dag, ekki þíðir að fara í jólakött hreingerningarinnar. Hef reyndar ekki fengið mér neina flík fyrir jólinn þannig að ég fer í þennan hefðbundna jólakött og þá má jafnvel spyrja, getur hreingerningarkötturinn bætt einvherju við sem jólakötturinn ekki gerir. Því er það spurning um að taka ekki til þar sem engin er ný flíkin. Nei annars maður verður nú að hafa hreint og fínt um jólin það er eiginlega alger skilda. Ef ég nenni ekki að skrifa á morgun þá segi ég gleðileg jól öll sömun!


Monday, December 22, 2003

Þá er byrjun einhver stysta vinnuvika ársins. Mættu í raun allar vinnuvikur vera tveir dagar, það væri í raun alveg gráupplagt. Átti hina ágætustu helgi, vorum þrjú heima, ég Svanka og Ástþór Örn og í raun fjögur með henni Pílu sem við vorum að passa. (Labrador tík tengdaforeldra minna). Skrapp svo í bíó í gær, fór að sjá Matrix Revolution. Jamm. Ég verð að segja að fyrsta myndin í seríunni var alger snilld, ALGER. Svo kom mynd númer tvö, var löng og ekkert meira en lala og eiginlega hálfgert flopp. Svo fór ég í tíubíó í gær og myndin er 129mín. Það er í raun skemmst frá því að segja að ég leitaði að fjarstýringunni stóra hluta af myndinni til að reyna að hraðspóla yfir atriði. Fann helv. fjarstýringuna ekki því er nú ver og miður. Myndin í heild er frekar döpur og hefði geta verið mun styttri. Það verður þó að telja henni það til tekna að mörg atriði í henni voru þrælskemmtileg og maður hélt alltaf að myndin væri að ná sér á flug þá en þeim tókst alltaf að drepa hana niður inn á milli með einhverjum leiðindum. Dómur: Verður að sjást í bíó algert möst, ef það er ekki gert mun maður éta einn hatt og þrjár derhúfur meðan að á áhorfi stendur. Stjörnur: tvær af fimm og ekki orð um það meir.
Annað: Þegar ég var á heimleið í gærkvöldi klukkan 12:30 var bara hörkuvetur, snjór, skafrenningur og gaman gaman, kyngdi alveg niður snjónum. Ég var því farinn að hlakka til að keyra í vinnuna í morgunn, loksins séns á smá aksjón en þá var allur snjórinn orðin blautur og búið að skafa götur. Hvað er með það, ég veit að Reykvíkingar eru frægir fyrir það að kunna ekki að aka í snjó en það er nú alveg óþarfi að skeina göturnar fyrir þá, þetta er sennilega ástæða þess að allir sem að vetlingum geta valdið fá sér jeppa og bruna upp á jökla. Ég svoleiðis í framtíðinni!


Friday, December 19, 2003

Þá er vinnuvikann að enda og er það vel, það er alltaf vel. Svo er það frekar stutt vinnuvika næsta vikan, ekki nema tveir dagar, maður ætti alveg að kljúfa það :-) Það ættu svo að vera stóru Brands jól alltaf og í raun ætti að fella út þessa tvo daga sem maður þarf að vinna milli jóla og nýárs, tekur því varla að vera að vinna þetta. Ég er persónulega mjög hlyntur menntaskólakerfinu þegar menn fengu hálfan til næstum heilan mánuð í jólafrí. Í mínu menntaskóla var maður búinn í prófum á bilinu 15-20 des og byrjaði ekki aftur fyrr en 11-12 janúar, þannig á þetta að vera og enganveginn öðruvísi, það er nú bara þannig. Við hjúin erum svo að verða búin að kaupa flestar jólagjafirnar, ég á bara eftir að finna eitthvað fínt handa Svanhildi, spurning um að rölta í bæinn á laugardaginn og finna eitthvað handa stelpunni. En þá er það spurning dagsins: Hvað finnst ykkur um það að Michael Jackson hafi gerst múslimi eftri þessar kynferðisásakanir, hvað er með það. "Michael varstu eitthvað að taka í krakkana"? "Nei ef þú þegir ekki þá gerist ég bara múslimur". Hann er ekki alveg að gera sig blessaður karlinn. Mér þykir fyrir því Björn en hetjan þín er annað hvort með haustin ofhertan eða vanhertan á herðunum.


Thursday, December 18, 2003

Alveg magnaður fjári hvað þessar vikur líða hratt, eða eins og Stebbi Hill orðaði það í laginu um árið "tíminn fljúga fljótt". Þess má til gamans geta þess þar sem Stebbi hefur unnið textagerðaverðlaun oftar en flesti íslenskir popparar ef mér skjátlast ekki, að það að nota orðsamsetningu eins og fljúga fljótt í enda línu (f-f) er stílbrjótur á íslenskum kveðskaparreglum. Þar sem Stebbi heldur að hann sé skáld og hefur reynt að fylgja reglum skáldasamfélagssin þá er þetta ljóður á hann bragarháttum og er þetta því miður ekki einangrað tilvik sem ég vitna í hér. Hinsvegar þá seldi ég Stebba síma sem hann notar í svefnherberginu sínu þegar ég var að vinna í Elko. Síminn þurfti að vera með takka sem hægt er að smella til hliðar til að slökkva á honum svo Stebbi gæti slökt á honum og hent honum í rúmið án þess að þurfa að vera með áhyggjur af því að síminn væri ekki á. Ég myndi segja að svona gripur væri nauðsynlegur í svefnherbergi allra íslenskra stórstjarna.

Wednesday, December 17, 2003

Nýr dagur, sömu áhyggjur og í gær. Enn sægur að gera í vinnunni en það er svo sem ágætt, maður er ekki að hanga á meðan. Styttist enn í jólin, verður ekkert smá ljúft að komast í jólafrí, hlaða batteríin og borða góðan mat, hvað vill maður hafa það betra. Svanhildur að skrifa jólakortin, ég er víst ekki með nógu góða rithönd til að framkvæma slíkt :-) Annars er allt heimilið búið að liggja í ælupest, nema ég reyndar þannig að ég bíð eftir að röðin komi að mér, verð ábyggilega ekki svo heppinn að sleppa við þennan fjára. Eða hvað????


Tuesday, December 16, 2003

Jæja enn einn vinnudagur. Hann byrjaði ekki eins snemma þessi vinnudagur eins og þeir flestir hjá mér. Vaknaði reyndar fyrir sjö, klæddi mig og fékk mér morgunmat en þá var kallað á mig. Svanhildur búin að vera að æla lifrum og lungum í alla nótt og ar ekki í neinu standi til að eiga við Ástþór í morgun. Ég hætti því við að fara snemma í vinnuna og fór upp og við lögðum okkur um stund eða þar til Kata vaknaði og tók til við að passa pjakkinn. Var frekar erfið nótt, Ástþór með í maganum líka og var á fartinni alla nóttina. Snéri sér hring eftir hring og sparkaði vel og reglulega í smettið á manni. Ég sem sé svaf ekki neitt og er frekar þreyttur eins og er. Synd og skömm að maður getur ekki keypt sér anfetamín í apótekum eins og var til að hressa sig aðeins við. Verð bara að láta kaffið duga. :-)


Monday, December 15, 2003

Þá er helgin liðinn því er nú ver og miður. En góðu fréttirnar eru þær að það styttist í jólafríið. Það verður svo eiturmagnað að ná að lúra fleiri en tvo daga í röð, þvílík sæla það verður. All brjálað að gera í vinnunni hjá mér, þar að ná að klára það sem ég er að gera fyrir föstudag, vona að það náist. Átti annars fína helgi, Svanka var að vinna eitthvað með pabba sínum um helgina þannig að við Ástþór vorum bara eitthvað að dunda okkur. Það var mjög gaman. Skruppum í nokkrar heimsóknir um helgina, til Vigdísar og Marteins og svo til Didda bróður og hennar Sigynar. Alltaf gaman að fara aðeins út úr húsi og hitta fólk. Maður mætti vera miklu duglegri við þetta.


Friday, December 12, 2003

Síðasti dagur vinnuvikunnar liðinn upp. Hjálpar mér efalaust lítið þar sem ég kem efalaust til með að kíkja í vinnuna um helgina. En það verður þá allt saman yfirvinna þannig að það er ekki svo slæmt. Lítið að frétta af þessum bænum, ekkert slæmt á meðan. Var mættur rétt upp úr sjö í morgunn, magnað að mæta svona snemma, engin á svæðinu, enginn sími bara ég að dúlla mér eitthvað, allt eins og það á að vera. Svo er París Hilton orðin fræg utan BNA eftir að klámmyndband með henni lak út á netið. Svo ef það eru einhverjar stúlkur sem hyggja á heimsfrægð þá geta þær komið svona myndböndum til mín og ég skal dreifa þeim á netið!!!! Smá spé!!!


Thursday, December 11, 2003

Næst síðasti dagur vikunnar. Magnaðir leikir í meistaradeildinni í gær, mínir menn unnun sinn riðil, allt eins og það á að vera. Búinn að vera mikið í vinnunni undanfarið og veitir ekki af því, er að byrja að forhanna gufuháfa fyrir Hellisheiðarvirkjun. Miklar pælingar í stærð og styrk og hávaða þar sem háfarnir verða nærri stöðvarhúsinu kemur til með að heirast kvæs og ef þeir eru rangt hannaðir mun rigna úr þeim yfir stöðina. Það er víst talið óæskilegt einhverra hluta vegna. Þarf að vera búinn að þessu fyrir 19.des. Það er ágætt, á ekki eftir að lesa nema svona sjö möppur til að geta byrjað á verkinu!!!! En maður nær í í yfir vinnu með þessu, ljósu punktarnir!!!


Wednesday, December 10, 2003

Vikan hálfnuð og frost í lofti, allt eins og það á að vera, vantar bara smá snjó til að gera jörðina hvíta. Skruppum á jólatónleika í Hallgrímskirkju í gær, það var hin besta skemmtun. Kórinn góður og prógrammið fínt hjá þeim krökkunum, ágætt að brjóta desember aðeins upp. Svo er það stóri leikurinn með Arsenal í kvöld maður má ekki missa af honum það liggur ljóst fyrir. Annars er frekar mikið að gera í vinnunni hjá mér um þessar mundir, eða fram til 19.des. Þá þurfum við að skila drögum af hönnunarskýrslu fyrir Hellisheiðarvirkjun, gufuaðveituhlutanum, það er þeim hluta sem ég er að vinna í. Það er því fínt að vera að mæta upp úr sjö á morgnanna og fara heim eftir fimm og ná tveimur til þremur yfirvinnutímum á dag, fjárhagurinn minn er mjög sáttur við þessar framkvæmdir mála!!


Tuesday, December 09, 2003

Þriðjundagur til dags runninn. Í dag er skapadagur margra liða í Meistaradeild evrópu en á morgunn er nú stóri dagurinn í þeim efnum. Er að fara á jólatónleika í kvöld upp í Hallgrímskyrkju, fórum fyrir tveimur árum og var það hin mesta skemmtun. Guðrún Lára vinkona okkar er í kórnum þar og ætlum við að hlíða á þau í kvöld. Pabbi kíkti við í gærkvöldi hjá okkur og ég sleit upp entrecote í Gallerí kjöt og eldaði þessar fínu steikur. Þeir eru nú ekkert ódýrastir í bænum í galleríinu en þeir eru samt nokkuð nærri því að vera bestir. þvílíkar snildar steikur. Hef keypt svona áður hjá þeim og þetta bara feilar ekki, það eru einfaldlega aðrir í því að feila á kjötborðum. Fór til að mynda í Nóatún, er ekki frá því að entrecotið þar hafi verið skerpukjöt og það fullhert, djöfulssins viðbjóður það var og rándýrt í þokkabót. Svo fyrir áhugmenn um matargerð þá er hægt að fá frábæra hamborgara í Galleríkjöt stóra og djúsí. Nú er ég orðinn svangur, spurning um að fara og hækka blóðsykurinn aðeins með eins súkkulaðistykki eða tveim!!!!


