Friday, December 30, 2005

Jólin nálgast



Já núna er næsta jólafrí farið að nálgast aftur og ekki nema 299 dagar í það eða svo!! Jólin búin að vera ágæt en of stutt eins og gefur að skilja þegar þetta er jú bara löng helgi!! Mikið verið etið og tappa kippt úr rauðri eða tveimur!! Allt eins og það á að vera, búinn með Arnald ársins og byrjaður á aftureldingu. Eina sem er ekki að gera sig er að ég er að drunka úr vinnu og hugurinn er víðsfjarri vinnunni þessa dagana. Þetta er svona stundum en fer vonandi batnandi þegar rútínan tekur yfir á nýjan leik, málið er bara að það er svo djöfull dimmt. Þegar það er dimmt á maður að vera sofandim, þegar það er bjart á maður að vera vakandi!! Þetta er ekki flókið en vinnuveitendur virðast ekki skilja þessa einföldu reglu. Spurning um að verða bara sjálfur vinnuveitandi og leggja í dvala í Desember - febrúar!!! Málið dautt!!

Friday, December 23, 2005

Messa Þorláks



Já Þorláksmessa á fúlle fart og þýðir það einungis að aðfangadagur er á morgun. Þýðir að langa helgin sem kölluð er jólafrí þetta árið er að byrja á eftir. Það er ótrúlega vel. Einbeiting er í frostmakri í vinnu og afköst sennilega eftir því, þó reynir maður að djöflast til að friða samviskuna!!! Pantaði í framrúðuskipti milli jóla og nýárs fyrir tvo bíla!!! Einn á ég sjálfur en hinn er vinnubíllinn minn og er á honum löng sprunga þvert yfir rúðuna konumeginn!! Ég er alsaklaus af þeirri sprungu en Torfi afturámóti alsekur :-) Ég tel að þessi rúða hafi haft afgerandi áhrif á það að hann skipti um vinnu þar sem hann treysi sér ekki til að horfa í auguni á rúðuskiptimanninum :-)
Þetta er allt spurning, en er til svar??

Monday, December 19, 2005

Jólin koma jólin koma á ný!



Jamm styttist í jólin og er það vel. Búið að vera ótrúlegt hark hérna uppfrá undanfarið. En svo koma jólin og þá skal etið og þá skal drukkið. Jafnvel drukkið smá meira. Jólaölið og maltið ískalt inn í skáp og whiskeyið volgt inn í skáp. Allt eins og það á að vera! Vinna milli jóla og áramóta, ekki mikil gleði með það! Svo var ég að uppgötva Pearl Jam lag sem ég þekkti ekki en er gargandi snilld að mínu mati (sem er undantekinga laus rétt mat á hlutunum). Lagið heitir Crazy Mary og er solid, langt síðan ég hef heyrt þá í svona lagasmíða hugleiðingum!! Veit ekki af hvaða plötu þetta er tekið, jafnvel er þetta gamalt af þá einvherji plötu sem ég á, bara man ekki. Mundi þetta hlítur þú að vita!!!!

Friday, December 09, 2005

Langt högga á milli!



Jamm það er langt á milli skrifa hérna þessa dagana. Ástæða þess er annir og aftur annir og svo slatti af síþreytu inn á milli!! Jamm heiðin frá morgni til kvölds þessa dagana, loftræstistokkarnir mínir komnir upp í rafstöð og í nokkur herbergi einnig og allt á fúlle sving!!! Jólafrísdagurinn lítur alltaf betur og betur út spurning um að fá góða bók í jólagjöf og slappa vel af þann daginn!!! Þangað til adios!!

Wednesday, November 30, 2005

Tíminn flýgur!!



Já tíminn flýgur þegar maður skemmtir sér!!! :-( Búið að vera frekar spastíkst að gera undanfarið og maður bara engan veginn að komast yfir brot af því sem gera þarf!! Svanhildur í prófum og því ekki mikið um auka tíma heima við!! Skruppum nú samt á nesið um helgina, nánar tiltekið á fimmtudag og vorum viðstödd opnun Múlavirkjunar sem tengdapabbi er einn eiganda af!! Frábært að komast í sveitina, stússast í hestum, fara í pottinn, fjárhúsinn og bara vera í ró og næði. Eini mínusinn var að ég þurfti að vinna svoltið þessa helgi en það var nú allt í góðu. Viktor var þarna líka svo og Arnaldur vinnumaður, ekki var það verra!! Ástþór Örn kom með okkur í pottinn og líkaði ljómandi að vanda..!! Sem c allt í góðu bara allt of mikið að gera hérna meginn!!

