Thursday, February 17, 2005

Veikindi



Já þá er flogin vika úr lífi manns út um gluggann. Búinn að vera með hita upp á hvern dag í viku en í dag virðist vera að rofa smá til. Er búinn að vera hitalaus í dag og meira að segja skellt mér í sturtu. Það var þörf á því og ekki orð um það meir! Kominn í algert rassgat í vinnunni og verður stafli af leðindum sem að bíða mín þegar ég mæti þangað aftur sem verður vonandi á morgunn. Ástþór Örn búinn að vera lasinn með mér, var orðinn góður og hitalaus í nokkra daga og skrapp einn dag á leikskólann og varð veikur aftur þá um nóttina. Þetta hefur sem sé verið hið mesta pestabæli og tími hinn ömurlegasti. Verið með einhvern augnvírus sem fylgir þessu víst þannig að ég hef ekki getað lesið og það er bara sjónvarpið sem blívar og ekki er dagskráin beisin þar!! Sem sé ekki búið að vera gaman liðna viku, en eiginkonann hefur komið manni í gegnum þetta með glans og á hún þakkir skildar.