Monday, December 08, 2003

Þá er helgini liðinn og þetta var hin ágætasta helgi. Byrjaði á fös með julefrokost. Það var hin ágætasta skemmtun verður að segjast, maturinn fínn og skemmtiatriðin líka. Mitt atriði tókst bara alveg bærilega, í það minnsta mikið hlegið þannig að hefur varla verið alsæmt. Svo var vaknað á laugardagsmorguninn og brennt í Dal á Snæfellsnesi þar sem kvennpeningur ferðarinnar bakaði sex sortir af smákökum og karlpeningurinn fór í fjárhúsin. Var bara full lítið að vera ekki nema einn dag í Dal, maður þarf nú eiginlega að fara upp úr tvö á föstudögum og koma heim á sunnudögum og ná þannig fullum tveimur dögum ef vel á að vera. Svo er bara að telja niður dagana fyrir næstu helgi, gerist í raun ótrúlega hratt. Skálum fyrir því.

Margir búnir að biðja um að ég setti brandarana sem ég flutti á föstudagskvöldið inn á netið og ákvað ég að verða við þeirri bón. Það má nálgast víruslaust wordskjal með því að klikka á krækjuna hérna : Brandarar úr Julefrokost


Friday, December 05, 2003

Föstudagur runnin upp, magnaður fjári það verður að segjast. Ziggy mættur í vinnuna 20mín yfir sjö, kraftur í strák. Fínt að mæta svona snemma, hækka í Placebo og reikna eins og griðungur (hvernig sem þeir nú reikna annars). Alveg magnaður fjári, erum með örbylgjuloftnet til að ná skjá einum, bíórásinni og fjölvarpi en sá hængur er á gjöf Njarðar að það er ekkert rosalega gott og skilyrðin eru ekki hin bestu heldur. Þannig vill því til að þegar rignir vill allt draslið detta út, einhverra hluta vegna. Ziggy var sem C að horfa á mynd á bíórásinni í gær, (voða fín hakkaramynd) og það var eftir svona 15mín þegar sjónvarpið datt út! Frábært, nú veit maður ekki hvernig myndin endar og ekki nenni ég að leigja mér mynd fyrir 15mín. Þetta sökkar bigtæm. En svo er það julefrokostinn í kvöld þannig að ég þarf að fara að huga að skemmtiatriðum. Kann einhver góða brandara?!?!?


Thursday, December 04, 2003

Fimmtudagur er runninn upp. Hvernig renna dagar, ég hélt að þeir liðu, sbr. liðið lík, liðinn dagur. Hvernig líða lík?? Þú líða ekki áfram, þeim líður sennilega ekki vel (ekki illa heldur), svo hvernig líða lík. Ég veit það ekki ekki spyrja mig. Frúin komin í jólafrí, en Ziggy þarf að vera í vinnunni áfram! Verð að segja að ég hlakka mjög mikið til jólanna, verður samt skrítið núna þar sem við erum búinn að vera tvö úti um jól undanfarinn tvö ár en núna verður múgur og margmenni og barn, verður viss breiting. Efa laust ekki slæm breiting, bara breiting. Svo er það jule frokost í vinnunni á morgun, ég á að sjá um skemmtiatriði fyrir mína hæð, spurning um að fara að byrja að spá í því þar sem þetta er jú á morgun. En verandi verkfræðingur ætti maður ekki að vera í nokkrum vandræðum með að sleppa sem billegast út úr þessu, það er jú það sem við erum þjálfaðir í :-). Svo má til gamans geta að bæði ManU og Liverpool féllu úr leik í deildarbikarnum í gær aldrei leiðinlegt þegar svoleiðis gerist.


Wednesday, December 03, 2003

Dagur miðrar viku er vel á veg kominn, ég búinn að vera í vinnunni síðan 7:30 í morgun, enn að reyna að flýta komutíma mínum hingað á morgnanna til að eiga meiri tíma heima, nú eða meiri yfirvinnu. Síðasti yoga tíminn í kvöld, það er hálf fúlt verður að segjast, fínir tímar en maður er þá ekki bundinn tvö kvöld í viku í einskonar leikfimi huga og handar. Má til með að tjá mig aðeins um Hringjadróttins sögu þar sem Torfi var að hallmæla þessu snilldarverki. Oft hefur Torfi rétt fyrir sér og má hann njóta sannmælis þess vegna, en hér hefur hann hinsvegar alrangt fyrir sér, ALRANGT! Get vel skilið að fólk sem hefur ekki lesið bækurnar finnist myndirnar á köflum ruglingslegar þar sem mikið vantar upp á í söguna sem fram kemur í bókinni. Bækurnar eru sem sagt gargandi snilld en myndirnar eru alls ekki svo slakar heldur, flott myndataka, fínir búningar, góð saga hvað vilja menn meira? Jafnvel mikið að spennu og bardögum, þá aðallega í mynd tvö og svo þeirri þriðju. Torfi lestu bækurnar og sendu Mund þær svo þegar þú er búinn með þær. Þessar sögur hafa á löngum verið taldar höfða til hugsandi fólks með frjótt ímyndunarafl og slíkt fólk því náð að lifa sig vel inn í söguna. Sú staðreind að það séu margir þarna úti sem ekki ná kjarna sögunnar er í sjáfum sér ekki áfellisdómur um skort á ýmindunarafli aðeins sterkt hint í þá áttina!!!


Tuesday, December 02, 2003

Vikan spólast áfram og er það vel. Fór í magaspeglun í gær, sérdælis ekki skemmtileg iðja það. Rekin slanga niður í kokið á manni og lengst niður í maga þar sem hún er dregin fram og til baka. Maður netta kúgast af þessu það verður að segjast. Í það minnsta er þetta ekkert sem ég mæli með það verður að segjast. Skellti mér svo í bíó með tengdaföður mínum í gær. Fórum að sjá Kill Bill, mikil skemmtun það verð ég að segja. Náttúrulega vel blóðug eins og Tarantino er von og vísa, mikið af svörtum húmor og góðum fröstum. Mæli með henni, en samt ekki fyrir viðkvæmar sálir, þar kemur Bambi alltaf sterkur inn. Svo er það plönuð ferð á Snæfellsnesið á föstudaginn, svo nú er bara að telja niður dagana í það. Það er reyndar Jule frokost í vinnunni hjá mér á föstudag og ég á að sjá um skemmtiatriði, maður þarf að fara að leggja hugan í bleyti með það. Einhverjar hugmyndir??????


Monday, December 01, 2003

Þá er byrjuð ný vika. Það er nú eins og maður sé fastur í illa forritaðri lúppu, vika-helgi, vika-helgi og hverjum datt í hug að hafa vikuna lengri en helgina. Ekki Gáfuleg ákvörðun það, ekki. Er óvenju grumpy í morgunsárið núna, er að fara í magaspeglun um eittleitið og hef því ekki borðað síðan átta í gærkvöldið. Er svona týpan sem er ómögurleg ef ég fæ ekki morgunmat. Verð efalaust farinn að bíta fólk um hádegið. Átti annars ágæta helgi, vorum í rólegheitum mestan part helgarinnar, sváfum til 10 á sunnudagsmorgun, það var frekar ljúft. Tókum svo hæðina okkar í gegn, ekki vanþörf á því. Fínt að vera með svona smá generalprufu fyrir jólahreingerninguna. Svo er bara að telja mínóturnar þar til ég fæ að borða aftur, hlakka frekar mikið til þess verður að segjast!


Friday, November 28, 2003

Þá er hinn lagnþráði föstudagur runninn upp. Klukkan er um hálf níu og ég er búinn að vera í vinnunni í einn og hálfan tíma. Reif mig á lappir um hálf sjö og brunaði í vinnuna. Ekki vinnuskilda nema til tvö á föstudögum þannig að það er fínt að vera kominn með einn yfirvinnutíma þá. Svo er það jólamánuðurinn handan við helgina, ekkert að því, þessi fínu vinnumanna jól í ár, aðfangadagur á miðvikudegi og endalaus frí, svona á þetta að vera. Helgin bara plönuð í rólegheit að ég held, en maður finnur sér eitthvað til dundurs það er alltaf þannig.


Thursday, November 27, 2003

Þá er það kominn fimmtudagur, tíminn flýgur áfram. Helgarfrí handan við hornið þótt ekkert sé hornið. Rúmið var nú frekar hlítt í morgun þannig að maður hefði nú alveg verið til í að liggja smá lengur. Var því mikið afrek að vera mættur klukkan átta (eins og reyndar alla morgna). Spurning um að fara að mæta fyrr en átta og eiga þá meiri part af deginum heima, það er eitthvað sem maður verður að velta fyrir sér. Hef svo sem oft gert það en málið er að koma því upp í vana, stilla líkamsklukkuna inn á það. Skrítið með þessa líkamsklukku, tímastillirinn er eitthvað svo djöfull stífur merkilegur fjári það!


Wednesday, November 26, 2003

Vikan að verða hálfnuð alveg magnð hvað þetta flýgur áfram. Alveg frábær leikur í meistaradeildinni í gær, mínir menn burstuðu Inter Mílan og eiga núna fínan séns á að komast áfram í keppninni. Var búið að afskrifa þá fyrir tveimur leikjum síðan en svona er þetta stundum í boltanum. Svo er bara kominn hörku vetur (-6° í Reykjavík er kalt). Snjór og frost, hið albesta mál, allt betra en þetta helv... slabb sem er búið að vera undanfarinn ár. Snjór og rigning til skiptis og allt á floti, þá er bara betra að hafa almennilegann vetur og gott sumar og vera ekkert að hræra þessu saman. Verð nú samt að viðurkenna að þetta er einn af þeim dögum sem ég væri alveg til í að liggja bara uppi í rúmi og horfa á góða mynd í staðinn fyrir að vera í vinnunni. Einhver sem kannast við tilfinningunna??


Tuesday, November 25, 2003

Þrið ju dag ur og ég á nýjum nagladekkjum hehe. Var íkt kátur með hálku og snjó í morgun. Ómögulegt að hafa keypt sér ný dekk og hafa engin not fyrir þau. Ég er bara kominn á þá skoðun að það á bara að vera snjór á veturnar, birtir upp á þessum dimmum þungu mánuðum. Svo koma gönguskíðinn sterk inn, spurning um að fá sér slíkt og fara að labba á skíðum í vinnuna. Maður gæti verið talinn allsérstakur fyrir slíkt athæfi og væri það vel. Ekkert gaman að vera meðal (l)jón mun betra að vera bara almennilega skrítinn. Spurningu um að vinda sér í það. Þarf sennilega ekki miklar fortölur til að fá Torfa í lið með mér í þeim efnum, eða hvað. Vill Torfi kannski vera allra manna eðlilegastur og fyrirmynd manna í hátterni og framkomu samkvæmt viðurkendum stölum mannlífsins. Hvar er staðlaráð mannlífsins til húsa og hvað heitir formaðurinn. Ég bíð mig persónulega fram í þetta starf, þannig að ef einhver heldur að hann sé eðlilegur þá get ég bent honum/henni á hið gagnstæða. Hvað er það að vera eins og fólk er flest. Fólk er ekki flest, bara alls ekki. Í þessum efnum eru fæstir flestir sem er þversögn og gengur því ekki upp og fólk er ekki flest, þar er bara þannig!


Monday, November 24, 2003

Þá er byrjuð ný vinnuvika sem er hið besta mál. Helgin fór að mestu í afslappelsi hjá mér, var voða fínt matarboð heima á laugardaginn, þannig að smá þreytu gætti á sunnudag :-). Svanhildur var að læra fyrir próf þannig að við Ástþór vorum bara að leika. Svo er allt orðið hvítt úti núna, veturinn að ganga í garð, þannig að það er spurning um að skreppa á eftir og kaupa sér nagladekk á vagninn.

