Friday, June 18, 2004

Jamm jamm og jæja, síðasti dagurinn í þessari vinnuviku og er það svo sannarlega vel. Ég reyndist vera einn í vinnunni í gær og var það almagnað, græjurnar þandar til hins ítrasta (tveir littlir Creative hátalarar (sem sánda reyndar ekki illa)) og sungið með hástöfum! Gæti reyndar verið að einhver hafi mætt í vinnuna heirt sönginn og forðað sér, hver veit, alla veganna ekki ég!! Svo var það þetta líka fína grill hjá Didda í gær, Þórdís mætti með sitt lið og svo eru mamma og pabbi í bænum núna þannig að þetta var hin besta skemmtun! Svo er stefnan að slíta sig vestur á land í dag eða morgun ekki alveg búið að ákveða. Opnun á straumfjarðará á sunnudag þannig að ég ætla að vera í fríi á mánudag og njóta sveitasælunnar um stund. Hvað vill maður hafa það betra!

Thursday, June 17, 2004

Jæja þá er ég sá eini sem er það vitlaus að vara að vinna í dag. Mætti í vinnun áðan og öryggiskerfið á, ergo engin í húsinu!!! Kemur mér reyndar mjög á óvart að það sé engin hérna núna og eitthvað af þessum vinnusjúklingum sem maður er að vinna með láta örugglega sjá sig síðar!!! Annars er ég búinn að vera íkt duglegur í morgunn, taka til í fleiri tíma og festa svo barnastól á hjólið hennar Svönku. Nú vantar bara smá loft í dekk og smurningu á keðju og þá er allt sett fyrir sumarið!! Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Wednesday, June 16, 2004

Jæja eins og áður sagði þá erum við búin að ganga frá kaupum á okkar fyrstu íbúð. Allt undirritað og greitt í gær, nema 545þús sem verða greidd 60 daga eftir afhendingu, eitthvað sem fasteignasalinn sagði að gæti verið sniðugt að hafa inni, svo just in case ef eitthvað væri að! Það sem mér finnst samt verst í þessu öllu er að við díluðum þetta í gegnum fasteignasöluna Hól og þeir komu bara mjög vel fram! Synd og skömm að hafa ekkert til að agnúast út í fasteignasalann með. Þeir komu bara nokkuð beint fram og voru ekki að reyna að ljúga einhverri vitleysu í okkur. Ekki það að við vorum svo sem búin að lenda í allskonar vitleysingum í þessari leit sem lugu bara því sem hentaði og vissu oft ekkert hvað þeir voru að tala um en strákarnir hjá Hóli stóðu sig með prýði að þessu sinni! Heldi í vonina að það hafi bara verið uppáfallandi :-)

Tuesday, June 15, 2004

Jæja þá eru Ziggy og Svanka búin að skrifa undir kaupsamning á nýju íbúðinni okkar!! Búið að millifæra fullt af miljónum í gegnum heimabankann og skrifa undir tonn af pappír og er eignin því orðin löglega okkar. Reyndar á eftir að þinglýsa þessu öllu saman en það er jú formsatriði. Íbúðin losnar svo vonandi um miðjan ágúst en í síðasta lagi 1.sept. Þannig er það nú!
Jamm jamm og jæja, vikan farinn á flug og ætla ég að vona að hún fljúgi hratt að þess sinni. Magnað að koma aftur í vinnu eftir smá frí, maður hefði haldið að þá væri maður til í að eyða smá tíma í vinnunni ferskur og endurnærður en þannig virkar það ekki með mig. Alltaf þegar ég fer í frí vill ég bara vera í fríi áfram og er enganveginn að nenna að vinna. Magnaður andskoti það er. Hjálpar heldur ekki til að evrópukeppnin er á fullu núna þannig að það verða ekki margir yfirvinnutímar þennan mánuðinn hjá mér, hefði þurft að vinna svo sem eina helgi til að ná einhverjum og næsta helgi er frátekinn. Það verður opnuð áin fyrir vestan og ætlum við að mæta á svæðið fjölskyldan. Það er því bara spurning um að vinna helgina þar á eftir eða bara safna fullt af siðferðisþreki og vinna bara enga fjandans yfirvinnu!!!

Monday, June 14, 2004

Jæja þá er maður kominn heim frá norðurlandinu. Gerðum fína ferð hjúin, skroppið í mývó í fjölda heimsókna og borgari gripinn í gamlabænum og hlaðborði í Seli um kveldið. Megin parti ferðarinnar var þó varið á Akureyri þar sem ýmislegt var gert sér til dundurs, jólahús skoðað og í leiðinni ís í Vín eins og lög gera ráð fyrir, sjálfsögður gripinn Brynjuís ekki fengið svoleiðis í mörg ár og er það í raun slæmt! Grillpartý á föstudaginn, merkilegt með grillkjöt ég fæ ótrúlega oft hausverk daginn eftir að ég borða grillkjöt, ábyggilega eitthvað í kryddinu!!!! Mamma átti svo afmæli á laugardag og var borðað hjá Affí systur þá um kvöldið. Kom í raun öllu í verk sem ég ætlaði mér nema því að ég náði ekki að kíkja á Björn B sem var miður. Akureyri hafði um margt breist, miðbærinn er orðin gersamlega dauður sem er miður, ekki orðnar nema tvær verslanir í krónunni að hvað þetta heitir, auð húsnæði í götunni og meira að segja Amaró er ekki nema hálfnýtt. Ekki nema bókval og kaffihúsið á móti sem eru að standa sig í götunni eða í fáum orðum miðbærinn er búinn. Þessi nýja "Kringla" við Glerána er heldur ekki alveg að gera sig en kanski skref í áttina. En ég verða að segja það og ég veit að Torfa kemur ekki til með að líka það en það þyrfti að gerast eitthvað alveg mjög sérstakt til að ég myndi svo mikið sem íhuga það að flytja til Akureyrar, þessi bær er bara ekki að höfða til mín, búinn að prófa það í nokkur ár og sjenslaust að fara til baka. Ekki það að Reykjavík er meingallaður fjári það dylst engum sem sjá vill, en samt myndi ég velja hana fram yfir Akureyri sny day of the week! Svo er það bara að fara og skrifa undir kaupskjölinn á íbúðinni okkar á eftir, ekki slæmt að vera með 4 mills inni á reikningunum sínum, mætti vera þannig oftar!!!