Thursday, November 17, 2005

Einn á heiðinni



Jamm klukkan ekki orðin 18 og allir eftirlitsmenn farnir heim!! Ziggy situr bara einn og vinnur :-( Búið að vera spastíst mikið að gera hjá mér þessa vikuna og fer síst minnkandi á næstu vikum. Svo er fyrirhuguð ferð til Vestmannaeyja um helgina í brúðkaup til Ásu frænku Svanhildar og Simma manns hennar tilvonandi. Verður gaman að kíkja í eyjarnar, verðurspáin reynar slæm skilst mér, en hver er verri þótt hann léttist um nokkur kíló af ælu!! (svo fremi sem hann æli ekki á sig, þá er hann verri). Já svo er planið að mæta í vinnu um 6 á morgun og ná að klára það sem klára þarf fyrir helgina þar sem jólfurinn fer um hádegi!!!

Tuesday, November 15, 2005

Tímaleysi og stress!!



Já fátt breytist, tímaleysið skánar lítið og stressið bara eykst. Búið að vera brjálað að gera hjá Svanhildi og ekki minnkað hjá mér heldur :-) Núna er versta törnin að byrja hjá mér á heiðinni, ekki það að það hafi verið sérstök ró yfir þessu hingað til!! Þá er nú gott að geta hlakkað til jólafrísins, það verður góður dagur!!!!! Annars var vinnupartý hjá okkur á föstudag, það var mikið gaman, gítar hafður undir hönd og fóru Torfi og Gulli á kostum í spilinu og við hin hjóluðum í sögnginn. Spurning í næsta vinnupartýi hjá Torfa hvort hann verði spilandi á gítar syngjandi klámsöngva eftir Tenacious D!!! En allt hefur sína kosti og galla og fær Torfi þakkir fyrir liðin ár og árnaðaróskir í nýju starfi!

Saturday, November 12, 2005

Blogger að klikka!



Já blogger er búinn að fara á kostum undanfarið. Öllu nýlegu bloggi var eitt áður en það náði að byrtast á vefnum að undaskildu "Title". Jeiii. Var með þvílík diss á Gísla Martein (Kermit) og hans fylgismenn sem var svo sem ágætt að byrtist ekki þar sem það var verulega andstyggilegt og ærumeiðandi. Málið mun sem C vera það að bloggið var flokkað sem spam og þurfti ég að fara í gegnum Word verification og senda það með maili á blogger sem svaraði mér svo löngu seinna að fyrst ég hefði sent þetta inn væri ég sennilega ekki vél að senda út spam!!! Fífl og fávitar allt saman. Annars er maður fluttur á heiðina og hér er snjór og skaflar út um allt og flughált á svæðinu. Þá er eins gott að maður er á fjallajeppanum Toyota Rav sem er sennilega öflugri sem brauðrist en sem jeppi. Ljóta djöfulsins draslið þar á ferð. Bíll fyrir heilageldinga og hálfvita en þar sem ég keypti hann ekki en var úthlutað honum tel ég mig undanskilinn þeirri skilgreiningu!!

Sunday, November 06, 2005

Prufa



sdafdsfdsfasd

Saturday, November 05, 2005

Friday, October 28, 2005

Föstudagur til vinnu



Jamm þá er maður búinn að vinna 4 yfirvinnutíma í dag!! Glaumur og gleði með það! Fór á fund á Heiðinni í morgunn og það sá ekki á milli stika!! Hálka og hávaða rok og renningur!!! Hvað vill maður hafa það betra. Svo er það bara helgi fram undan, stefnan að sofa örlítið meira en maður gerði í morgun, helgarnar eru svo fínar í það, Ástþór Örn vaknar bara upp úr 8 þannig að maður er orðin útsofinn....!!!! :-)

Wednesday, October 26, 2005

Árin orðin tvö



Já það er oft gert grín í bíómyndum að körlum sem muna ekki giftingardaga, en það var einmitt þannig með mig í gær!!! Kom heim úr vinnunni og var með Ástþór Örn í gær meðan Svanka var í skólanum, svo þegar hún kom heim spurði hún mig hvort að ég myndi ekki hvaða dagur það væri og ég var gersamlega búinn að gleyma því að við giftum okkur með pompi og pragt þann 25.okt fyrir tveimur árum síðan!!! Ótrúlega skrítið að þessi dagur er ekki kominn almennilega inn á kortið hjá mér, man alltaf eftir 16.jan sem var "fyrri" giftingardagurinn en þessi virðist ekki tolla!! Nú þarf að gera gangskurk í þessu og láta ekki grípa sig með brækurnar niðri aftur!!!