Update:
Búinn að kaupa mér dekk, fékk mér þessi fínu Michellin dekk með nöglum sem slitna með auknu dekkja sliti (til að þeir standi ekki lengst út úr gauðslitnum dekkjum og spýtist í burtu). Þetta er líka góður 50þús komið undir, engin sérstök gleði með það verður að segjast en þetta dugar vonandi næstu þrjú árin og þá er þetta allt í góðu. Hendi hvort sem er vagninum í Toyotu eftir þrjú ár og vonandi fæ ég mér bíl með stærri dekkjum en 15" eftir þann tíma :-)


Friday, November 21, 2003

Heiruð þá er hinn langþráði föstudagur runninn upp, aldeilis gráupplagður andskoti það. Fórum á smá spilakvöld í gærkvöldi hjá Einari og Guðrúnu og spiluðum Trivial. Það er skemmst frá því að segja að læknirinn og verkfræðingurinn unnun sagnfræðinginn og bókmenntafræðinginn í geysi jafnri rimmu. Engin varð tapsár og allt í góðu :-) Alltaf gaman að bregða sér úr bæ og stunda samskipti við annað fólk, maður mætti gera meira af slíku. Svo er það bara róleg helgi framundan, Svanka í próflestri og ég að passa Astorio, það verður gaman maður hefur verið að vinna svo mikið þessa viku og þá séð hann svo lítið, þar að auki verið að heiman þrjú af síðustu fjörum kvöldum. Megið þið eiga góða helgi gott fólk, skál í boðinu!


Thursday, November 20, 2003

Jæja hvað segist í dag. Eitthvað rugl á comentakerfinu, sínir ekki commentin nema stundum, i.e. comment síðustu dag. Veit ekki hvað er í gangi en get þó upplýst að mér líkar ekki þessi þróun mála. Ég var að koma úr helgarfríi og það er annað að byrja á morgunn, er ekki tilveran dásamleg :-) hehe. Ekkert planað að mínu viti fyrir þessa helgi en ég er að spá í að reyna að sanfæra betri helminginn um það að skreppa á Snæfellsnesið, held að það væri alveg tilvalið. Efalaust eitthvað sem þarf að taka til hendinni þar áður en Kári konungur mígur yfir mela og móa lands vors sínu frostþurkaða þvagi. Hverning stendur á því að ég á ekki snjósleða, merkilegur fjári það ef maður spáir í því. Hægt að fá gamla hálftrausta sleða á 100-150þús. Sá um daginn Prowler 92 árgerð á 150 allur upptekinn, maður á að kaupa svona hluti. Já það er ekki gaman að vera blankur að reyna að safna fyrir íbúð, spurning að fara að taka þátt í happdrættum, en þar á ég glæstan feril að baki. Minn hæsti happdrættisvinningur til þessa eru 2 lítrar af mjólk sem ég vann í Fjarkanum sáluga. (Fyrir yngri og þyngri lesendur, var Fjarkinn skafmiði og þessi frumlegi vinningur var þar á meðal lista af vinningum). Því hef ég fulla trú á að miljónir eigi eftir að sópast að mér í gegnum happdrætti landans. hehe.


Wednesday, November 19, 2003

Núna er vikan hálfnuð það er svo skrítið með það, hún er rétt byrjuð og strax farið að sjá fyrir endan á henni. Magnaður fjári það. Svo er Astorio ofurtöffari orðin níu mánaða í dag, til hamingju með það sonur sæll. Tíminn ekkert smá fljótur að líða verður að segjast, finnst svo stutt síðan hann kom í heiminn. Spurning um að fara að safna fyrir fermingargjöfinni hans, virðist ekki vera seinna vænna :-) Svo er næsta mál á dagskrá að fara að fá sér nagla dekk á blessaðan bílinn. Það er búin að vera viðvarandi hálka í botlanganum okkar of spurning um að gera eitthvað í málunum áður en það er orðið of seint.


Tuesday, November 18, 2003

Nýr dagur sömu áskoranir, það er, er í sama verki í dag og ég var í í gær. Er þó kominn mun nær lausn í dag, ekki seinna vænna. Fór í jóga í gær, fínn tími hjá honum Ásmundi, var að kenna okkur að anda, ekki seinna vænna :-) Nei hann var að fara í öndunaræfingar, styrkja þyndina og kenna okkur að anda með "maganum". Einnig farið í liðleika æfingar, ekki veitir af því að reyna að liðka sig svoltið þar sem maður er um það bil að skjóta rótum við tölvunna. Þekkið þið einhverja veiðimenn sem skjóta rótum??? Er það vænlegt til árangurs eða ættu menn a halda sig við höglin. Hverjum finnst Siv Friðbjóðsdóttir ógeð og ef ekki afhverju í helv.. ekki þetta myndi vera spurning dagsins.


Monday, November 17, 2003

Ný vika byrjuð hummmm. Mér líkaði nú ekkert svo illa við helgina satt best að segja. Var frekar róleg hjá okkur hjúunum, tiltekt á laugardag en svo skruppum við líka á kaffihús, beygluhúsið á laugarveginum, það var fínt. Hittum svo Guðrúnu og Einar vinafólk okkar á sunnudaginn, alltaf gaman að hitta fólk, maður ætti að vera duglegari við það. (Veit upp á mig skömmina í þeim efnum). Horði svo á Dani leggja Englendinga í vináttuleik á sunnudaginn, gaman að því þegar maður er búinn að vara með þetta danska landslið í æð í tvö ár að sjá þeim ganga vel. Engar smá krufningar sem fara fram í danmörku eftir svona leiki.


Friday, November 14, 2003

Þá er hann runninn upp, föstudagurinn. Loksins. Er enn að drepast úr kvefi, spýtandi hor og viðbjóði við hvert tækifæri, mikið fjör eða þannig. Fór í lyftingar í gær í sjúkraþjálfuninni og er einn strengur í dag. Fór í alveg snildar matarboð í gær hjá Vigdísi föðursystur Svanhildar. Vorum að kíkja á nýju íbúðina þeirra Marteins og Vigdísar og fengum þetta fína kálvakjöt í leiðinni og svaka köku á eftir. Ég er persónulega mjög hlynntur fólki sem bíður mér í mat, mætti vera meira af því :-) Magnað annars, það er nær ómögulegt að fá kálfakjöt í R-vík findinn fjári það. Sá líka á teypi okkur Ágúst Torfa taka lagið í brúðkaupinu mínu um daginn gaman að því.


Thursday, November 13, 2003

Heirðu það er fimmtudagur. Helgin í nánd og allir kátir. Fór í jóga í gær og andstætt því sem Torfi heldur er þetta ekki stílað inn á 45 ára húsmæður. Mestmegnis fólk á milli 25-35 ára. Þetta var bara helvíti fínt hjá kallinum, kenna öndunaræfingar og slökun og þessháttar. Hlakka til að fara í næsta tíma sem er á mánudag. Fór svo að lyfta í sjúkraþjálfuninni í dag og er frekar þreyttur í vöðvunum. Það er svo merkilegt með það að maður styrkist alveg ótrúlega lítið við það að pikka á lyklaborð. Ég sem hélt að það væri allra meina bót.


Wednesday, November 12, 2003

Miðvikudagur runninn upp og er það vel. Styttist óðum í helgina. Ég er hérna enn hálf slappur af kvefi og aumingjaskap, væri alveg til í að vera heima að ná þessu úr mér. Svo er ég að fara í slökunar jóga í kvöld það verður efalaust mjög fínt, maður verður að læra að slappa af, aldrei kunnað þá list þó að ég sé vel liðtækur í sófahangsi :-) Fáránlega dimmt allan daginn núna, helvítis skammdegi að hellast yfir landann, meira ógeðið það. Þetta er í raun sáraeinfallt: Þegar er dimmt á maður að sofa!


Tuesday, November 11, 2003

Mættur í vinnuna á þriðjudegi. Var veikur heima í gær og ætti að vera veikur heima í dag, veit ekki hvað ég er að asnast í vinnunna. Var lasinn um helgina, ekki mikið stuð á mínu heimili, allir hálf lasnir þar. Ástþór enn með mikla hálsbólgu og voða lítill í sér þannig að maður þarf að vera að böðlast með hann allan daginn. Ekki gaman að berjast við barn þegar maður er lasinn og vill vera að slappa af, en svona er þetta. Keypti búr handa honum um daginn og það er ágætt að hann hefur mjög gaman af því að sitja í búrinu, dundar vel þar. En að öðrum og alvarlegri málum!!! Á einhver jöfnu fyrir hraðaprófílu hring um úttaksstút á cylender í fórum sínum???? Ef svo er væri fínt að viðkomandi myndi senda mér hana áður en hann fer í geðransókn!


Friday, November 07, 2003

Ja þá er það föstudagur og er það vel. Fórum í hádeginu á gamla vestið (The Old West) hópur úr vinnunni 15 manns eða svo og fengum okkur burger. Helvíti fínt verður að segjast, fínir borgarar á fínu verði. Svo er það bara helgin framundan með öllum sínum uppákomum hverjar sem þær kunna að verða. Ekkert er planað nema að Svanhildur þarf að lesa um helgina þannig að ég verð barnapía, vel sáttur við það. Tæpur klukkutími eftir af deginum hjá mér og þá helgarfrííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííí.


Thursday, November 06, 2003

Einn dagur eftir í helgarfrí. Ástþór Örn aðeins hressari en ég er alveg stíflaður úr kvefi, Veiiiiii. Byrjaður að lyfta í sjúkraþjálfuninni minni, ágætt að fá smá útrás, veitir ekki af því. Það var keyrt á bíl tengdapabba fyrir utan húsið okkar og bíllinn stakk af, við sáum hann og náðum númerinu og löggan náði honum stuttu seinna. Hann var reyndar að skutla dóttur sinni í afmæli og hafði villst af leið og ákvað að skutla henni fyrist þar sem hann var orðinn of seinn og koma svo aftur og láta vita um bílinn. Svona er þetta stundum.


Tuesday, November 04, 2003

Þá er það þriðjudagur til þrautar, götur eru blautar en á þær virka ekki skautar. Enn! Allt hvítt og kalt hvur djöfullinn er þetta með veðrið, hverning væri að fá 25°C og sól, ég bara spyr. Það er ekki nokkurn hlut gerandi við þennan snjó ef maður á ekki snjósleða það er bara þannig. Skíði eru hjóm eitt í samanburði við sleða. Ég er ekki alveg að nenna að vera í vinnunni satt best að segja, væri alveg til í svona viku frí aðeins að hlaða batteríin. Littli er enn með mikinn hita og verður efalaust næstu daga ef þessi flensa fær einhverju ráðið. En nú er bara að draga fram þoturassana og fara að gera gaman af deginum :-)


Monday, November 03, 2003

Ný vika byrjuð og er það ekki alveg nógu sniðugt þar sem það þýðir að heillangt er í næstu helgi. Littli gaurinn minn er kominn með hita, fór í 40° í morgunn fárlasinn greyið. Ömurlegt að vera í vinnunni þá, maður vill bara vera heima að passa littla greyið. Fór og keypti nýtt power pack í tölvuna okkar heima, hún fær engan straum núna þannig að maður verður að vona að það sé ekki neitt meira að henni. Er satt best að segja búinn að fá nóg af þessari vél minni, búinn að eyða allt og miklum tíma í hana. Kíkti heim á litla gaurinn minn hann er bara sárlasinn og manna hans ætlar með hann til læknis á eftir bara svona til öryggis. Maður er hálf ómögulegur hérna í vinnunni í dag og allt of langt eftir af deginum enn!!


Friday, October 31, 2003

Föstudagur og ég er kominn heim :-) Svanka á flakkinu og ég heima með Ástþór. Vikan var frekar lengi að líða verður að segjast en það hafðist og núna bíða manns rólegheit helgarinnar. Maður verður að finna sér eitthvað skemmtilegt til dundurs og mikil skilda er að borða góðan mat. Spurning um entrecotin hjá gallerí kjöt, þau koma alltaf sterk inn. Eitthvað gott verður það í öllu falli. Svo er það spuringin um að fara að skella sér í bíó, hef ekki farið í bíó síðan ég kom heim. Ég skaust oft í danmörku eftir að Ástþór var fæddur en held að það sé að verða ár síðan Svanhildur fór í bíó. Svona er þetta þegar maður er með lítin gaur upp á arminn. Það er samt alveg þess virði. (Ættir að fara að prófa þetta torfi)


Wednesday, October 29, 2003

Það eru bara tveir heilir dagar í helgina veeeeeeeeeeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiii. Er að vinna í frekar þungum hæðarlínugrunnum í nýju tölvunni minni, sú er heldur betur að taka þetta í nefið. Vann fyrir hádegi í gær verk sem gamla 733MHz vélin hefði verið tæpa tvo daga að malla á. Mikill munur, 2.6GHz 512MB 400 MHz minni, 800Mhz front side bus, Hyper-threading og allt tilheirandi, ég mjög sæll. Nú vantar mig bara svona maskínu heim og þá er þetta komið. Hef núll að segja það er bara þannig í dag.


