Saturday, June 04, 2005

Laugardagur



Jamm nú sé laugardagur og klukkan 20mín yfir 8!! Þá á maður ekki að vera búinn að vera 1,5 tíma í vinnunni!! Það er nú samt þannig! Ætla að sitja fram að hádegi og bruna svo vestur um stund! Tengdapabbi með málverkasýningu í Norska húsinun á Stykkishólmi og er hún að opna í dag þannig að ég ætla að verða viðstaddur þar. Svanhildur og Ástþór Örn eru þar núna svo að ég hitti þau bara í hólminum! Annars er bara verið að útbúa vinnuteikningar í loftræstikerfunum mínum á fullu, eiga að fara úr húsi ekki seinna en eftir helgi og helst fyrir helgi :-| Í öllu falli verð ég að klára þetta fyrir Rúmeníu förina á þriðjudag!

Thursday, June 02, 2005

Annir og appelsínur



Jamm það er nóg að gera þessa dagana það er víst ábyggilegt. Var mættur hér klukkan 7:30 í morgun og er enn og ekki á leiðinni heim!! Þetta endara bara á einn veg, almenn sturlun og vanviska!! Það er nú gott að þau málefni eru eitthvað sem ég er á heimavelli með!!! :-) Jamm kaldasti maí síðan 1993 liðinn og er það vel, kann því illa að vera að setja kulda met það má gerast nyrst í Kanada eða á Grænlandi en ekki í Reykjavík. Svo er það spurning um að fara í búðina á eftir og fá mér smá steik á grillið svona fyrst ég er einn heima, ekki skemmir það fyrir heldur að ég á enn nokkur gæsaegg sem að Diddi bróðir var svo vænn að færa mér þegar hann kom að norðan um daginn, tel þau vera ættuð frá Jóhanni stórbónda á Gautlöndum!! Djöfull eru gæsa og andaegg góð!! Í raun ætti að banna hænur og borða bara andaegg í staðinn!! Þætti gaman að sjá hvernig KFC færi þá að því að tefja mann!!!

Wednesday, June 01, 2005

Grasekkill



Jamm þá er maður orðinn grasekkill!! Svanhildur og Ástþór farinn í sveitina og verða fram yfir helgi! Ég verð hinsvegar bara hlekkjaður við skrifstofustólinn minn áfram. Þetta eru grimm örlög illa veröld! Djók!! Svo þarf maður að fara að velta fyrir sér sumarfríi, negla eitthvað niður þannig að maður hafi til einhvers að hlakka. Er að fara í afmæli til Friðriks Aðalsteins frænda míns á eftir, orðin 12 ára peyinn. Ætla svo að skreppa með Didda bróður upp að álftavatni á eftir, búið að standa til lengi að kíkja á höllina hjá honum! Ég er kominn með flugmiðann í hendurnar, flogið á kaupmannahöfn-búkarest; búkarest-London-reykjavík!! Spurning um að skella sér í World of Whiskey í London eins og ég geri alltaf þegar ég á leið þar um, alltaf einhver tilboð á eðal whiskeyum þar!!!

Tuesday, May 31, 2005

Nýtt commentakerfi!



Jamm gafst upp á því gamla. Það er búið að liggja niðri í marga daga og ég sendi fyrirspurn til þeirra enetation manna og hef ekki fengið svar enn svo fuck'em. Jamm nýja kerfið virðist líka vera að virka mun betur, hraðvirkara og alles, vantar bara smilies í það eini gallinn!! Svo er maður bara að búa sig undir rúmeníu ferð í næstu viku, finna til vegabréfið, athuga með tryggingar, láta fyrirtækið kaupa mér örygisskó með stáltá og stálbotni, vinnugalla og svo videre!!! Jamm verður ágætt að komast í 25°C þarna út og hanga svo bara í galla inni í verksmiðju!!!
Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.