Tuesday, October 18, 2005

Margt býr í þokunni



Já mættur snemma upp á heiði í dag, rólegheit hérna megin og er það vel. Hinsvegar er þoka helvítis hérna uppfrá í dag. Fór upp á fjall, nánartiltekið upp að efri skiljustöð og á hellisskarðsveginum sá maður ekki hvort að það var að koma bíll eður ei. Þegar maður kom upp skarðið þá sá maður móta fyrir rammanum á skiljustöðinni, ekki meira, hafa ber í huga að skiljustöðin er svona 40-50 metra frá veginum!! Annars þá er gott af okkur að frétta, alltof mikið að gera hjá báðum eins og venjulega. Ástþór Örn fór í leikhús í fyrsta sinn um daginn, sá piltur Kalla á þakinu, sat góður og prúður allan tímann. En núna þarf maður að klára eplið sitt og drulla sér áfram í vinnunni!! :-(

Sunday, October 09, 2005

Helgi heitanna rólegu!



Já rólegheita helgi hérna meginn! Árshátíð hjá Snasa sem er veiðifélag Straumfjarðarár á Einari Ben á föstudagskvöld. Það var hin besta skemmtun, matur etin og vín drukkin! vorum svo bara í rólegheitum heima á laugardag og er það vel, komin í háttinn klukkan 10 á laugardagskvöld og allt klárt, ja öðruvísi mér áður brá verður að segjast!! Afmæli í dag hjá Degi Elís litla frænda mínum Þorgerðar og Gilla sonar. Þar var móður ættleggurinn að norðan mættur, gaman að rekast á þau. Svo var það matarboð hjá tengdaforeldrunum með Vigdísi og Marteini og Ásu og Kiddý úr Eyjunum. Þessi fíni tandorí kjúklinur og svo bakaði Svanka franska súkkulaðiköku! Algott verður að segjast, engin vinna og mikið át og drykkja!! Hvað vill maður hafa það betra!

Tuesday, October 04, 2005

A live



Já ekki farið mikið fyrir ritun á veraldarvefinn að undanförnu. Aðal ástæða þess er að ég hef ekki nennt því!!! Búið að vera mikið at undanfarið en það er svo sem ekkert nýtt á þessum bænum. Skrapp í Dal um helgina og var að veiða í klak með tengdaföður mínum og var það hin besta skemmtun. Gisti svo um nóttina og kom heim á sunnudagsmorgun, en familian varð eftir í Kópavoginum. Aðalfundur starfsmannafélags VGK á föstudaginn og ég náði að verða ágætlega ölvaður af bjórdrykkju, ekki ruslið í því, dreginn upp gítar og sungið fram á kvöld, allt eins og það á að vera! Svo er það bara að telja niður dagana fram að næsta helgarfríi. fimm, fjórir,....,,,!!

Saturday, September 24, 2005

Lappinn



Já maður er bara kominn með laptop í vinnunni og er það vel. Er búinn að vera hálf tölvulaus upp á heiði fram að þessu, fengið að skjótast í vélarnar hjá Brjáni og Torfa þegar þeir hafa þurft að stökkva út. En nú er sem C breiting þar á kominn með þessa fínu Dell vél og allt klárt. Kom henni inn á þráðlausa netið hérna heima eftir mikið streð, þetta á nú að steinliggja allt saman en gerir sjaldnast þegar á hólminn er komið. Þurfti að diseibla netkortinu til að fá þetta til að virka!! En nú er sól úti og laugardagur og ég nenni ekki í vinnuna, tek kanski nokkra tíma í dag hérna heima maður er jú með vinnuvélina heima :-)

Sunday, September 18, 2005

Dagur sunnu í rigningunni!



Já síðasta vikan var framkvæmd upp á Hellisheiði og er það í raun vel. Ótrúlega skemmtileg tilbreyting að standa upp frá tölvunni og vara í smá fýsískri vinnu, klifra upp á undirstöður og niður í grunna, fá veðrið í andlitið etc! Var reyndar full mikið af því góða á föstudaginn, var við annan mann að mæla nákvæm hnit á niðursetningarpunktum fyrir skiljurnar mínar. Sá var að stjórna alstöð þeirri er mælir hnitin og ég var því á speglinum sem segir alstöðinni hvar mælipunkturinn er! Nema hvað að undirstöðupunkturinn er beint undir skiljunum og þurfti ég því að vera þar með spegilinn. Væri svo sem ekki stórmál nema að það rigndi eldi og brennisteini þennan dag og því lak allt vatnið sem lenti á skiljunni niður skiljuna og féll af henni undir skiljunni sem var þá nákvæmlega þar sem ég var stað settur og nánar þar sem hálsmálið á mér var staðsett!!!! Ja það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna!