Tuesday, October 28, 2003

Jæja þá er kominn þriðjudagur og styttist óðfluga í helgina eða kanski óðkönguló. Var þessi fína helgi um síðustu helgi, brúðkaupið okkar fór fram með sóma, ekkert klikkaði í raun. Maturinn var fínn og veilsan vel lukkuð, ég var bara mjög lukkulegur með þetta allt saman. Síðustu gestirnir fóru úr veislunni upp úr fimm þannig að það var smá jamm í restina, við Svanka náttúrulega löngu farinn heim þá. Dagurinn eftir var ekki alveg eins skemmtilegur, ég að farast úr vöðvabólgu og smíðamönnum og þurfti að vaska upp diska glös og hnífapör eftir 120 manns. Það var svo sem ekki fjör, en að mörguleiti ágætt að geta staðið og gert eitthvað braindead job í timburmönnunum. Svo þurfti ég að skuttla Hans Ole út á flugvöll á mánudagsmorgunn, mætti því í vinnuna klukkan 6:30 þegar ég var búinn að skuttla honum. Þetta þýddin náttúrulega það að ég fór í koju upp úr nýju í gærkvöldi það var alveg magnað, er samt enn þreyttur. Nú er svo bara aðeins að slappa af og reyna að ná áttum eftir þetta allt saman, ekkert stórt sem bíður manns alveg á næstunni. Búinn að vera annarsamt ár, gifting, barnseign, útskrift, flytja heim, byrja í vinnu, gifta sig aftur og nú með pompi og pragt (hvað er pomp???). Þakka öllum sem að mættu í brúðkaupið fyrir ánægjulega stund (sérstaklega þeim sem gáfu okkur gjafir :-) ) Lifið heil.


Thursday, October 23, 2003

Ja þá styttist enn í brúðkaupið og ég hef enn jafn lítinn tíma til að vera í vinnunni. Hellingur af hlutum sem eftir á að garfa í. Og Torfi, ég veit allt um brúðkaupið sem vita þarf, ALLT. Almennt þá veit ég allt, ALLT. Það er nú bara kominn tölverður hugur í mig fyrir þessu öllu það verður að segjast, verður líka gaman að hitta Hans á morgun, hann er alltaf hress. Hlítur að vera findin tilhugsun samt að vera að mæta í brúðkaup á Íslandi, þar sem maður þekkir bara brúðhjónin!!! En Hans hefur aldrei verið í vandræðum með að kynnast fólki þannig að ég held að það verði ekki vandamál. Verð ekki í vinnuni á morgun, þannig að í kvöld verð ég kominn í helgarfrí. Hvað með ykkur??


Wednesday, October 22, 2003

Miðvikudagur til múslís. Fékk mér samt sem betur fer ekki múslí í morgun því eins og Kalli Sverris segir: margur verður af aurum api og múslí rotta. Ekki vill maður lenda í því svona í morgunsárið. Held að ég sé samt ekki með neitt morgunsár eða ég vona ekki í það minnsta. Allt á fullu í brúðkaupsundirbúningi enda ekki langur tími til stefnu með það allt saman. Maður hefur engan tíma til að vera að eyða í vinnunni :-) Svo er þetta helvítis skammdegi að fara að koma. Fari það í tus.. og helvíti. Þegar það er dimmt úti á maður að vera inni sofandi, þetta er ekki flókið en samt ætlar samfélagið ekki að skilja þetta. tildæmis í desember ætti maður að vinna svona 3 tíma á dag ekki meir og vera í koju um 17 tíma, það væri temmilegt. Þoli ekki skammdegið, maður er eins og zombie allan daginn ljóti fjárinn.


Tuesday, October 21, 2003

Nýr dagur ný vandamál. Engin stór svo sem nema hvað ég er ekki að nenna að vinna í dag. Astorio var í vigtun og mælingu hjá hjúkkunni í dag, er enn í sinni stærstu vaxtarkúrfu. Henni fannst hann líka svo duglegur, klappar höndum, sýnir hvað hann er stór og stendur upp, íktur töffari. Ég get þetta nú allt saman líka og engum finnst ég neitt sérstaklega duglegur fyrir vikið :-)

Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.

Í dag er þriðjudagur, ég á því bara eftir að vinna tvo daga í vikunni þar sem ég mun taka mér frí á föstudaginn í giftingarmál og skutlerí. Hans Ole kemur á föstudaginn upp úr hádeg svo ég renni til "kebblavíkur" að kippa honum upp. Hafi góðan dag!


Monday, October 20, 2003

Þá er helgin öll og þykir mér því við hæfi að rita nokkur minningarorð um hana. Þetta var góð helgi þann stutta tíma sem henni var gefinn hér á jörðu. Hún var róleg og yfirveguð og hefði átt að vara í tvo mánuði í það minnsta til að koma öllu því í verk sem hana langaði til......!

Þá nam eg frævast
og fróður vera
og vaxa og vel hafast,
orð mér af orði
orðs leitaði,
verk mér af verki
verks leitaði.

Svona hljóða Hávamál dagsins!
Annars var þetta fín helgi, Svanhildur að læra á fullu um helgina og ég að passa. Fínt að vera ekki í skóla lengur og geta bara verið að passa og horfa á boltann án nokkurs samvisku bits. Fín bolta helgi líka, Man U hefðu alveg geta sleppt því að skora þetta mark en það er best að stinga þá ekki af alveg strax, halda smá spennu í þessu. Og fyrir ykkur Liverpool aðdáendurna (ef það eru einhverjir til ennþá) bara einn :-)
Annars komu tengdaforeldrar mínir frá Tyrklandi á laugardag og færðu mér þessa fínu Arsenal treyju, bláa úti treyju. Átti einmitt ekki O2 treyju. Svo er það bara brúðkaupið á laugardag sem styttist óðfluga í. (Þarf að kremja þessar óðu flugur áður en þær stinga). Það verður efalaust mikið spaug og skemmtun hin mesta, það vona ég a.m.k.


Friday, October 17, 2003

Þá er það föstudagur enn á ný sem er vel þar sem það þíðir að inngangur helgarinnar er hafinn. Látum oss líða vel og lífsinsraunir líða hjá í sælu helgarinnar. Bert er brókarlaust baran (enn ekki hvað). Spurningin er samt sú er barnið albert eða hálf bert??? Er maður ber ef maður er í buxum en engu að ofan??? Hví er maður ber ef maður er í peysu og engum buxum??? Er ekki verið að mismuna klæðnaði. Þetta þykir mér grófur yfirgangur og verðugt málefni fyrir jafnréttisnefnd ef þið spyrjið mig! Er kona ber ef hún er ber að ofan??? Af hverju eru þær ekki meira berar að ofan. Vísindalega sannað að karlmenn sem stara á brjóst 30mín á dag draga verulega úr hættum á hjartasjúkdómum!!!! How about those apples??? Blóðflæði eykst og andlegt heilbrigði í leiðinni. En hvað eiga konur að stara á til að auka blóðflæði??? Verslunarglugga??? Veit ekki það er mín ágiskun! Hvað haldið þig??

Sá er sæll
er sjálfur um á
lof og vit meðan lifir.
Því að ill ráð
hefir maður oft þegið
annars brjóstum úr.

Svo mæltu þeir strákarnir úr Hávamálum, vei þeim.


Wednesday, October 15, 2003

Vikan hálfnuð frábært. þýðir í raun að ekki nema annar helmingur hennar er eftir (fyrir þá sem vita ekki hvað hálfnað er). Ekki margt markvert borið á daga mína þessa vikuna, þó hefur verið mikið að gera. Höfum ekki verið með barnapössun þessa vikuna og því er ég að skjótst úr vinnu og fara aftur eftir að pössun lýkur. Svanhildur farið minna í skólann en hún ætti sökum þess, en svona er þetta, tóm sæla :-) Ástþór Örn eitthvað að vakan í nótt og skríða um í rúminu sínu, ekki mjög gaman þannig að ég er gjörsamlega að sofna fyrir farman tölvunna hérna. Held að ég fari og leggi mig smá fram á lyklaborðið.


Friday, October 10, 2003

Þá er það langþráð stund helginn er kominn. Ég kominn heim úr vinnunni og farinn að passa Astorio, fín skipti það verð ég að segja. Helgin ekkert plönuð og er það alveg hið besta mál verð ég að segja, það verða því engin læti um helgina bara afslappelsi. Svo þarf að fara að gíra sig upp í brúðlaupsundirbúningnum fer að styttast tölvert í þetta, þetta verður gaman. Annars þá lifið heil og eigið góða helgi.


Tuesday, October 07, 2003

Jaaa nú er þri og er það vel en ekki ver. Það þíðir að ekki eru eftir nema 3 dagar í helgina. Engin meistaradeild í vikunni sem þýðir að þá get ég haldið áfram að myrða herforingja og önnur siðspillt kvikindi í Hitman 2, geypi fín skemmtun það skal ég segja ykkur. Búinn að græja þvílíkt fínt reikniskjal fyrir stryktargjarðir á tengistútum á skiljum. Magnað, nú segja ábyggilega allir vá það er öfgaspennandi segðu okkur meira frá því. En þá segi ég NEI. Það er bara þannig. Er að hlusta á best of Jethro Tull, tussu fín tónlist það, mæli með því að menn kynni sér þetta.


Monday, October 06, 2003

Ja var að koma frá sjúkraþjálfaranum mínum í Gáska. Strákurinn svoleiðis hnikkti í hálsi og baki að mænan er efalaust kominn í hnút :-) Mjög frískandi samt að láta hreyfa við við þessum lítt notðu liðum í hálsi og baki. Svo er var það bara pylsa og sjeik í hádegismat, hvað vill maður hafa það betra ég spyr!!! Littli var svoltið mikið að vakna í nótt, frekar stíflaður úr kvefi svo sofnuðu náttúrulega allir í morgunn og ég vakanði upp úr níu!!!! Þýðir bara það að ég verða að vera lengur í dag!!! Fór og leigði mér smóking á föstudaginn, djöfull á ég eftir að vera sætur í brúðkaupinu, er nú glæsilegur fyrir!


Thursday, October 02, 2003

Fimmtudagur júhúúú. Það þýðir einn dagur í helgi og er það vel. Skrapp í leikhúsið í gær með Ástþóri eldri og hlýddum á Helgu Braga kenna okkur ýmsa hluti um kynlífið sem maður hafði ekki verið að velta svo mikið fyrir sér. Þetta var fín skemmtun. Búið að vera mikið að gera hjá mér í vinnu undanfarið, þetta er alveg komið á fullt og á yfirsnúning raunar. Miklar setur við tölvuna!!! Eins gott að ég er byrjaður í sjúkraþjálfun sökum vöðvabólgu, bakið á mér er u.þ.b að rifna í tvennt. En svo er alltaf að styttast í brúðkaupið okkar, N.B. ef einhver les þetta sem hefur verið boðið og er ekki búinn að svara (á að svara fyrir þriðja) þá vinsamlega svarið hið fyrsta. Við þurfum að tala við kokkin á mánudag og vera þá með fjöldan á þeim sem mæta. Annars eru flestir í Svanhildar fjölskyldu búnir að melda sig fólk virðist vera eitthvað símahrætt í minni fjölskyldu. Svona nú drífa sig í að tjá sig!!!!!!!!!


Monday, September 29, 2003

Ný vika ný leiðindi :-) Hata mánudaga alveg eins og Garfield. Ætti að vera eins og á Puerto Rico þar sem allar helgar eru fjórir dagar, aðeins unnið á þri-fim restin er frí. Það er alvöru lazywill samfélag. Er hérna í voða útreikningum, maður er alltaf að sjá það betur og betur að maður á að vinna vinnu sem ekki þarf að hugsa í. Best að fara að læra til slátrara.


