Thursday, August 19, 2004

Oft



Oft er atviksorð. Svo mælti heimspekingurinn Hermann Gunnarsson á sínum blautari árum. Oft nennir maður líka ekki að vinna en neyðist til þessi. Oft. Er að reikna eftir tveimur stöðlum og það er hróplegt missamræmi í þeim og fyrir verkfræðing sem er vanur að fylgja hönnunarreglum og lendir í því að þurfa að brúa bil milli reglugerða er þetta ekki góður dagur! EN hins vegar er ég á leiðinn í sveitina á eftir í veiði þannig að þessir staðlar mega fara öfugir upp í óæðri endan á hverjum sem vill þá þangað inn. Ég bíð mig ekki fram. En það mun almagnað verða að labba um bakka árinnar í sólinn þó að sólinn geri út af við alla veiðivona þá er útiveran ekki tekinn af manni. Annars þá er maður ennþá á háu nótunum eftir að hafa skellt sér á völlinn í gær. Þetta var alveg eiturmögnuð stemmin þarna í gær og ótrúlega gaman að upplyfa þetta live og sjá knattspyrnurisann lagðan. Þetta er definitely einn í minnisbankann!

Wednesday, August 18, 2004

Almenn þreyta



Jamm það er full mikið að vinna 24 tíma á teimur dögum, maður verður eitthvað hálf þreyttur á þessu öllu saman verður að segjast. En tilhugsunin um að maður er að vinna af sér dag eða tvo til að komast í lax gerir þetta all worth while!! Spurning um að milja sig á landsleikinn í kvöld, kostar ekki nema 1000kr og maður fær að sjá ansi marga knattspyrnumenn sem maður hefði gaman að berja augum og reyndar aðra sem væri bara plain gaman að berja!!! En nóg af ofbeldi, talandi um það þá fæ ég stundum svona hvatir til að horfa á lélegar ofbeldisfullar bíómyndir og gærkveldið var eitt af slíku. Skellti því myndinni Once upon a time in Mexico í spilarann. Jamm mikill action og tölvert gítarspil sem mér fann nú ekki síðra heldur en ofbeldið og tölvert betra. Slatti af leikurum og eitt stykki Enrique Iglesias (hverjum dettur í hug að skella því vörtu fési í bíó!!). Myndin er sem sé stórkostlega yfirdrifin og ofgerð á geypilega hallærislega hátt og er þar enginn eftirbáti forvera síns (El marachi) sem var endurgerð sem Desperato fyrir Holliwood markað. Myndin stóð sem sé alveg undir þeim væntingum sem ég gerði til hennar og þörf minni fyrir ofbeldisfullum b mynum því svalað að sinni!!!

Tuesday, August 17, 2004

Þriðjudagur til þrautar



Jæja þá er löngum og leiðinlegum mánudegi lokið. Var í vinnunni til hálf níu í gærkveldi og fór þá heim að taka til!!! Ekki mín hugmynd af góðum degi, en í staðinn frekar effectífur dagur. Þarf að vinna af mér fjóra tíma á næstu tveimur dögum, það ætti ekki að verða svo mikið mál. Þarf að fara á eftir og kíkja á dagmömmu sem við ætlum að reyna að koma Ástþóri að hjá, allir listar að fyllast í vogi kópanna og því ekki seinna vænna en að vera handfljótur að skíta og drífa sig í að ganga frá þessu! Svo þarf maður að sæka einhver ógrynni af reiktum og gröfnum laxi í reik, veturinn lítur ekki svo illa út hvað það varðar, nóg til og er það vel. Annars þá eru flestir komnir úr sumarfríum þannig að þetta er smá saman að breitast í vinnustað aftur í staðinn fyrir þennan draugabæ sem verið hefur hér undanfarið.

Monday, August 16, 2004

Grasekkill



Þá er maður orðinn grassekkill. Svanhildur og Ástþór Örn eru að hjálpa Kötu fyrir vestann í veiðihúsinu og verðar þar um stund. Ég fór því einn í bæinn og verð einn þessa vikuna en stefnan er sett á það að renna vestur á fimmtudag upp úr hádegi og skella sér í smá veiði. Tek svo frí á föstudaginn og verð þarna um helgina. Ætla því að reyna að vinna eins og motherf...er í vikunni og vinna af mér þessa tíma, það ætti svo sem að vera vel gerlegt. Annars þá vöknuðum við á laugardagsmorgun og héldum vestur en þegar ég kom út í bíl, var búið að sparka speglinum nánast af og sparka í brettið á bílnum og dælda það aðeins. Frábært, snilld, kom samt speglinum saman með mikilli snilld þannig að hann virka, en beyglan er enn þarna. Var brotinn spegill á öðrum bíl og farið inn í þann þriðja og drasli dreyft út um alla götu!!! Hringdi á lögguna og hún kom og tók skýrslu en það kemur ekkert til með að koma út úr því!! Svo renndum við vestur og þegar við vorum að verða kominn í Dal var hringt í okkur og okkur tjáð að fólk sem var í sumarbústað í Svignaskarði hefði fundið peningaveskið hennar Svanhildar í Borgarnesi og við þurtum því að snúa við og rúlla upp í Svignaskarð!! Var sem sé hin besta byrjun á degi, en gott að það var heiðarlegt fólk sem fann veskið og öll kort á sýnum stað!! En eftir það reyndist helgin hin besta og núna er bara spenningur fyrir fimmtudeginum!!