Friday, September 03, 2004

Meiri málning



Jamm nú eru komnar tvær umferðir á alla vonda liti (nema ekki farið í herbergin ennþá) og það er mesta furða hvað þær ná að þekja. Með smá lukku þarf ekki að fara nema eina umferð yfir í viðbót. Ástþór Örn er svo að byrja hjá dagmömmu í dag, Svanhildur er þar með honum núna í smá aðlögun, vona innilega að það gangi vel. Manni er alltaf hálf illa við að láta einhverna vandalausan sjá um barnið sitt en það er víst tilfinning sem maður verður að venjast. Annars þá er hektískt að gera í vinnunni hjá mér, þannig að með málningu fram á kvöld þá verð ég að viðurkenna að ég er orðinn drullu þreyttur, hjálpaði ótrúlega til að fara að sofa laust upp úr 10 í gær (maður á að gera slíkt oftar, hvílík snilld það er). En brátt mun það helgi vera og er það Vel með stóru vaffi! Lifið heil eða a.m.k. að þremur fjórðu og eigið góða helgi

Thursday, September 02, 2004

Málningarþreyta



Jamm verða að viðurkenna að ég er að verða frekar þreyttur á þessu málningarstandi öllu saman. Maður er mættur í vinnu um átta og strax um fjögur er farið í Kópavoginn og byrjað að mála og líma málningarteyp og mála og mála og mála!! Þurfti fjórar umferðir á eldhúsið!!! Litir í stofu eru ekki skárri, hreint ekki þarf ábyggilega fullt af umferðum á það, líka alltaf gaman að mála ofna í appelsínugulum lit!!! Hvað er að fólki þessir litir eru hreinn viðbjóður, en voru nú sennilega í tísku á sínum tíma, hann er sem betur fer löngu liðinn. Annars tókum við okkur pásu frá málningarstörfum um kvöldmatartímann í gær og skelltum okkur á Fridays og fengum okkur smá bita, það var bara nokkuð vel heppnað hjá þeim strákunum, í dýrari kantinum en nokkuð gott. Svo er bara að vinna til fjögur í dag og drífa sig svo í málninguna. Þannig að ef það er einhver þarna úti haldin sjálfspíningarkvöt þá er hann velkominn eftir fjögur í málningarvinnu :-)

Wednesday, September 01, 2004

Karl Sverrisson



Jamm þegar ég mætti í vinnuna þá beið mín bréf frá hvorki meira en minna en Karli Sverrissyni. Fyrir þá sem ekki vita þá er Kalli (oft kallaður bronsson í höfuðið á nafna sínum Charles (einni stytt í Bronsi)) snillingur af guðsnáð. Það er svo magnað með svona menn eins og Kalla að hann er bara snillingur, það er ekki ákvörðun hjá honum og hann getur í rauninni ekkert að því gert, hann er bara snillingur og fyrirmynd annarra í almennum fíflagani og góðu spaugi. Þar komast menn ekki með hælana þar sem kalli geymdi gúmmískóna í gær!! Karl er sem sé búinn að vera að vinna á bát í Brasilíu og er núna vélstjóri á lúxussnekkju á Bahamaeyjum. Það er gaman til þess að vita að það eru menn sem fara ekki troðnar slóðir og gerast skrifstofuþrælar eða verkamenn og gera eitthvað sniðugt og eftirmynnanlegt. Fyrir þá sem ekki vita þá höfum við Kalli verið saman í skóla og bekk í all mörg ár og útskrifuðumst við saman úr vélskólanum og bjuggum saman ásamt þeim Torfa og Baldri á Hóli einn vetur. Jamm ég hef oft lifað leiðinlegri vetur en þann vetur!! En spurning um að fara að slíta upp eina flösku af rommi og skála fyrir Kalla í heitulöndunum!!! (Nú eða bara landa í kaffi og púðursykur)!!!

Tuesday, August 31, 2004

Málun



Jamm þá er málningarvinna hafinn í íbúðinni. Fórum í gærkvöldi og límdum á innréttingar og þesslags og grunnuðum edhúsnið og snurfusuðum. Svanhildur fór svo ein í morgun þegar ég fór í vinnuna og er hún búin núna að mála eina umferð yfir eldhúsið þannig að þetta er allt komið vel af stað. Verður munur að koma eldhúsinu frá þannig að hægt verði að flytja inn diska og potta og þesslags og byrja að koma sér fyrir í rólegheitunum á meðan verið er að mála aðra hluta íbúðarinnar. Svo fæ ég mann í að pússa parketið næsta mánudag þannig að maður ætti að geta flutt inn aðra helgi. Annars er þetta búinn að vera fínn morgun, fundir í allan morgun og meira að segja leifar af afmælisköku úr barna afmæli sem ein tók með sér í morgun. Fundur, kaffi og kökur fín blanda til að fá smá pásu frá blessuðum tölvuskjánum! Ástþór Örn er svo í sveitinni með ömmu og afa efalaust í miklu spaugi ef ég þekki minn mann rétt, hann kemur svo til baka á fimmtudag! En aftur að tölvuskjánum....!

Monday, August 30, 2004


Strákarnir skruppu á Gamla vestið með þeim Munda og Svanhildi í hádeginu. Krakkarnir eru að fara aftur út til frans á miðvikudaginn og ekki seinna vænna að sjá aðeins í framaníið á þeim áður en þau hverfa af landi brott!! Mundi fann sig knúinn til að taka mynd af okkur Torfa og ég veit ekki hvort það eru hamborgarnir sem gera þetta en við virkum feitir á þessari mynd!!! Posted by Hello

Helgin búin



Jamm þá er helgin búin og alvara vikurnnar tekinn við. Ætlaði að vera duglegur í vinnunni um helgina en varði þess í stað allri helginni við að pússa og spartsla eina ferðina enn. Þessu pússi standi er nú samt að ljúka, ekki eftir nema að pússa yfir spartslið í gluggunum og spartla aftur í verstu sprungurnar sem eru ekkert svo slæmar. Það er því í raun ekkert til fyrirstöðu að fara að gluða einverju af þessum tólf lítrum af málningu sem við erum nú þegar búinn að fjárfesta í á veggina. Ætti að duga í umferð eða tvær en við þurfum a.m.k. þrjár umferðir af málningu til að hylja þessa glæsilegu liti sem eru núna á veggjunum. Ástþóri Erni þykir mikið gaman að hlaupa um tóma íbúðina með spýtur og prik, verður efalaust hundfúll þegar kominn verða í hana húsgögn. Annars þá var tandori kjúklinga boð hjá tengdaforeldrunum í gær, alger snilld eins og alltaf. Magnað hvað það er gaman að borða góðan mat, hrein snilld það er!