Thursday, September 25, 2003

Þá er það bloggið. Hefur setið svolítið á hakanum hjá mér, er við tölvuna allan daginn og hreinlega nenni ekki í tölvu þegar heim er komið, ekki alveg að gera sig. Er að reikna þvílíka glás af tölum að ég er um það bil að bilast og því fannst mér tilvalið að blogga aðeins. Til að svara kommenti þá er ég ekki blóðgjafi, hef íhugað að gerast vampíra þó, hjálpar það?? Ástþór Örn byrjaður að skríða og klappa, mikið stuð á honum, vekur mann með miklum leik á morgnana. Svo styttist í helgina og er það vel, ekki alveg kominn í vinnu rittmann :-) Djöfull er kalt á þessu skeri, hvernig væri að banna þennan fjárans kulda og hafa aldrei undir 15°C. Ég á hvorki skíði né snjósleða þannig að ég hef ekkert með ís að gera nema bragðarefurinn í úlfarsfells sjoppunni í vesturbænum kemur sterkur inn.


Friday, September 19, 2003

Þá er fös orðinn áliðinn og ég farinn að hugsa mér til hreyfingar. Nenni ekki að vinna meira í dag og er því á heimleið. Hvað varðu um föstudagur = fyllerí......!!!! Ég held að ég sé orðinn gamall ekki spurning um það. Þurfum að klára að koma okkur fyrir um helgina koma síðasta draslinu fyrir, mikið fjör. Svo þarf að rúnta á nýja bílnum okkar. Glæný Corolla 1600 hatchback á planinu heima. Bíts strætó skal ég segja ykkur. (reiðhjólið mitt kom þó sterkt inn). Ástþór sjö mánaða í dag :-) tíminn flýgur ekki spurning um það.

Tuesday, September 16, 2003

Ég er að farast úr leiðindum á þessu ritaða augnabliki. Er bara að bíða eftir því að fara heim. Er eiginlega bara að finna mér eitthvað til dundurs, vantar eitthvað beint verkefni, þ.e. einhvern til að segja mér "gerðu þetta" nenni ekki að vera að finna eitthvað til dundurs sjálfur. Fékk mér nýjan tölvuskjá heim, 19" CTX með flötum skjá svaka græja. Þurfti að kaupa skjá þar sem sá gamli eyðilagðist enda pís of shit sá skjár. Sá nýji er draumur í dollu engin spurning um það. Svo erum við að fá okkur bíl á rekstrarleigu, nýja 1600 Corollu taumlaus gleði, fæ vaginn um þrjú á morgunn þannig að nú getur maður farið að freðast um frjáls ferða. Strætó er ekki að gera sig. Er að klofna úr vöðvabólgu og þá er það besta að sitja allan daginn við tölvuna, ekki spurning um það. Keypti reyndar sundkort um daginn og núna getur maður farið að fara í sund fyrst bíll er að koma í hús :-)


Friday, September 12, 2003

Þá er tölvan mín "up and running" loksins, var að tengja hana á netið . Ekki létt mál í raun. Það er ADSL kerfi hérna með router og hub og blessað net kortið mitt bara fannst ekki. Þurfti því að leggja höfuðið í bleyti (með Y komið af blautur), og fann windows forrit sem finnur IP tölu vélarinnar, sem reyndist vera sænuð á kolligienetið í danmörku. Með þessu forriti gat ég releasað IP allar IP tölur af vélinni og reasigned réttar tölur í staðinn. Ok og þá kemur spurningin, hverning í helvítinu á venjulegt fólk að finna svona vitleysu út, tók mig tvö kvöld að fatta þetta, enda er ég enginn netstjóri og stendur ekki til hjá mér að verða það, Nei. Beið samtals í 20 mín í símanum á þjónustuveri OG Vodafone en ekki svarað, enda hvernig á nokkuð gott að geta komið frá fávitum sem styrkja Man shitter Ónýtt (Man U fyrir fattlausa).
Annars allt fínt að frétta, byrjaður í vinnunni og gengur bara vel, mun koma til með að starfa við Hellisheiðarvirkjun, það er spennandi, þar sem sú virkjun er á fyrstu stigum. Ég er raunar að kíkja á mögulegar staðsetningar á stöðvarhúsinu, hvar hægt sé að hafa það þannig að allir séu sáttir, gaman að því. Svo er bara verið að klára að pakka sér upp og reyna að koma draslinu sínu fyrir, ekki létt verk né löðurmannlegt það (löðurmannlegt??- Hvað er að vera löðurmannlegur????, er maður ataður út í sápu (saman ber sjónvarpsþáttinn Löður (SOAP)). Nei ég bara spyr. Svo er skýrn hjá okkur á sunnudag og nafnið á drengnum mun verða!!!!!! Jú Ástþór Örn, mikil spenna fyrir nafninu verður að segjst hehe.
En nú er spurningin að fara aðeins og löðurmannast og skreppa í bað.


Wednesday, September 03, 2003

Kíkti í vinnuna í dag, það var fínt fullt af nýjum andlitum þar. Þarf að finna út hvar ég get verið með skrifstofu allt að verða frekar fullt, held að það sé samt hægt að fría einn bás. Ég kem til með að vinna á jarðhitasviðinu, það er spennandi þykir mér, verður gaman að takast á við ný verkefni. Svo er bara verið að pakka upp og bíða eftir draslinu okkar það kemur vonandi seinna í vikunni. Byrja síðan að vinna á mánudaginn en stefnan er sett á sveitasæluna um helgina.


Sunday, August 31, 2003

Kominn heim, loftið hreint fólk talar eðlilegri tungu, sælan taumlaus. Erum á Snæfellsnesinu í besta yfirlæti, borða lamb ekkert helvítis svín ekta fjalla græs með hári (reyndar ekki eldað með hári).
Vörnin fór vel, fékk 10 danska sem jafngilir um 8,5 íslenskri einkunn.
Frábær dagur í dag, Aumingjarnir sem hafa dómarana með sér í öllum leikjum töpuðu fyrir Soton og Arsenal vann að sjálfsögðu og eru nú einir á toppinum. Ætla að fá mér Wiskí staup og fagna því. Aftur, loftið er hreint hér (en kalt).


Wednesday, August 27, 2003

Síðasta bloggið frá Danmörku. Sit uppi í skóla og er að fara yfir varnarræðuna mína, ver í fyrramálið. Fluttum draslið okkar niður á höfn í gærmorgun en höfðum verð að pakka langt fram á nótt. Vorum raunar að pakka til 4 um nóttina og vorum byrjuð aftur um sjöleytið, en Einar flutinga meistari kom um átta. Vorum því orðin frekar þreitt í gær, ósofin og uppgefinn. Hjálpar heldur ekki til að það er ekkert í íbúðinni núna, engir stólar, ekkert. Bara dýna á gólfinu og pappa diskar og plast glös, frábært að eiða deginum í þannig rugl. Maður náttúrulega búinn að vera að kafna úr hita í allt sumar og núna þegar maður þarf á hita að halda til að geta verið úti og setið einhversstaðar þá er úrhellisrigning og skítakuldi. Eins og ég segi þetta er hunda land og ég er að sleppa úr ánauðinni hérna ekki á morgun heldur hinn :-)
Gangi mér vel á morgunn!


Thursday, August 21, 2003

Þá er farið að styttast í því. Haraldur konungur er fallin, útlegðinni er lokið. Við farin að pakka niður og ganga frá okkar málum í Danmörku. Á en eftir að semja varnarræðuna, en það ætti ekki að taka langan tíma, svo er pökkunarstand alltaf tímafrekara en ætlað er, þannig að það er gott að byrja í tíma. Flutninga maðurinn kemur svo á þriðjudag og sækir draslið okkar, þannig að við verðum alls laus hér fram á fimmtudag. Vörnin er svo á miðvikudaginn og það ætti að vera um það bil síðast verkið sem eftir verður í þessu guðs volaða landi. Annars er búið að vera alveg ótrúlega mikið af morðum í Danmörku í sumar eða 21 stykki. Mín kennig er sú að danirnir eru loksins að fatta hvað þeir eru leiðinlegur kynstofn og eru byrjaðir að reyna að útrýma sjálfum sér......! Gæti verið, ekki gott að segja.


Thursday, August 14, 2003

Jamm jamm þá er ég mættur á nýjan leika og tekinn til við að rita niður ógrundaðar og illa framsettar hugsanir og gerða þær lýðunum ljósar. Er sem sé (C) búinn að skila inn skýrslunni minni og á bara eftir að verja hana. Vörnin fer fram þann 28.08 sem er alltof seint í ljósi þeirrar staðreyndar að Svanhildur á að byrja í skólanum heima þann 1.sept. Höfum verið í fríi núna síðustu daga, farið hér um á Sjálandi (Eyja sem Kaupmannahöfn er á (fyrir fáfróða)). Það er búið að vera alveg magnað. Hitinn aldrei undir 25°C og yfir 30°C. Það er helvíti heitt í rakanum hérna en þar kemur vinur minn Karl bergmann sterkur inn, má vel kæla sig með honum. Annars er ábyggilega dýrt spaug að vera alkohólisti í svona hita, maður getur drukkið þvílíka magnið án þess að finna á sér, nei þá er nú betra að vera róni í kuldanum heima. Svo þarf maður að fara að pakka og græja íbúðina, semja mastersvarnarræðuna og slappa aðeins meira af, þannig að það er nóg að gera. Annars er ekki nema 16°C hiti núna sem er alveg drullukalt, manni varð hálfnapurt í stuttbuxunum í bænum áðan, ekki lent í því í tvo mánuði eða svo. Keypti mér sólgleraugu í gær, með styrk og það er sennilega þessvegna sem sólin er farinn. Eins og þegar Ástþór tengdapabbi keypti sér snjósleðan um árið, þann vetur var ekki einn dagur sem hægt var að vera á snjósleða á Snæfellsnesi. Svona er þetta bara, spurning um að kaupa kuldagalla þegar maður kemur heim!!!!!!
En nóg bull að sinni!


Wednesday, July 30, 2003

Jæja þá er ekki nema einn dagur í að ég eigi að skila lokaverkefninu mínu. Það er ekki mikið, alls ekki mikið. Prófessorinn minn er farinn í frí þannig að hann kemur ekki fyrr en þann 12.ágúst aftur. Það hentar mér svo sem ágætlega, skrifstofan hans læst á meðan.......!
En þá er sem sagt allt of mikið að gera og ég er að berja við að reyna að klára þetta í tíma, hef ekki gert neitt annað í langan tíma en að vinna að þessu helvíti. Maður fær ekki einu sinni borgað fyrir þetta þannig að þetta er meira bullið. En, gleðinn verður taumlaus þegar þessu er lokið það get ég sagt ykkur, TAUMLAUS! Það er ágætt að Guðrún Lára er í heimsók núna þannig að Svanhildur er með félagsskap. Ekki mikill félagsskapur í mér þessa daganna, uppi í skóla allan daginn og með hugan við þetta helv. verkefni þegar ég er heima. Vona að allir séu að gera eitthvað skemmtilegra en ég, litlar líkur á að menn séu að gera eitthvað leiðinlegra, varla hægt að finna slíkt :-)


Thursday, July 24, 2003

Þá er það dagur 24 í júlí. Það þýðir að ég á að skila verkefninu mínu eftir viku. Það er stutt. Var loksins að fá smá break through, fékk þetta helvítis forrit mitt til að virka eins og ég vill. Þannig að nú þarf bara að skella því af stað og sjá hverju það skilar. Er búinn að skrifa fyrripart skýrslunar, vantar bara results og conclutions, ekki svo mikið það :-) En þetta er gerlegt að klára á tíma, aðal málið er að ég er gersamlega búinn að fá skituna fyrir þessu verkefni. Held að mér líði eins og Torfa var farið að líða undir það síðasta í sínu námi. Leiðindin eru alger, ALGER. Diddi bróðir er búinn að vera duglegur að bjalla í mig,ég er bara alltaf niðursokkinn í einhverjar pælingar þegar hann hringir þannig að ég er efa laust mjög fjarlægur í símann, það er ekki meininginn svona bara er þetta allt samam. Maður er byrjaður að ítra í svefni þannig að geðveiki er ekki langt undan, verð að fara að klára þetta. Mundi var í Köben um helgina, þagnar aldrei síminn hjá manni þegar Mundi lítur í bæinn.......! (Ps hann er 22 82 90 19) :-)
Lifið heil eða í það minnsta 3/4 heil.


