Thursday, November 17, 2005

Einn á heiðinni



Jamm klukkan ekki orðin 18 og allir eftirlitsmenn farnir heim!! Ziggy situr bara einn og vinnur :-( Búið að vera spastíst mikið að gera hjá mér þessa vikuna og fer síst minnkandi á næstu vikum. Svo er fyrirhuguð ferð til Vestmannaeyja um helgina í brúðkaup til Ásu frænku Svanhildar og Simma manns hennar tilvonandi. Verður gaman að kíkja í eyjarnar, verðurspáin reynar slæm skilst mér, en hver er verri þótt hann léttist um nokkur kíló af ælu!! (svo fremi sem hann æli ekki á sig, þá er hann verri). Já svo er planið að mæta í vinnu um 6 á morgun og ná að klára það sem klára þarf fyrir helgina þar sem jólfurinn fer um hádegi!!!

Tuesday, November 15, 2005

Tímaleysi og stress!!



Já fátt breytist, tímaleysið skánar lítið og stressið bara eykst. Búið að vera brjálað að gera hjá Svanhildi og ekki minnkað hjá mér heldur :-) Núna er versta törnin að byrja hjá mér á heiðinni, ekki það að það hafi verið sérstök ró yfir þessu hingað til!! Þá er nú gott að geta hlakkað til jólafrísins, það verður góður dagur!!!!! Annars var vinnupartý hjá okkur á föstudag, það var mikið gaman, gítar hafður undir hönd og fóru Torfi og Gulli á kostum í spilinu og við hin hjóluðum í sögnginn. Spurning í næsta vinnupartýi hjá Torfa hvort hann verði spilandi á gítar syngjandi klámsöngva eftir Tenacious D!!! En allt hefur sína kosti og galla og fær Torfi þakkir fyrir liðin ár og árnaðaróskir í nýju starfi!