Wednesday, September 14, 2005

Heiði Hellisins



Já maður ekki verið mikið á skrifstofunni þessa vikuna, er búinn að vera uppi á Hellisheiði alla vikuna og er það í raun fín tilbreyting. Maður fær þá að vera úti og hreifa sig smá ekki bara hanga við þessa fjandans tölvu!! Fínt líka að fá að vera úti þegar að fellibylurinn gekk yfir, vorum að hífa 15m skiljur upp á trailer, og sannast sagna gekk það ekkert of vel í rokinu :-) Annars þá styttist í helgina og er það vel, ég er alveg ákveðinn í því að vinna ekki nema annan daginn um helgina, hlakka ekkert smá til hins!!

Thursday, September 08, 2005

Sjö



Þetta er búin að vera eitthvað ótrúlega þreytt vika, atið sem aldrei fyrr í vinnunni og menn bara almennt útkeyrðir! Var því ótrúlega næs að hætta í vinnunni klukkan 14 í gær og sækja Ástþór á leikskólann og fara svo bara heim til sín. Skruppum svo í matarboð til tengdaforeldra minna í gær og þar er jafnan góðar kræsingar á borð bornar. Vigdís og Marteinn og þeirra lið voru líka á svæðinu og var þetta hin besta kvöldstund. Sverðfiskur og reykreyktur svartfugl og allt klárt! En núna eru ekki nema tveirdagar eftir af vikunni og er það ótrúlega vel, spurning um að vera aktífur um helgina og gera eitthvað að viti sem innifelur sem C ekki í sér tölvur!

Saturday, September 03, 2005

Laugardagur til lukku



Þá er það laugardagur og er það vel, sól í heiði og ég í vinnu!! Full mikið að gera núna fyrir minn smekk verður að segjast. Skrapp upp á Hellisheiði í gær og tók Ástþór Örn með mér, það var hin mesta skemmtun fyrir snáðann, fullt að gröfum, vörubílum, krönum og allskyns fínarýi. Þurfti að draga hann grátandi inn í bíl til að koma honum heim aftur, var ekkert á því að fara heim eftir svona skemmtun! Já það væri gaman ef að manni finndist sjálfum svona gaman þarna uppfrá :-)

Thursday, September 01, 2005

Aðeins og seinn



Já fengum hana Björgu í mat í gær, það var mjög gaman. Ég eldaði Bombay curry að indverskum sið og heppnaðist það fínt. Eini gallinn var að ég hefði þurft að vera byrjaður að elda upp úr 17 en var á maraþon fundi upp á Hellisheiði og ekki kominn í bæinn fyrr en 18:20 og átti þá eftir að koma við í búð!! Rétturinn þarf að malla í 1,5klst svo að við borðuðum bara rétt fyrir 10 í staðinn!! Átti svo eftir að semja tímaskýrsluna fyrir mánuðinn, sá bara að það er fínt að gera það smá í glasi!!!
En nú sé haust og þá sé kalt eins og maðurinn sagði!!

Friday, August 26, 2005



Jamm týndi einum bíl í dag, ekki ruslið í því!! Gamall Colt sem við Björn Böðvarsson hræddum líftóruna úr forðum, dúkkaði upp á skatta skýrslu hjá mér fyrir 2-3 árum síðan!! Bílinn í steik og "týndur" og því fór ég í dag niður á umferðarstofu og skráði hann týndan (sem hann er) og ætti ég því að hætta að þurfa að borga af honum bifreiðargjöld og skatta bull!!! Meira aumingja kerfið, ef menn ætla að afskrá bíla, verður að farga þeim!! Verður gaman að vera bílasafnari eftir 20 ár, engir gamlir bílar til nema þeir sem "finnast" aftur!!

Aumingjar!

Thursday, August 25, 2005

Spurning dagsins!



Í dag er það spurning:

Ef karlmaður er standandi í miðjum skóg talandi og það er engin kvenmaður í grenndinni til að heyra í honum? Hefur hann samt rangt fyrir sér?

Wednesday, August 24, 2005

Fífl!



Stundum eru fyndnar fréttir á MBL.is en þessi er alveg óvenjulega klaufaleg:

Á síðasta ári hófst samstarf Sony og Samsung að framleiða saman LCD-skjái í stærstu heims af þessari gerð. Er búist er við að í henni verði hægt að framleiða um 600.000 32 tommu kristalsskjái í hverjum mánuði.

Fífl!!

Monday, August 22, 2005

Glaumur og ógleði



Jamm ar að vinna á laugardag og er það ekki vel. Fór vestur á nes á sunnudag og var það hinsvega vel! Kom í bæinn í morgunn og beint í vinnu og sit hér enn og verð sennilega fram á nóttina í þessu gríni hérna!!! Maður verður samt að skjótast heim og skella Lost á upptöku annað er nú ekki tækt. Svo eru þau gömlu í bænum á útleið og Diddi ætlaði að vera með mat í kvöld, ætla að skjóta aðeins inn nefinu, manni veitir ekkert af smá breather í þessu!! Stjórnaði fundi í dag, með verktökum og undirverktökum og gekk það bara vel, alltaf verið fulltrúar OR á þessum fundum sem hafa stjórnað þeim, en þetta var gaman. En núna spurning um að skella nokkrum götum inn á teikningar!!!