Monday, July 21, 2003

Þá er 10 daga múrinn rofinn. Er gersamlega að bilast á þessu verkefni. Er kominn í stuðið "bara klára þetta og fá 6" en það þýðir víst ekkert að hugsa svona maður verður að reyna að fá ágæta einkunn fyrir þetta. Fór til læknis í dag, er með vöðvabólgu á einhverju biluðu stigi. Mjög óþægilegur stóll sem ég er á hérna upp í skóla og rúmið mitt er ekkert frábært heldur. Er orðinn svo stífur maður er með kjálkan samanbitinn allan daginn og hausinn að klofna. Það hjálpar ekki beint til þegar maður þarf að sitja við allan sólarhringinn.....!!!! Núna er bara að drífa sig í sund og gera æfingar, þýðir ekkert væl. En nóg um það.


Thursday, July 17, 2003

Enn fjandans hiti og svæla, var nánast ólíft í íbúðinni okkar í gær og þó að gluggin væri opinn í alla nótt var enn svaka hitabræla inni í morgunn. Vigga föðursystir Svönku er í heimsókn og er það vel, þá hefur Svanhildur einhvern félagsskap, maður verður sennilega ekki mikið heima næstu tvær vikurnar eða svo. Gersamlega hættur að nenna þessu verkefni, ekki það að ég hafi nennt því á einhverjum tíma punkti, oh nei. Forritið mitt er orðið bilað stórt, 23MB excel skjal sem tekur um 12klst að ítra í gegnum, veiiiii, eða þannig. Hafa hlutina einfalda, forrit ættu ekki að vera stærri en svo að þau væru að leggja saman tvær tölur og því allt eins gott og betra að nota vasareikni. Ég mæli persónulega með Casio FX-580, búinn að nota einn slíkan síðan ég var 13 ára, hefur dugað fínt í verkfræðinni. Nota reiknistokk, þeir voru að svínvirka í gamladaga!!!


Wednesday, July 16, 2003

Djöfull er leiðinlegt að vera að vinna inni í 26°C hita. Snapp markið færist óðfluga nær. Ekki til að bæta það, þá er Hans félagi minn, (sá sem hefur haldið geðheilsu minn í lagi á meðan að á þessum skrifum hefur staðið) að klára að binda sína skýrslu inn. Þannig að ég verð einn síðustu tvær vikurnar. Svo sem ágætt, Hans átti að skila 20.júní en það hefur dregist um tæpan mánuð hjá honum. Eru þá orðnir tveir eftir hérna niðri, ég og einn dani. Hann er svo sem ágætur, eða eins ágætur og venjulegur dani getur orðið. Þeir eru jú reyndar mun skárri á sumrin danirnir, veit ekki hvort þeir eru haldnir svona vetrar þunglyndi eða hver djöfullinn þetta er með þá. Ekki er það skortur á öli svo mikið er víst. Annars þá var það áhugaverðar staðreyndir sem komu frá Norge. Það er eitt af fáum löndum sem verðleggur áfengi en djöfulegar en Ísland og hverju skilar það??? Jú þeir drekka jafn mikið og danir, sem eru með lágt verð!!! Þetta er greinilega að skila sér hjá strákunum í Norge. Helv.. hommonistar þessi áfengis mafía heima. Söfnum liði og berjum þá segi ég, Já.


Tuesday, July 15, 2003

Þriðjudagur til þrautar segir einhvernstaðar að ég held. Búið að vera 26°C hiti og raki frá víti núna um skeið og gaffal. Ég er bara alls ekki að fíla það, fastur inni í sagga víti sem nefnt er bygging 402 í DTU. Ágætt að vera með svona "solar shading" á glugganum þannig að maður þurfi ekki að vera að horfa út, frekar fúlt að sjá sól og blíðu og vera fastur inni. En þetta er jú raun hins innivinnandi manns. Gengur ágætlega með verkefnið, er að klára forritið mitt, það er grunnin af því, þarf svo að láta það virka fyrir allar klukkustundir ársins. Miðað við ítrunartíma tekur það svo sem einar 12 stundir að láta það malla og ég þarf að láta það malla níu sinnum. það er ágætt tölvuver hérna á efri hæðinni með níu tölvum og þær fá að malla einhverja nóttina...! Spurning um að fara snemma heim í dag og koma við á ísbarnum, ekki slæmur sá. Maður getur fengið sér "Store Madsen" en það er eins og nafnið gefur til kynna, kúluís með fimm kúlum, einum negrakoss (sem heitir hér flødebolle), ísúr vél ofaná það, rjómi ofan á ísinn úr vélinni og sulta ofan á rjómann. Þetta er stórt helvíti, læt mér litla madsen duga, það er bara tvær kúlur og ís ofan á, temmilegt fyrir svona norðanhafs strák eins og mig.


Friday, July 11, 2003

Góðann og blessaðan daginn alheimur. Sit uppi í skóla og er að berjast við forritið mitt. Skrifaðin þennan líka fína macro í excel þannig að núna er excel að ítra fyrir mig á fullu. Með eitthvert fáránlegt magn af gögnum sem blessað forritið þarf að japla á. Á bara eftir að finna út hvernig ég á að láta varma dæluna vinna með "latent heat"!! Einhverjar hugmyndir???
En eins og sjá má í commenta glugganum hér að neðan hefur skapast mikil umræða um svo kallað Torfa/Bjarnar horn (ekki það að Birnir séu með horn)! Þannig standa málin. Björninn fékka nokkrar góðar sögur af Torfa sem að sjálfsögðu eru almeinlausar með öllu, Torfa finnst þær bara ekkert voða findnar og það er jú það sem gerir þær sniðugar:-) Kemur til af því að Björn þekkir rauða dýrið sem var í Grímsey á sama tíma og verkarinn (Torfi í þessu tilfelli). Þannig að núna þarf Torfi bara að skjóta til baka á Björninn.....!! Þannig fara svona dúellar fram.


Monday, July 07, 2003

Þá er ég kominn til baka. Ég kem ALLTAF til baka. Mér leiðist í svipinn einhver ósköp. Ekki nema 3 vikur eftir af verkefninu mínu og ég ekki búinn að gera nærri nógu mikið í því. Þýðir bara eitt, vinnu fram á kvöld í 3 vikur. Ekki alveg að nenna því í sannleika sagt. Skrapp á Maccan áðan með Hans Félaga mínum, pabbi hans er búsettur í USA og var að kaupa sér nýjan Volla að sverustu gerð í Svíþjóð fyrri um viku. Hans er núna með bílinn í smá tíma og við skelltum okkur í bæinn. Ekki amarlegur vagn, allur íklæddur tudda og svín liggur á vegi og ekki er upptakið verra. 18 gíra Gary Fisherinn minn á ekki roð í svona kerru. Mig langar í bíl. Hverning bíl á ég að fá mér þegar ég kem heim í haust!!!! Ekki dýran, en enga druslu heldur!!!


Monday, June 30, 2003

Þá er það mánudagur til mæðu og móðu. Nennti engan veginn upp í skóla að vinna, tók mér hálfgert helgarfrí, i.e. var alls ekki duglegur við lærdóminn. Það var alveg ótrúlega magnað að slappa svolítið af. Horfði á nokkrar DVD ræmur og borðaði íslenskan fisk með heimatilbúnum Cherry tómötum. Alls ekki slæmt, alls ekki. Það er orðinn þvílíur munaður að fá alvöru fisk að það hálfa væri þrisvar sinnum of mikið! En aftur í skólann að vinna á fullu. Gengur ágætlega en mig langar bara ekkert að eyða sumrinu í að læra, nema væri læra-sneiðar. En það er svo sem margt verra en að sitja og hlusta á X-ið og pikka smá á tasteturen eins og danirnir kalla lyklaborð af einhverjum óskiljanlegum sökum. En núna er Keldan búinn og maður veit þá að fólk er almennt ekki að skemmta sér miklu meira en ég. Af aleigingjörnum orsökum finnst mér það vel.


Friday, June 27, 2003

Þá er það fös. Breytir engu hvaða dagur það er þegar maður er að vinna verk sem þarf að klára fyrir ákveðinn tíma og maður fær ekki borgað hvort sem er. 25°C hiti úti og ansi heitt þegar maður er í sólinni. Því var alveg tilvalið hjá okkur fjölskyldunni að skreppa út á ísbar og fá sér einn lille Madsen eða svo. Lille Madsen er kúluís með tveimur kúlum, ís úr vél svo ofaná og dýfa yfir öllusaman. Almagnað, Al. En svo er bara að reyna að vera duglegur, próffinn í Germaní fram á þriðjudag og ég hálf stopp þar til hann kemur þannig að maður er bara að hreinsa upp smá hluti sem maður hefur ekki nennt að hreins upp fram að þessu. Ekki gaman, ekki grín og svo allir á Keldunni að hlusta á Metallicu og Iron Maiden but me.....! Sa er osomgert, osomgert.....!


Thursday, June 26, 2003

Nýtt bloggerkerfi uppfært hjá mér í dag þannig að allt gamla bloggið var orðið vitlaust encodað og allt í rugli. Nýjasta bloggið datt út og allt í kúk og kleinu. Var að hlusta á Doktor Gunna og S Kjartansson í morgun og þeir voru með ágætis brandara á zombie listanum. Það var um matvörur sem hefðu verið teknar af markaðinum. Ein hljómaði eftirfarandi: Svitinn af Olgu Fersæt, þótt að framleiðslan væri mikil var eftirspurnin ekki að sama skapi!!!!
Fékk góða heimsókn áðan. Svanka og Ástþór Örn Ofurhetja litu inn, færandi muffins, Cola og Basset's hlaup í poka. Ekki afleitt að fá slíka heimsókn verður að segjast. Ástþór Örn skimaði í allar áttir alveg undrandi á þessum nýja stað. En aftur til starfa, ekki þýðir að blogga daginn í burtu!!


Tuesday, June 24, 2003

Allt á fullu í ritgerðar skrifum. Er að skrifa program sem reyknar út sambland af varmadælu og varmaskipti í nokkrum mismunandi kombinasjónum til varma endurvinnslu í loftræstikerfum. Hljómar spennandi hea, hea. (hea er svona redneck kveðja maður hækkar hljóðið á a-inu og dregur e-ið). Er að kíkja á allt of marga möguleika af samsetningum og notkunar prófílum á húsinu þannig að tíminn styttist óðflug, ekki nema tæpar 6 vikur eftir þannig að nú er bara að bretta upp ermarnar. Fínt að hafa rigningu og leiðindi úti við þá langar mann ekkert út. En það er ekki alltaf rigning hérna eins og sjá má





Monday, June 23, 2003

Fyrir þá sem ekki vita er ég þvílíki matjurtarræktandinn að það hálfa væri þrisvarsinnum of mikið, það er nú bara þannig. Ræktaði þvílít sterkt og fínt chilli sem dó úr þorsta yfir páskana (þoldi ekki Íslandsför okkar). Nú svo hefur rósmarínið alltaf komið sterkt inn, svo og mynntan, basilikum-ið og nú síðast og ekki síst cherry tómatplantan mín. Því til sönnunar og staðfestingar er þessi mynd!

Heldur betur glæsilegt!!! En ég spyr á nýjan leik, hvort er betra krókur eða kelda???? Menn verða að hafa skoðanir á hlutunum. Ég persónulega myndi velja Kelduna ef ég væri ekki upptekinn við skriftir.


Friday, June 20, 2003

Djöfull er leiðinlegt að vinna inni á sumrin. Get engan veginn njörvað heilan á mér niður við verkefnið bara ekki nokkur slóði að slíkt sé gerlegt. Nú ætti Björn hinn undarlegi að vera mættur á Mundavelli í Odense, pilarnir að skella sé á kelduna. Mundi á Ömmu á Króknum svo spurninginn er hvort er betra krókur eða Kelda. Skrapp í morgun að láta fjarlægja fæðingarblett sem var í óða önn að breytast í flugmóðurskip. Perónulega var mér ekkert um þá þróun hans svo ég lét skera hann af og verður hans ekki saknað. Nú er bara rignin og skýjað úti og er það vel kominn með nóg að þessu hita rugli. Þetta sýnir það bara að maður á bara að vera á Íslandi í 10 gráðum, ja Jón gamli það sé það besta!!!!


