Friday, September 10, 2004

Vetrarrútínan



Jæja þá er vetrarrútínan að hefjast, maður er í það minnsta búinn að mæta uppúr sjö í vinnuna alla þessa viku (nema í gær á var það 8). Þetta hentar mér í raun mun betur að vera sofnaður fyrir 11 og upp snemma, spurning um að reyna að halda þessum vana í vetur. Annars er littli maðurinn minn lasinn og var svolítið að vakan fyrripart nætur en svo vel seinnipartinn, vaknaði mun minna en í fyrrinótt þá var vaknað á 1,5 klst fresti, eitthvað sem hann gerir aldrei. Maður er því frekar rislár, ekki vanur svona svefnfrávikum, en öllu má nú venjast. Svo má fara að fara inn á parketið hjá okkur eftir hádegið í dag og fara að vinna á því á morgunn. Þarf því að ná málningarumferð yfir á morgunn og annarri á herbergin á sunnudag og svo að gúffa draslinu þarna inn. Rúmið kemur svo á mánudag og þá er í raun allt klárt!

Thursday, September 09, 2004

Breytingar



Er ekki pirrandi þegar menn eru búnir að hanna eitthvað og allt virkar og er klárt að það komi einhverjir arkitektar og rafmagnsmenn og þurfa að gera breytingar á hönnun svo maður þarf að endurhanna eitthvað sem var klárt og það virkar ekki núna!!! Snilld þessar breytingar hefðu nú vel getað verið komnar fram fyrr þannig að maður væri ekki búinn að ganga frá sinni hönnun en svona er þetta víst í verkfræðiheiminum. Ég persónulega mæli með því að menn gerist bakarar og fái ekki hveiti ofnæmi fyrr en eftir fertugt það er mun vænna til árangurs!!!!

Wednesday, September 08, 2004

Nýji síminn



Jamm ég hef komist að því að ég þoli ekki stofnanir. Er með síma sem ég keypti á tilboði hjá símanum fyrir um hálfu ári síðan. Hann er þannig úr garði gerður að hann var aðeins fyrir kort frá landsímanum og það kostar 5 þúsund krónur að láta þá brjóta lásinn (þrjúþúsund ef maður hefur átt hann í ár). Ég sem sé fór í það í gær að láta brjóta lásinn og borgaði fyrir það 5 þúsund krónur og var símalaus í heilan dag. Fékk svo síma rétt fyrir 6 í gær og prófaði að skipta um kort í honum og vola fæ þessi fínu skilaboð á skjáinn "insert correct sim card" frábær helvíti síminn pikklæstur enn. Þarf því að fara niðureftir á eftir til að rífast og vera með almenn leiðindi, þoli ekki svona bull, þetta kostaði heldur ekki 2þúsundu krónur, neibb þetta var einn blár og þá setur maður þá kröfu að þetta drasl virki. Í danmörku var nóg að hringja eitt símtal eftir 6 mánuði og þá losuðu þeir lásinn í tölvunni hjá sér og það gerðist strax!! Fyrrverandi ríkisbatterís helvíti segi ég!!!
Update Fór aftur upp í síma og í þetta skiptið tókst þeim að gera þetta rétt strákunum. Er því búinn að loka landsímakortinu og er kominn með Og vodafon kort.
Nýtt símanúmer er því 694 2714

Tuesday, September 07, 2004

Jamm jamm og jæja



Jamm þá mallar vikan áfram og er það vel, þýðir í raun aðeins það að það styttist í að við getum flutt inn!!! Var í vinnunni til 6 í gær, langt síðan maður hefur ekki hætt á slaginu 4 til að fara að græja eitthvað í Kópavognum. Þetta mun samt vera meira fjárhagslega jákvætt að vinna smá yfirvinnu en að eyða peningum í Húsasmiðjunni!!! Ástþór Örn í aðlögun hjá dagmömmunni, ekkert alveg til í að kyngja því möglulaust en hann mun koma til að endingu pilturinn. Annars þá fer þetta haustveður mjög í skapið á mér, enda finnst mér haustið almennt ógeðslegt. Vor er minn tími, allt að springa út og fuglar og dýr að verpa og fjölga sér og allt að fyllast af lífi. Haustið hinsvegar skartar fögrum litum í hálftíma áður en þeir fjúka til helvítis og allt það líf sem byrjaði að skapast að vori sölnar og deyr, fuglar fljúga burt og "sumar" fyrirtækjunum lokar. Haustið er sem C tími dauða og leiðinda og því ógeðslegur tími sem slíkur!!! Persónulega vil ég sól og gróður allt árið um kring. Jamm það má vera smá svartsýnn í svona ógeðslegu roki og rignu = Hausti!!

Monday, September 06, 2004

Pása



Jamm nú er loksins pása í málningarstörfum og er það vel ó já. Er ekkert eftir nema ein svona snobb yfirferð yfir veggi eftir að parketpússun líkur, ætti ekki að taka nema dag eða tvo. Það er sem C verið að pússa tréið hjá mér núna og verður ekki hægt að fara inn á þetta fyrr en á föstudag þannig að maður getur ekkert gert þó svo maður vildi. Vill líka svo skemmtilega til að ég vil ekkert gera þannig að þetta hentar ótrúlega vel. Maður er nánast að breitast sleftandi fávita af þessu standi öllu, vinna málun og pússun og þetta allt sem þarf að gera, törnin orðin of löng og pásan því kærkominn. Vill líka svo skemmtilega til að það er klikkun að gera í vinnunni hjá mér þannig að ætli maður verði ekki eitthvað fram á kvöld í þessari viku að reyna að grynka á staflanum, fín hvíld frá framkvæmdum það :-)