Monday, August 15, 2005

Akureyri



Þá er maður búinn að skreppa norður. Eins og venjulega var þetta allt of stutt ferð og maður náði bara að gera part af því sem að maður ætlaði. Skruppum í Mývantssveit á laugardaginn og gerðum góðan dag þar, eina sem klikkaði þar var að ekki vanst tími til að skreppa í Gautlönd og var það miður. Að sama skapi náði ég heldur ekki að kíkja á Björn Böðvarsson á Akureyri, en þar sem hann hefur svo sem ekkert verið að mölva niður hjá mér dyrnar þegar hann er í bænum fyrirgefur hann mér það ábyggilega :-) En ferðin var fín, veðrið ömurlegt, 8°C og rigning og sást ekki einusinni í Bláfjall og Sellandafjall nema að hluta. Maður þyrfti bara að drulla sér norður í gæs í haust og kíkja á þá sem ekki náðist núna!!

Wednesday, August 10, 2005

Sumarfríið búið að mestu



Jamm maður hefur ekki bloggað í góðan mánuð og er það vel. Búið að gera ýmislegt í sumar, verið mikið fyrir vesta, farið í reiðtúra, aðeins í veiði og sitt lítið af hverju. Svo skelltum við hjónin okkur til London í smá ferð og var það mjög gaman. Verið að vinna vikur og vikur inn á milli og enganveginn verið að nenna því, enda allir í sumarfríum og ekkert gengur neinstaðar. Svo ætluðum við feðgarnir að skella okkur norður í dag með vélinni um 5 leitið en Ástþór Örn fékk ælupest og hefur ferðinni verið frestað til morguns. Nú er bara að sjá hvort að peyinn nái er ekki að fullu í dag (er orðinn æði hress raunar). Hann er líka íkt ánægður með daginn því að loksins fékk hann að prófa Coke!! Það má svona þegar menn eru með ælupest!!!

Saturday, July 09, 2005

Hestar



Það er þannig að ég fer oft á hestbak með tengdaföður mínum fyrir vestan, maður er að jafnaði í fötunum sínum eins og gefur að skilja. Hins vegar eru fötin manns ekki hönnuð sérstaklega til að vera á hestbaki. Buxur eiga það til að reyna að snúast á fótleggjunum á manni og fleira í þeim dúrnum. Ég fór því í Ástund í gær og fjárfesti í reiðbuxum. Þessar fínu "skó" buxum með ekta leðri niður eftir skálminni. Já núna myndi efalaust einhver kalla mig hesta nörd!! Be there as it may!

Friday, July 08, 2005

The never ending vinna



Jamm er búinn að vera einn í kotinu síðan um helgi. Dagarnir frekar viðburðarlitlir hjá mér, mættur í vinnuna um 8 og að skríða heim upp úr sjö, svo andlega þreyttur að ég veit varla hvað ég heiti. Ef að ég sæi ekki fram á sumarfrí eftir helgi þá væri ég um það bil búinn að snappa núna!!! Maður á ekki að vinan yfirvinnu á sumrin það er bara þannig! En annars sumarfrí strax eftir helgi og allt klárt!!

Monday, July 04, 2005

Grasekkill að nýju



Jamm nú er Svanhildur farinn að vinna í veiðihúsinu fyrir vestan og með Ástþór með sér. Ég er því enn á ný orðinn grasekkill!! Verð nú alveg að viðurkenna að ég hefði alveg verið til í að verða bara eftir í sveitinni um stund, en þarf að klára pressumál hérna í vinnunni eins og vanalega!! Skruppum á hestbak í gær, ég og tengdapabbi, það var mikið gaman nema að við náðum í byrjunina á rokinu og rigningunni, en það herðir mann að fá smá storm í andlitið verður að segjast, ekki fær maður hann hérna fyrir framan tölvuna!!!
Annars stór dagur hjá mér í vinnunni, fékk skiljurnar mínar loksins úr yfirferð og teikningar stimplaðar og samþykktar!! Ótrúlega lukka með það, jafnast á við 1,5 glös af prósak myndi ég segja!!

Tuesday, June 28, 2005

Morgunmaturinn



Frekar findið í morgun þegar ég sat í rólegheitunum og át morgunmatinn og las blaðið með útvarpið á, þá varð mér litið út um gluggan og stóð þar ekki Guðmundur Valdimar Rafnsson öðru nafni Mundi við annan mann! Maður sá er um ræðir er málari og er hann nýfluttur í stigaganginn hjá mér og er að því ég komst að, vinnufélagi Munda. Ég hélt reyndar að Mundi væri enn í Frans eða Dan en pilur var víst bara fyrir norðan að spóka sig!! Skemmtilegt tilviljun!