Sunday, June 15, 2003

Þá er helginni að ljúka. Próffin minn vill að ég fari að vinna svoltið hraðar, líst ekki á tímamörkin svo nú er bara að spýta í lófana og vera duglegur það sem efir er. Það er jú 1 og hálfur mánuðr eftir af þessu gríni mínu. Svo eru þau gömlu að koma í heimsókn á eftir verða fram á miðvikudag. Maður kemur sjálfsagt ekki miklu í verk á þeim tíma. Annars þá fórum við fjölskildan í þetta ljómandi fína grillboð hjá mæðragrúppunni sem Svanhildur er í. Vorum í voða stóru og fínu húsi með almögnuðum garði. Reyndar sýnist allt stórt þegar maður býr í 40m2. Þetta var bara mjög gaman, steikur étnar og rauðvín sötrað (ananasgos fyrir brjóstfæðandi móður þó) allt eins og það á að vera. Fyndið að geta setið heila kvöldstund innan um dani og tekið þátt í umræðum maður hefði ekki skilið skít í fyrra hefði maður lent í slíkum aðstæðum. En svona breytist nú umgjörðin hjá manni.


Tuesday, June 10, 2003

Kominn aftur í skólann, tóm gleði. Fullt af fólki að skrifa í dag, þessir danir hafa ekki vit á að fara í sumarfrí frekar en öðru. Loksins í gær var hitinn á milli 13-17°C, kvöldsólinn reyndi nú samt að hita upp litla húsið okkar fyrir nóttina en tókst ekki svo vel að þessu sinni. Loksins fór maður ekki sveittur að sofa, það voru bæði jól og páskar skal ég segja ykkur. Núna þarf ég að fara að skrifa hraðar, tæpir tveir mánuðir til stefnu og ég á enn eftir að fá dót til að gera mælingar og svo vinna úr þeim þannig að maður verður að fara að halda rétt á spöðunum (eða tíglunum fyrir þá sem eru meira fyrir rautt). En ég er svo sem ekkert orðinn stressaður þannig lagað, verða að fara að reyna að stressa mig aðeins svo að það komi einhver gangur í þetta hjá mér. Íslenska aðferðin er alltaf best, safana öllu saman þar til einginn tími er eftir til að vinna þetta og græja þetta þá á nokkrum dögum. Fá sér svo bara kalt staup af íslensku og skála fyrir sjálfum sér :-) Annars þá komu tengdaforeldrar mínir færandi hendi. Höfðu meðferðis flösku af íslensku brennivíni, sem er búið að geyma á sérvöldum eikartunnum í fleiri ár. Þetta er eitthvað sem er bara til í takmörkuðu upplagi og ég ætla að bjóða upp á slíkt að mastersvörn lokinni. Styttist óðfluga!


Sunday, June 08, 2003

Þá er það enn einn sunnudagurinn í þessari hita svælu. Hélt að maður gæti ekki fengið nóg að sól og hita en það er víst rangt. Eftir nokkrar svefnlausar svita nætur fer manni að leiðast þófið. Sá á kommenta glugganum að stórvinur minn hann Jón Viðar Baldursson er búinn að verja lokaverkefni sitt í Odense með sóma. Það ætti að þýða að piltur er orðinn rafmagnstæknifræðingur. Til lukku með það Viðar. Verð að segja að ég öfunda hann nú frekar mikið að vera búinn með þetta, svona í ljósi þess að ég á tæpa tvo mánuði eftir að mínu, en það er fljótt að líða svo sem. Enn eins og ég hef alltaf sagt: Jón Viðar að sér upplýsingum! hehe. Fengum fína helgarheimsókn núna, tengdaforeldrarnir eru í heimsókn og er það vel. Fórum í bæinn í fyrradag og komum svo heim og röltum um Birkerød þar til við fundum markað einn mikinn sem við vorum að leita að. Þarna voru fornsölu básar, leiktæki, matsölutjald með lifandi músík (alveg skelfilegri nauðgun á tónlist). Þetta var allt hin mesta skemmtun. En svo taka skóla leiðindinn við á morgunn, enginn gleði með það!


Wednesday, June 04, 2003

Öfugsnúanleiki tilverunnar: Það er 21°C í forsælu núna og ég er á stuttbuxum að frjósa inn í skóla. Á kvöldin skýn sólinn á gluggan hjá okkur þannig að maður sofnar í svitakófi seint og um síðir. Hvað með að vera bara á ströndinni alltaf og sleppa við þetta rugl allt saman. Svanka og Astorio skruppu í bæinn áðan að hitta vinkonu Svönku en ég var bara að reykna út orku í röku lofti. Skemmtileg skipti það. Skólaleiði minn er nú alger. Mér leiddist skólinn í barna skóla, menntaskóla og ég ætaði aldrei í háskóla ó nei. En skólaleiði magnast með faktor 7 þegar í háskólann er komið og hann gerir það með hverju árinnu sem líður þar. Þannig að núna er hámarkinu náð og ég bara nenni þessu rugli ekki lengur. Segi bara eins og Sigga Beina " vill ferðast og skemmta mér". Ekki vit í nokkru öðru. En það eru enn tveir mánuðir eftir þannig að það þarf að bíta í skjaldarrönd og fara svo og tannbursta sig (bölvaður skítur, blóð og svit á þessum skjöldum alltaf). Þannig að gleðinn er ekki alger í dag, en mér varð sæmilega úr verki þannig að er á meðan er eins og þar stendur. En allir í sólskinsskapi og kátir, þýðir ekkert annað. Ég er nefnilega á heimleið :-)


Monday, June 02, 2003

Ný vika enn á ný. Spurning um að hafa vikurnar helmingi lengri og þar af leiðandi helgarnar líka. Þá væru bara 26 vikur í árinu. Spurning um að bylta núverandi vikukerfi. Sit uppi í skóla og er að fara á mis við sól og hita sitjandi í sagganum í DTU. Fékk reyndar fína heimsókn áðan, Svanhildur og Ástþór Örn ofurhetja komu í heimsókn með Cola og bakarísdót. Það var vel. Ómögulegt að sjá ekki stubbinn svo að tímunum skiptir þegar maður er hérna uppfrá og einnig fínt að fá úr bakaríi. Búinn að vera þvílíkur hiti undanfarið að það hálfa væri sennilega aðeins of lítið. Kvöldsólin bylur á gluggunum hjá okkur og ekki nokkur leið að liggja með sæng ofan á sér, tala ekki um íslenska dúnsægn 210cm langa. Þetta er í mesta lagi fyrir týpíska íslenska aría (utan blárra augna og hvítt hárs (enda er það uppskrift af Svíum). Annars væri þetta alveg ideal ef glugginn okkar snéri ekki í vestur. Tómatatréð mitt er samt mjög kátt með þetta, farnir að koma Cherry tómatar á það :-)


Sunday, June 01, 2003

Sól sól og sumar og allir kátir í góða veðrinu. Búinn að taka mér langa helgi og er það vel. Búið að vera um og yfir 18°C síðastliðnar vikur allt eins og það á aðvera. Fór í gær í Elgiganten og keypti borð viftu, reyna að hræra aðeins í lofitnu hérna. Keypti í leiðinni þráðlaust optical multimedia lyklaborð og mús frá Microsoft, hinn eigulegasta grip. Gamla lyklaborðið var farið í hass en músinn var góð (internet explorer optical) en það er varla hægt að kaupa alvöru lyklaborð nema því fylgi mús. Þetta er reyndar almögnuð mús, mun léttari í yfirferð en vantar hliðartakkana frá expolrernum. En nóg um kosti og galla, hitt málið var þegar ég ætlaði að fara að tengja draslið þá bara virkaði þetta ekki. Það var N.B. driverinn sem ekki virkaði, gat ekki afpakkað sér í tempið og þar af leiðandi ekki keyrt inn driverinn. Þurfti að fara inn á microsoft/keyboard og /mouse til að finna drivera ætlað fyrir USA markað og downloada þeim (22MB) og svo með fjallabaksleiðum kom ég þessu í gang. Nú spyr ég! Ég tel mig ágætan tölvu gúru og reddaði þessu því, en fyrir fólk sem ekki kann mikið hvað á það að gera við 8.þús kr lyklaborð og mús?? Ekki mikið kátína með þig Bill Gates! Ljósi punkturinn í þessu öllu var að pakkinn átti að kosta 749kr danskar (um 8 þús) en ég fékk þetta með borðviftu á 558dkk (um 6 þús). Veit ekki hvort kassastelpan gerði mistök eða hvort þetta var á tilboði og rangt merkt í hillu, mér er eiginlega bara alveg sama, fínt að græða aðeins á þessum dana djöfum :-)



Friday, May 30, 2003

Þá er næstum kominn helgi. Það er faktist svo nálægt helginni að ég ákvað að byrja helgarfríið í dag!!! Skruppum í sólinni og 21°C í bæinn í Birkerød og röltum í Brugsen. Magnað að hafa svona hita á hverjum degi spáð hlýnandi, alveg yfir 25°C. En til samanburðar eru 25 gráður álíka margar gráður og deilast yfir júlímánuð í Reykjavík :-) En lifi byltingin. Nú þarf bara að skipuleggja hverju bylta skal og hafa öll aðalatriði á hreinu áður en til framkvæmda er farið!


Wednesday, May 28, 2003

Dagur miðrar viku og er það vel, þar sem það þýðir að helgin er í nánd. Það vill ekki svo vel til að einhver hafi í fórum sínum Matlab vigur, i.e. meðal orkunotkun heimilistælja á hverjum klukkutíma ársins??? Nei var bara að spá mig vantar einn slíkann og ég nenni ekki að búa hann til. Þannig er nú það. Metallica að koma með nýja plötu maður verður að fara að skreppa á netið og stela henni áður en hún kemur út, alveg ómögulegt að vera ekki kominn með hana (eða hænu) í hendurnar áður en Jón Kókaínsali Ólafsson verður farinn að græða á henni. Magnað að sá maður gangi enn laus, múltí milli en samt með 75þús eða svo í mánaðarlaun samkvæmt opinberum plöggum. Þá er það spurningin af hverju hefur hann ekki verið stoppaður (einhver smá rasía í gangi núna). Það kemur í rauninni bara eitt til greina að mínu viti. Maðurinn er búinn að vera að sjá fyrirmönnum þjóðarinnar fyrir ólöglegum efnum á þeirra yngri árum (og sumum efalaust enn) og hann hefur það á þá helvíska og því þora þeir ekki að hreyfa við honum. Hvernig hljómar kenning þessi?? Almennt þykir mér ekki nógu mikið af samsæriskenningum í gangi og því verður maður að búa til sínar eigin.


Tuesday, May 27, 2003

27.maí. Dagur merkilegur fyrir margar sakir. Ekki sýst fyrir þá staðreind að á þessum degi fyrir nákvæmlega 40 árum kom Bob Dylan fram með lagið Blowing in the wind og þar með kynntist alheimurinn Dylan og hefur sá fyrrnefndi ekki verið samur síðan. Var einnig að hlíða á nýtt lag með Red Hot Chillipeppers og þeir strákarnir eru bara alls ekkert að missa það. Þetta var bara hið albesta lag og vonadi fleiri af þessari sort á nýju plötunni. Stuttbuxna veður í dag, magnaður andskoti það. Áfram stuttbuxur segi ég.


Monday, May 26, 2003

Ný vika, sömu áskoranir. Er heima að vinna að verkefninu mínu, ekki það að ég nenni því. Maður á ekki að vera í skóla í maí lok það bara virkar ekki þannig. Eurovision um helgina, það er alltaf sömu leiðindin í gangi þar. Lögin leiðinleg til að byrja með og svo eru þetta bara viðskipta og frændþjóðir að gefa hvort öðru stig. Þetta Tyrkneska lag sem dæmi!!!! Hvað er í haus að gefa slíku lagi stig. Lagið var ógeðslegt en það var ekkert í samanburði við vampíruna sem söng það. Hún var alveg eins í framan og rassgat á belju sem er að lokast eftir að hafa klippt á góða slummu. Kjafturinn stóð lengst út úr fésinu á kvikindinnu og augun voru á stilkum. Þá hefði nú Tyrkja Guðrún þótt lúkker í samanburði við þetta fjós. En við stóðum okkur fínt og Pokahontas brosti sínu gáfulegasta brosi hehe. Áfram Ísland!


