Friday, November 28, 2003

Þá er hinn lagnþráði föstudagur runninn upp. Klukkan er um hálf níu og ég er búinn að vera í vinnunni í einn og hálfan tíma. Reif mig á lappir um hálf sjö og brunaði í vinnuna. Ekki vinnuskilda nema til tvö á föstudögum þannig að það er fínt að vera kominn með einn yfirvinnutíma þá. Svo er það jólamánuðurinn handan við helgina, ekkert að því, þessi fínu vinnumanna jól í ár, aðfangadagur á miðvikudegi og endalaus frí, svona á þetta að vera. Helgin bara plönuð í rólegheit að ég held, en maður finnur sér eitthvað til dundurs það er alltaf þannig.


Thursday, November 27, 2003

Þá er það kominn fimmtudagur, tíminn flýgur áfram. Helgarfrí handan við hornið þótt ekkert sé hornið. Rúmið var nú frekar hlítt í morgun þannig að maður hefði nú alveg verið til í að liggja smá lengur. Var því mikið afrek að vera mættur klukkan átta (eins og reyndar alla morgna). Spurning um að fara að mæta fyrr en átta og eiga þá meiri part af deginum heima, það er eitthvað sem maður verður að velta fyrir sér. Hef svo sem oft gert það en málið er að koma því upp í vana, stilla líkamsklukkuna inn á það. Skrítið með þessa líkamsklukku, tímastillirinn er eitthvað svo djöfull stífur merkilegur fjári það!


Wednesday, November 26, 2003

Vikan að verða hálfnuð alveg magnð hvað þetta flýgur áfram. Alveg frábær leikur í meistaradeildinni í gær, mínir menn burstuðu Inter Mílan og eiga núna fínan séns á að komast áfram í keppninni. Var búið að afskrifa þá fyrir tveimur leikjum síðan en svona er þetta stundum í boltanum. Svo er bara kominn hörku vetur (-6° í Reykjavík er kalt). Snjór og frost, hið albesta mál, allt betra en þetta helv... slabb sem er búið að vera undanfarinn ár. Snjór og rigning til skiptis og allt á floti, þá er bara betra að hafa almennilegann vetur og gott sumar og vera ekkert að hræra þessu saman. Verð nú samt að viðurkenna að þetta er einn af þeim dögum sem ég væri alveg til í að liggja bara uppi í rúmi og horfa á góða mynd í staðinn fyrir að vera í vinnunni. Einhver sem kannast við tilfinningunna??


Tuesday, November 25, 2003

Þrið ju dag ur og ég á nýjum nagladekkjum hehe. Var íkt kátur með hálku og snjó í morgun. Ómögulegt að hafa keypt sér ný dekk og hafa engin not fyrir þau. Ég er bara kominn á þá skoðun að það á bara að vera snjór á veturnar, birtir upp á þessum dimmum þungu mánuðum. Svo koma gönguskíðinn sterk inn, spurning um að fá sér slíkt og fara að labba á skíðum í vinnuna. Maður gæti verið talinn allsérstakur fyrir slíkt athæfi og væri það vel. Ekkert gaman að vera meðal (l)jón mun betra að vera bara almennilega skrítinn. Spurningu um að vinda sér í það. Þarf sennilega ekki miklar fortölur til að fá Torfa í lið með mér í þeim efnum, eða hvað. Vill Torfi kannski vera allra manna eðlilegastur og fyrirmynd manna í hátterni og framkomu samkvæmt viðurkendum stölum mannlífsins. Hvar er staðlaráð mannlífsins til húsa og hvað heitir formaðurinn. Ég bíð mig persónulega fram í þetta starf, þannig að ef einhver heldur að hann sé eðlilegur þá get ég bent honum/henni á hið gagnstæða. Hvað er það að vera eins og fólk er flest. Fólk er ekki flest, bara alls ekki. Í þessum efnum eru fæstir flestir sem er þversögn og gengur því ekki upp og fólk er ekki flest, þar er bara þannig!


Monday, November 24, 2003

Þá er byrjuð ný vinnuvika sem er hið besta mál. Helgin fór að mestu í afslappelsi hjá mér, var voða fínt matarboð heima á laugardaginn, þannig að smá þreytu gætti á sunnudag :-). Svanhildur var að læra fyrir próf þannig að við Ástþór vorum bara að leika. Svo er allt orðið hvítt úti núna, veturinn að ganga í garð, þannig að það er spurning um að skreppa á eftir og kaupa sér nagladekk á vagninn.

Update:
Búinn að kaupa mér dekk, fékk mér þessi fínu Michellin dekk með nöglum sem slitna með auknu dekkja sliti (til að þeir standi ekki lengst út úr gauðslitnum dekkjum og spýtist í burtu). Þetta er líka góður 50þús komið undir, engin sérstök gleði með það verður að segjast en þetta dugar vonandi næstu þrjú árin og þá er þetta allt í góðu. Hendi hvort sem er vagninum í Toyotu eftir þrjú ár og vonandi fæ ég mér bíl með stærri dekkjum en 15" eftir þann tíma :-)