Monday, June 27, 2005

Dagur í sveitinni



Jamm búið að vera mikið að gera undanfarið. Nina og Sven (Nina er dönsk frænka mín og Sven maðurinn hennar) komu til landsins og buðu íslensku ættingjunum út að borða í Perlunni, 27 manns eða svo!! Var mjög skemmtilegt kvöld, svo var farið heim til Didda og spjallið hélt áfram þar! Mamma og pabbi komu svo í kaffi á laugardaginni og Þórdís og Guðný með þeim, Svanhildur bakaði vöflur og heitt brauð, ekki ruslið í því! Svo skutlaði ég þeim mæðginum Svahildi og Ástþóri Erni í sveitina í gær og kom svo bara aftur í bæinn í morgunni. Fínt að komast í sveitina, við tengdapabbi stóðum með skóflu í hönd og skófum mold af gróðurplasti fyrir garðrækt í nokkra tíma, svo skelltum við okkur á hestbaka í kvöldsólinni og enduðum daginn á að skella okkur í pottinn. Ekki afleitur sunnudagur það verður að segjast, en hinsvegar verður að viðurkennast að skrifstofumaðurinn finnur mjög örugglega fyrir skrokknum á sér í dag!! Er með strengi svona um það bil allstaðar!!! Mein hollt að hreifa sig svona, maður ætti að gera meira af því!

Wednesday, June 22, 2005

Grasekkill



Jamm var grasekkill í síðustu viku, Svanhildur í Finnlandi og við Ástþór Örn einir heima! Gekk fínt hjá okkur feðgunum, ég hætti í vinnu klukkan 2 til að sækja hann á leikskólann og við vorum svo bara í einhverju spaugi þar á eftir. Fórum svo í Dal eftir leikskólann á fimmtudag og vorum fram á sunnudag. Mikið frábært að komast úr borginni og í sveitina, ekki skemmdi fyrir að við fórum í veiði niður í ós og slitum upp nokkrar bleikjur og Tengdapabbi náði einum laxi sem var grillaður um kveldið. Útivera er mikið mögnuð sérstaklega á sumrini og þá er veiði ekki versta form útiveru það verður að segjast. Svanhildur kom svo á mándudaginn og við rúlluðum í Dal í gær þar sem Tengdapabbi varð fimmtugur og var þar smá geym í gær. Það var mikið fjör, svona suprize veisla þar sem hann var við að opna veiðiána í gær og átti ekki von á fólki! Svo var brunað í bæinn í morgunn, þar sem ég hef alltof mikið að gera í vinnunni og varð að halda þar áfram, hefði nú alveg verið til í að vera í Dal fram að hádegi og veiða með þeim hjónum!!! Fjáras vinna á sumrin, það á bara almennt að leggja niður störf á sumrin, það er bara þannig!!

Tuesday, June 14, 2005

Heim úr bananalíðveldinu Rúmeníu!!



Jamm þá er maður kominn heim úr vinnuferð til Rúmeníu. Átti nú alveg von á fátækt of vandamálum henni tengdri en það sem að fyrir augu bara var mun meira en ég hafði gert mér í hugarlund. Sérstaklega var Búkarest eða Bucuresti eins og hún heitir á frummálinu viðbjóðsleg borg. Endalausar kommunista blokkir (kassalaga blokkir í jafnir stærð, allar eins því allt átti að vera eins og jafnt) löngu farinn af þeim málningin og engir peningar til að bæta þar um, hangandi sængur út á svölum til að reyna að losna við sagga fíluna úr þeim (svakaleg saggalykt í húsum þarna sem ekki eru loftræst). göturnar eru gamla og úr sér gengnar, spýtnabraka og pípur og drulla og skítur og rusl meðfram öllum vegum og bara almennur viðbjóður. Þetta er mjög stressuð borg og það var starað á mann sem útlending og beðið eftir tækifæri til að ræna mann þarna!! Var sérstaklega varað við því á hótelinu að vera á ferli einn fyrir utan hótel!! Verksmiðjurnar voru verulega gamaldags, enginn með hjálm og í raun sá ég hvergi hjálm í verksmiðjunni, efast um að slíkt sé til þar!! Allir reykja þarna og alltaf ofan í mann, hvort heldur sem er í morgunmatnum á hótelinu, leigubílum eða rútum, fundarherbergjum eða bara hvar sem er!! Maður er búinn að vera í óbeinum reyk í nokkra daga!! Sígaunarnir betlandi við hvert horn og findið að sjá sígaunalestirnar úti við þjóðvegina, enn svona hestavagna lestar og vareldar!! Sem betur fer fór ég svo til Constance sem er hafnarborg við Svarta hafið því hún er mun ásjálegri þótt mikið vanti upp á hana líka. Meira um það síðar!

