Friday, December 30, 2005

Jólin nálgast



Já núna er næsta jólafrí farið að nálgast aftur og ekki nema 299 dagar í það eða svo!! Jólin búin að vera ágæt en of stutt eins og gefur að skilja þegar þetta er jú bara löng helgi!! Mikið verið etið og tappa kippt úr rauðri eða tveimur!! Allt eins og það á að vera, búinn með Arnald ársins og byrjaður á aftureldingu. Eina sem er ekki að gera sig er að ég er að drunka úr vinnu og hugurinn er víðsfjarri vinnunni þessa dagana. Þetta er svona stundum en fer vonandi batnandi þegar rútínan tekur yfir á nýjan leik, málið er bara að það er svo djöfull dimmt. Þegar það er dimmt á maður að vera sofandim, þegar það er bjart á maður að vera vakandi!! Þetta er ekki flókið en vinnuveitendur virðast ekki skilja þessa einföldu reglu. Spurning um að verða bara sjálfur vinnuveitandi og leggja í dvala í Desember - febrúar!!! Málið dautt!!