Friday, April 02, 2004

Föstudagur til fjár, gæti verið nokkuð til í því núna þar sem launin ættu að detta inn í dag. Það væri í raun miklu sniðugra kerfi ef að maður fengi full mánaðarlaun alltaf á hálfsmánaðar fresti!!!
Þar sem ég er alveg að sofna en samt í föstudagsskapi ætla ég að byrta eftirfarandi spaug!
Til að lífga uppá gráan hversdagsleikann og gera dagana meira spennandi og innihaldsríkari, er mælst til að þú gerir eitt/fleiri/öll eftirtalin atriði reglulega...

1. Í hádeginu: leggðu bílnum og sittu í honum með sólgleraugu. Miðaðu með hárþurrku á bílana sem keyra framhjá. Athugaðu hvort þeir hægi á sér.
2. Kallaðu sjálfa þig upp í innanhúss kallkerfinu. EKKI reyna að breyta rödd þinni.
3. Stattu föst á því að netfangið þitt sé: Xena-Warrior-Princess@OCDSB.edu.on.ca eða Elvis-the-King@OCDSB.edu.on.ca
4. Hvert skipti sem einhver biður þig að gera eitthvað fyrir sig, spyrðu, má bjóða þér franskar með þessu?"
5. Stilltu ruslafötunni upp á skrifborðið með miða á sem segir,,Innbox"
6. Þróaðu með þér óeðlilega hræðslu við prjónadót
7. Fylltu kaffivélina með koffínfríu kaffi í þrjár vikur. Þegar allir eru búnir að losna við koffínfíknina, fyllirðu á með espresso.
8. Á allar kvittanir skrifar þú; Fyrir kynlífsþjónustu.
9. Ljúktu öllum setningum þínum með; Samkvæmt spádómum.
10. Ekki nota punkta.
11. Hoppaðu í stað þess að ganga.
12. Spurðu fólk hvers kyns það sé. Hlæðu brjálæðislega þegar það hefursvarað.
13. Taktu sérstaklega fram í bílalúgusjoppunni að pöntun þín sé,,taka með".
14. Syngdu með í óperunni.
15. Farðu á ljóðakvöld og spurðu afhverju ljóðin vanti allan ryþma.
16. Hengdu flugnanet í kringum skrifborð þitt. Spilaðu frumskógarhljóð af diski alla daga.
17. Tilkynntu vinum þínum, fimm dögum fyrir partýið að þú komir ekki því þú sért ekki alveg upplagður.
18. Biddu vinnufélaga þína að ávarpa þig með Gladiator-nafni þínu,Rock Hard.
19. Þegar peningarnir koma út úr hraðbankanum hrópar þú ,,Ég vann! Ég vann!!! Þriðja skiptið í þessari viku!!!!"
Og að lokum, síðasta ráðið til að halda uppi mátulegri geðveiki í hversdagsleikanum:
20. Sendu þetta bréf til allra í netfangaskrá þinni, líka þeim sem hafa sent þér þetta og einkum þó þeim sem hafa sérstaklega frábeðið sér ÖLL svona bréf!!
Þannig er það góða helgi gott fólk!

Thursday, April 01, 2004

Voða lítið að frétta af mér í dag, er bara frekar þreyttur svona í morgunsárið. Ástþór Örn að vakna smá í nótt, ekkert alvarlega samt en ég var nú frekar syfjaður þegar klukkan hringdi í morgun. Var reyndar mikill göngudagur hjá mér í gær, fór með bílinn niður í síðumúla að láta setja í hann handfrjálsa bílaeiningu sem að fylgdi með bílnum þegar hann var keyptur en ég átti þá ekki síma sem ég gat notað þetta í. Labbaði svo til baka í vinnuna og seinna um daginn labbaði ég svo og náði í bílinn. Þetta var mjög hressandi heilsubótaganga verður að segjast, eini gallinn var þetta bölvaða slabb sem er út um allt núna maður þarf að passa sig á að láta ekki gusa á sig þegar maður gengur um gangstéttir bæjarins!! Svo höfðu þeir sem settu bílaeininguna í fært barnastólinn og ég var að reyna að festa hann í morgunn, tókst ekki betur til en svo að ég braut eina festingu!!!! Meira djöfulssins draslið verð ég að segja, var ekki að taka almennilega á því einusinni, en þetta er klemma sem klemmir öryggisbeltiðog þarf að taka á en þessir blessuðu VÍS stólar er greinilega svona ógeðslega öruggir því að þetta brotnaði við lítið átak!!! Spruning um að fara í Babysam og kaupa sér stól sem að endist fram að 12 ára aldri!!!!