Friday, May 23, 2003

Jæja sestur við bloggið aftur. Hef ekki nennt að uppfæra nýlega sökum þess að síðan er alveg tussu þung þessa daganna. Tel ég það sæta staðreynd þeirri að Google keypti blogger.com og er verið að uppfæra hugbúnaðinn og á meðan er allt í hassi. Fjárans rigning og leiðindi hérna, fór á hjólinu mínu niður á lestarstöð, kom hundblautur og kaldur þangað og beið svo í 30 mín eftir lest eða svo. Þetta er nú hið frábæra skilvirka almenningssamgöngukerfi sem er í boði hérna í Danaveldi!! Aumingjar allt saman og dusilmenni. Þeir eru ekki hótinu skárri en þegar Ingibjartur Sólbjartur mussaði SVR nánast í gröfina þannig að nú þurfa allir að fara niður á Hlemm, það er ekki einu sinni gasstöð þar lengur!!! Sama ruglið hérna, allir á Hovedbanegården og til hvers? Af hverju er ekki lest sem keyrir í hring nálægt útjaðri borgarinnar!!! Og í þokkabót er ég að vinna ofboðslega leiðinlegt verk eins og er, og ég er að hlusta á Sænska tónlist ofan í kaupin og finnst hún góð. Spurning hvort ekki þurfið að fara að farga mér hehe. (Sorrý Stína ef þú lest þetta, þú veist hvar við Torfi stöndum varðandi Svíisma veraldarinnar). En fátt er með svo öllu illt að ekki boði nokkuð gott, nú er bara spurning um að leggja höfuðið í bleyti og finna þetta góða! (Þetta var jákvæðni dagsins).



Tuesday, May 20, 2003

Þá er það þri. Hef ekki farið í skólann þessa vikuna, búinn að vera hálfslappur og ákvað að vera bara heima að slappa af og ná af mér sleninu. Svona er þetta þegar maður er að vinna einn að verkefni og ræður sínu tíma. Gömlu góðu tímarnir hjá þér Torfi, núna er það bara stimpilklukkan! Annars er blessað veðrið þokkalega geðklofi, (sól og hiti í 10mín og úrhelli í 20. Nenni engu verður að segjast, maður á ekki að vera í skóla að sumri, vekur bara upp slæmar minningar (stærðfræðigreining haustpróf!!!!). En svo sá ég á síðunni þeirra Torfa og Evu að Hjörleifur Heiðar snyrtir og Magga Stórfélagar okkar frá Akureyri, eru búin að geta sér afkvæmis. Fögnum því, þar er efalaust úrvals eintak á ferð ef ég þekki Hjölla rétt. Baráttukveðjur í uppeldinu frá einum sem er í slíkum pakka.


Friday, May 16, 2003

Góðan og blessaðan daginn er við fös er kenndur. Sit hérna uppi í skóla, um það bil einn á svæðinu, held að það sé þó a.m.k. einn til viðbótar hérna, heyrði hurðarskell áðan. Magnað! Það er einhver fjandans þjóðarhomma dagur hjá dönunum (Grundlovsdagen eða eitthvað álíka heimskulegt). Það þýðir að allt er lokaða í dag og lestar keyra með tveggja vetra millibili. Í ofanálag eru ekki nema 7°C úti og það er drullukalt í mörkinni. Annars er fínt að vera bara einn að nördanst hérna í skólanum. Sit og er að hlusta á nýja Placebo diskinn sem datt inn á tölvuna mína í gær með undraverðum hætti :-). Fín smíði hjá strákunum, FÍN. Fór að veita þessu bandi athygli fyrir alvöru þegar þeir og Bowie leiddu saman hestasveina sína í laginu "With out you I'm nothing", dúndur slagari það og ef menn kannast ekki við það mæli ég með : CNet og Kaaza 2.1 og svo bara sækja fjandans lagið. Er svo að fara að skreppa í útibolta, það er völlur einhverstaðar á campusnum en þar sem lengsta gatann hérna í gegn er um 1,5km getur þessi fjandans völlur verið hvar sem er. Bömmer. En helgin er framundan og brekkan er niðrundan og hornið er útundan og því ber að vera kátur sem Torfi(Slátur skv. færsu hjá honum um daginn). Enda ef maður er slátur er engin ástæða til að vera ekki kátur. Maður er alíslenskur og eftirsóttur!
Smá viðbót: Þetta er víst bænadagur ekki baðdagur þannig að 30% af kommentunum mínum um þennan dag eru dreginn til baka, ekki meira.
Fyrir þá sem eru með hljóðkort er alger verðing að kíkja á þetta snilldar flash.


Tuesday, May 13, 2003

Skrapp í teríuna og fékk mér pylsu í hádeginu. Einhver nýr sandnegraaulabárður fyllti hana með chilli sósu, ekkert smá magn, þannig að pylsan sprakk öll og sósa sprautaðist út þegar maður beit í hana. Var á röltinu upp í 402, fingurnir allir út í chilli og ekki minna magn á framanníinu. Var ný búinn að sulla Schwepps á servéttuna mína þannig að hún var vel vot, fann svo rusladall við hraðbanka á ganginum og lagði drykkinn á hraðbankann og var að reyna að þrífa mig. Þá náttúrulega rann schweppsið af hraðbankanum og í gólfið og ég með chilli sterkjuna í munninum og engan drykk. Svo þegar ég kom út var farið að hellirigna. Þetta er reynslusaga af ekki "Ideal" hádegi. Hvað má læra af þessari sögu? Jú kannski að vera ekki að éta á fartinni, eða að láta ekki einhverja fjárans heilageldinga vera að afgreiða sig. Maður á þá bara að skipta sér af framreiðslunni ef maður sér að í óefni er að fara. Þessi var bara svo djöfull ljótur að það þurfti átak til að fylgjast með honum og það var varla þess virði fyrir eina pylsu. Hélt ég!


Monday, May 12, 2003

Mánudagur Mánudagur Mánudagur. Enn ein vika að líða af stað. Það má svo sem segja að það sé vel, þá styttist en í verkefnalok, en í leiðinni þýðir það að ég þarf að fara að vinna hraðar. Bilað magn af vökva sem hvoldist yfir mig á leiðinni í skólann og því í kjölfarið fylgdi eitthvert ógrynni af eldingum með tilheyrandi hávaða. Eins gott að maður er ekki orðinn forfallinn golfleikari enn. (Stærsti hópur þeirra sem falla fyrir eldingum í USA eru golfleikarar). Það er nefnilega svo finndið með eldingar að ef maður passar sig á að vera í rigningunni lendir maður ekki í eldingu, það er á jaðarsvæði óveðursins sem eldingunum lýst niður og þar af leiðandi lenda golfleikararnir sem ætla að klára áður en regnið skellur yfir brautina, í því að fá í sig eldingu. Þessi fróðleikur um eldingar er í boði Orobleu.


Friday, May 09, 2003

Föstudagur til fitu. Þá er einmitt málið að fá sér nauta steik með bernes. Ekki nema 100g smjör í bernessósu en eins og gamla fólkið segir: það er ekkert svo gott að smjör ekki bæti það. Sól og blíða úti og við Svanka skruppum með litla súperman á kaffi hús hérna í göngugötunni. Skrambi þægilegt að sitja úti, gaurinn er bara sofandi í vagninum og ég að sötra øl. Ekki ruslið í því. Ég forritaði svo mikið í Matlab í gær að ég er með netta heilaskemmd eftir það allt. Því er það mjög ráðlegt að lækna slíka skemmd með glasi að gini. Held að ég vindi mér í slíkt


Thursday, May 08, 2003

Jæja þá er það fim. Sól og blíða og suðandi flugur. Miðað við veðrið núna verður efalaust ekki auðvelt að hanga inni í skóla í júlíveðrinu sem væntalega verður gott. Gamla jafnan er jú alltaf í gildi ( Sól = úti). En ekki er á allt kosið í bæjarstjórnakosningum. En í gær skruppum við fjölskyldan í bæinn. Ekki seinna vænna en að skreppa með Ástþór á strikið fyrst hann er í Köben á annað borð. Það var gaman að kíkja, maður fer svo sjaldan niðurefir eftar að maður flutti út fyrir Köben. (enda svo sem ekki eftir mörgu að sækjast þannig lagað). Versla í heimabyggð segja þeir strákarnir.


Monday, May 05, 2003

Mánudagur til mjöls og mysu. Ekki ruslið í þessum degi í dag, 17 gráður á cels og sól og fínt fínt. Maður sat þetta náttúrulega af sér að mestu leiti uppi í skóla en það er nú samt 15°C ennþá þannig að það er ekki hægt að kvarta. Hefði fremur valið að eyða deginum í drykkju og át á köldum hlutum (þó ekki málmhlutum) en að skrifa Matlab kóða upp í skóla. En svona er nú líf vinnandi manns það er ekki bara sætabrauð og súkkulaði rúsínur. Talandi um súkkulaði rúsínur. Við eigum eitthvað ómælt magn af íslensku salgæti um þessar mundir, ekki ruslið í því. Anton Berg my ass, það er bara Nói Sírius sem blívar í raun. (P.s. fyrir þá sem telja að ómælt magn sé 8, þá eigum við mun meira en 8 af nammi :-) )


Sunday, May 04, 2003

Þá er það sunnudagur til taumlausrar sælu. Skrönglaðist fram úr rúminu rétt fyrir ellefu og var það vel, úthvíldur og fínn. Dönsku veðurfræðingarnir voru búnir að spá 18°C hita og sól í dag, en sólina vantar og hiti er 7°C. Mikið skúffelsi, hefði getað verið stuttbuxna dagur og maður setið úti á kaffihúsi og sötrað kalt öl. En nei nei það er búið að klúðra því fyrir manni. Ég er að hugsa um málsókn á hendur dönsku veðurstofunni. Menn fara almennt ekki nógu mikið í mál hvor við annan í hinum vestræna heimi að USA undanskildu. Ætla að reyna að starta trendi í þeim efnunum :-)
Svo er bara að nýta daginn í að safna siðferðisþreki fyrir komandi viku.


Thursday, May 01, 2003

Þá er það fyrsti maí, verkalíðsdagurinn mikli og afmæli Baldur á Hóli ekki síður merkilegur dagur fyrir þær sakir. Skrambi fínt, nánast enginn í byggingunni minni uppí skóla þannig að róin er alger fyrir utan að ég er að hlusta á einhverja graðhesta tónlist. Það er talið æskilega að hlýða á slíkt þegar maður er að vinna á tölvur. Fékk þennan fína USB minnis penna frá Svönku í afmælisgjöf. 128 eru þau megabætinn sem hann hefur að geyma og er það vel. Núna þarf maður ekki að vera að standa í að uploada gögnunum sínum inn í einhverja möppu á heimasvæðinu sínu í gegnum FTP heldu treður bara pennanum í USB portið. Er ekki tilverann dásamleg! Svo kemur hún Gurly hjúkka og vegur og metur piltinn minn á eftir og færir skilmerkilega til bókar, varður gaman að sjá hvað hann hefur bætt á sig, orðinn frekar mannalegur.


Wednesday, April 30, 2003

Sestur við skrifinn á nýjan leik. Samt er þetta faktísk alveg sami leikurinn og ég hvarf frá fyrir tveimur og hálfri viku og veit ég því ekki hvað ég er að þvaðra um að setjast á nýja leik. Hér er bara komið sumar takk fyrir og góðan daginn. Maður bregður sér af bæ í örskotastund og það kemur bara sumar á meðan. Svona mætti þetta alltaf vera, maður fari út og það komi sumar. Aldrei nóg af sumri. Núna er bara sól og suðandi englar úti eins langt og auðað eygir. (Auga eygir en eyra heirir! Af hverju eyrir ekki eyrað? Veit einhver það??). En eins og Santana sagði þegar að hann fékk strákana í Everlast göllunum til liðs við sig " hey now puts your lights on". Ekki það að það komi þessu máli nokkurn skapaðan hlut við, en frasinn stendur alltaf fyrir sýnu í samhengi eður ey.