Saturday, June 04, 2005

Laugardagur



Jamm nú sé laugardagur og klukkan 20mín yfir 8!! Þá á maður ekki að vera búinn að vera 1,5 tíma í vinnunni!! Það er nú samt þannig! Ætla að sitja fram að hádegi og bruna svo vestur um stund! Tengdapabbi með málverkasýningu í Norska húsinun á Stykkishólmi og er hún að opna í dag þannig að ég ætla að verða viðstaddur þar. Svanhildur og Ástþór Örn eru þar núna svo að ég hitti þau bara í hólminum! Annars er bara verið að útbúa vinnuteikningar í loftræstikerfunum mínum á fullu, eiga að fara úr húsi ekki seinna en eftir helgi og helst fyrir helgi :-| Í öllu falli verð ég að klára þetta fyrir Rúmeníu förina á þriðjudag!

Thursday, June 02, 2005

Annir og appelsínur



Jamm það er nóg að gera þessa dagana það er víst ábyggilegt. Var mættur hér klukkan 7:30 í morgun og er enn og ekki á leiðinni heim!! Þetta endara bara á einn veg, almenn sturlun og vanviska!! Það er nú gott að þau málefni eru eitthvað sem ég er á heimavelli með!!! :-) Jamm kaldasti maí síðan 1993 liðinn og er það vel, kann því illa að vera að setja kulda met það má gerast nyrst í Kanada eða á Grænlandi en ekki í Reykjavík. Svo er það spurning um að fara í búðina á eftir og fá mér smá steik á grillið svona fyrst ég er einn heima, ekki skemmir það fyrir heldur að ég á enn nokkur gæsaegg sem að Diddi bróðir var svo vænn að færa mér þegar hann kom að norðan um daginn, tel þau vera ættuð frá Jóhanni stórbónda á Gautlöndum!! Djöfull eru gæsa og andaegg góð!! Í raun ætti að banna hænur og borða bara andaegg í staðinn!! Þætti gaman að sjá hvernig KFC færi þá að því að tefja mann!!!

Wednesday, June 01, 2005

Grasekkill



Jamm þá er maður orðinn grasekkill!! Svanhildur og Ástþór farinn í sveitina og verða fram yfir helgi! Ég verð hinsvegar bara hlekkjaður við skrifstofustólinn minn áfram. Þetta eru grimm örlög illa veröld! Djók!! Svo þarf maður að fara að velta fyrir sér sumarfríi, negla eitthvað niður þannig að maður hafi til einhvers að hlakka. Er að fara í afmæli til Friðriks Aðalsteins frænda míns á eftir, orðin 12 ára peyinn. Ætla svo að skreppa með Didda bróður upp að álftavatni á eftir, búið að standa til lengi að kíkja á höllina hjá honum! Ég er kominn með flugmiðann í hendurnar, flogið á kaupmannahöfn-búkarest; búkarest-London-reykjavík!! Spurning um að skella sér í World of Whiskey í London eins og ég geri alltaf þegar ég á leið þar um, alltaf einhver tilboð á eðal whiskeyum þar!!!

Tuesday, May 31, 2005

Nýtt commentakerfi!



Jamm gafst upp á því gamla. Það er búið að liggja niðri í marga daga og ég sendi fyrirspurn til þeirra enetation manna og hef ekki fengið svar enn svo fuck'em. Jamm nýja kerfið virðist líka vera að virka mun betur, hraðvirkara og alles, vantar bara smilies í það eini gallinn!! Svo er maður bara að búa sig undir rúmeníu ferð í næstu viku, finna til vegabréfið, athuga með tryggingar, láta fyrirtækið kaupa mér örygisskó með stáltá og stálbotni, vinnugalla og svo videre!!! Jamm verður ágætt að komast í 25°C þarna út og hanga svo bara í galla inni í verksmiðju!!!
Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.

Friday, May 27, 2005

Rúmenía



Jamm það er þá komið á hreint að ég verð í Rúmeníu 7-12 júní. Flýg réttara satt til danmerkur seinni part þann 7.júní og til Rúmeníu þann 8.júní. Verður gaman að koma þangað, aldrei komið til þessara austari Evrópulanda og Rúmenína er jú líka svoltið í suður þannig að maður þarf sennilega að taka með sér stuttbuxur. Búinn að verða mér út um VGK vinnugalla og svo þarf maður að fara og fá sér skó með stáltá og botni og þá er allt klárt!! Ég kem svo heim þann 12. og Svanhildur ferð svo út að morgni þess 13.júní þannig að það má segja að mikið flakk sé á okkur hjónunum í þessum mánuði! Jamm svo er helgin framundan, sveitaferð í Kjósina með Ástþóri Erni og leikskólanum. Vinna á sunnudaginn, hjá því verður víst ekki komist!!!!!!!