Wednesday, March 31, 2004

Þá er veturinn komin aftur með stæl. Sennilega um 10-15cm af snjó úti eftir nóttina og öll blóm komin á kaf. Þetta er reyndar mjög blautur snjór og er á fullu við að bráðna í frostleysinu þannig að væta verður sennilega mjög seinni partinn í dag. Þetta er í raun leiðinlegasta gerð veðurs þessir helv. bleytu umhleypingar, sérstaklega þar sem ég er ný búinn að fá bílinn úr þryfi og bónun þá er þetta ekki skemmtileg tímasetning. Annars þá kíktum við hjónin og Ástþór Örn ásamt Kötu í afmælismat í gærkvöldi, frænka Svanhildar 11 ára. Það var mjög fínt, svaka góð sjávarréttasúpa en góðar sjávarrétta súpur eru allger snilld, sérstaklega ef þær eru fullar af humri. Það mun víst vera að við förum í hólminn (Stykkishólm) í sumar og fáum okkur sjávarréttar súpu niður við höfnina á veitingastað sem þar er starfræktur á sumrin og bíður upp á sjávarrétta súpu með öllu því sem er ætilegt og kemur úr firðinum. Skemmst frá því að segja að súpa sú er snilld og hlakka ég mjög til að renna slíkri niður með kaldri öl krús. Annars er þetta með ölið alveg magnað, ég er búinn að kaupa sem samsvarar 1 kassa af öli síðan ég flutti heim eða fyrir sjö mánuðum en slíkt magna fór á tæpum mánuði í danaveldi. Þetta er nú meira helv...! fasistaveldið sem við búum í hérna. Og mér þykir leiðinlegt að segja það en það eru alltaf einhverjar kerlingar sem eru harðastar í því að halda upp þessum fasista boðum og bönnum sem að stjórnin framfylgir. Ef að það kemur umræða um að stórmarkaðirnir megi selja áfengi þá er það alltaf kona sem talar á móti slíku í öllum umræðuþáttum! Af hverju er það, ég varpa þessari mannfræðilegu spurningu fram? Eru þær að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni á sama hátt og þær halda körlunum við raunveruleikann heimavið??? Afhverju er almennt verið að hafa vit fyrir fólki, það er jú í eðli fólks að fá að reka sig sjálft á og læra af reynslunni! Ég segi lækka áfengisgjöld á léttum vínum og öli, leyfa þjóðinni að vera mollí í nokkra mánuði en eftir það fer þetta að verða hversdagslegt og fólk hættir þessu sulli og fer að umgangast þessa hluti af meiri skynsemi en hún gerir í dag. Þannig er það bara nú!

Tuesday, March 30, 2004

Þá er vikan komin á fulle sving og það í góðu lagi. Var sofnaður um elleftu í gær og vaknaði því á undan klukkunni í morgun, það er ágætt þar sem Ástþór Örn er farinn að vakna frekar snemma svona eftir að það fór að birta og ágætt að vera ekkert að láta hann rumska við klukkuna. Svo er Svanhildur að fara í próf í dag, búin að vera voða dugleg að lesa. Ég gat ekki annað en vorkennt henni þegar hún var að lesa í gær og hugsað hvað ég er ótrúlega feginn því að vera búinn í þessu skóla prógrammi. Mig langar akkúrat núll til þess að fara aftur í skóla og einungis stuttnámskeið í nánustu framtíð myndu koma til greina hjá mér. Enda held ég líka að ég sé alveg búinn að skila mínum tímum í setu á skólabekk og gott betur, stefnan var jú alltaf hjá mér að fara ekki í háskóla og helst ekki í menntaskóla en svona geta hlutirnir breist! Annars þá er Las Ketchup með Asereje í útvarpinu núna, eru engin lög varðandi það að spila svona lélaga múskík svona snemma morguns, þetta er mannskemmandi fjári en ég svo sem hvarta ekki meðan að þeir spila ekki Mambó nr.5 eða Hanson systur, það yrði of mikið að taka inn svona nývaknaður!!!!

Monday, March 29, 2004

Já þá er þessari aldeilis fínu helgi lokið. Vorum ein í kotinu hjónin og Ástþór og höfðum það alveg ljómandi fínt. Elduðum nýjan kjúklingarétt á laugardagskvöld, svona "Miðjarðarhafsrétt" og hann var alveg snilld, ekkert meira um það að segja, sá réttur verður gerður aftur liggur það víst á ljósu. Svanhildur er svo búin að vera að læra um hlegina fyrir próf á þriðjudag þannig að við Ástþór erum búnir að vera að spauga svoltið. Svanhildur samt alveg náð að gefa sér tíma öðru hvortu til að taka þátt í spauginu. Mamma og pabbi kíktu við í gær á leiðinni heim úr fermingu. Maður nennti nú ekki út með Ástþór í gær þar sem skiptust á snjúhríðar og sterkt sólskin í allan gærdag, frekar geðklofið veður verður að segjast. Annars hin ljúfasta og besta helgi hjá okkur sem er mjög vel, varla að maður nenni að byrja aftur að vinna!!!!!