Thursday, May 26, 2005

Sumar og sól



Já ótrúlegur úrslitaleikur í gær meistaradeildinni, hver hefði getað trúað að þessir Liverpool aular yrðu Evrópumeistarar!! Jæja þetta er stundum svona fáránlegt verður að segjast! Hjólaði í vinnuna í fyrra morgun og svo til bara aftur í gær, byrja rólega til að koma sér í form en sprengja sig ekki á þessu í upphafi! Var ekki nema 24 mín á leiðinni og þó aðeins mótvindur, þetta verður fínt í sumar að komast í smá form, ekki veitir af því á þessum bænum hef aldrei verið í jafn vondu formi!!!! :-(

Monday, May 23, 2005

Jamm bústaðar helgi liðinn!!



Já skelltum okkur í bústað um helgina. Fórum fjölskyldan og amma Svanhildar í bústað littlu legra en laugarvatn staðsettum í Reykjaskógi! Það voru hin mestu notalegheit og gott að vera þar! Reyndar skítkalt og hörku rok þannig að bjórin varð ískaldur þegar maður sat í pottinum!! Svanhildur skutlaði mér svo í Hveragerði þar sem Vigdís var svo elskulega að kippa mér með í bæinn og hef ég setið við tölvuna síðan!! Svanhildur og Ástþór koma svo á morgun. Findið að vera bíllaus í bænum maður er ekki vanur því en þá kemur taxi sterkur inn!! Ástþór Örn búinn að vera lasinn af kvefi og barið hóstann og ekki getað verið úti að þeim sökum, þetta er nú ljóta hundalandið!!! En helgin var engu að síður glæst, áfram sumarbústaðir!!

Thursday, May 19, 2005

Sígur á seinnihluta viku



Jamm það sígur á seinnihluta vikunnar, yndislegt þegar vikan er bara fjórir dagar. Skrapp til Didda bróður í gær og fékk hjá honum 6 gæsaegg sem hann kom með úr Mývatnssveit. Orðið þó nokkuð síðan að ég át svona egg, en þetta er mikil uppáhaldsfæða hjá mér. Ekki eru andareggin verri verður að segjast. Vantar alveg alvöru varp hérna í Reykjavík hvernig stendur á því!

Wednesday, May 18, 2005

Bloggat



Jamm það virðist vera svo brjálað að gera hjá öllum í bloggheiminum að það er varla uppfært hjá neinum sem maður þekkir þessa dagana, comment í 0 og því finn ég mig sérstaklega knúinn til að blogga þar sem góðar líkur eru á að enginn sé að lesa þetta spark mitt. Jamm áttum frábæra helgi fyrir vestan, eða ég mætti á laugardagskvöld en restin af familiunni á föstudag. Magnað að komast í fjárhúsin, í sauðburðinn, eitthvað sem allir hafa gott af að stunda minnst einusinni á ári. Var kominn út fyrir klukkan 8 á sunnudagsmorgun með soninn og maður fór ekki inn fyrr en um kvöldmatarleitið og svo aftur út í pottinn um kvöldið. Já það er magnað hvað það gerir manni gott að vara úti við enn ekki í stöðurafmangnsskýinu í kringum tölvuskjáninn. Já mæli með að menn skelli sér undir beran himininn öðruhvoru!

Saturday, May 14, 2005

Laugardagur



Nú sé laugardagur, nú sé ég í vinnunni, það sé bull!! Já það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna! Svanhildur og Ástþór Örn fóru á nesið í gær að kíkja á lömbin og fleira skemmtilegt, skilst að sá litli sé að rifna úr hamingju þarna vestra! Ég neyðist á hinnbóginn til að reyna að grynnka á staflanum í vinnunni og taka eina vinnuhelgi! Nýtti mér einsemdina í gær og skrapp í bíó að sjá Kingdom of Heaven, verð að segja að ég hafði bara nokkuð gaman að henni. Það stafar efalaust af löngun minni til að vera hetja og bjarga heiminum, merkilegt að maður sé ekki að vinna neitt í þeim draumi!!!

Thursday, May 12, 2005

Grillveisla



Jamm það var grillveisla í Hlíðarhjallanum í gær. Ástþór og Kata kíktu við og svo kom Davíð bróðir Ástþórs en hann er búsettur í Þýskalandi en var á landinu í gær! Þetta var svona ljómandi fínt grill, teriaki legnu kjúklinga lundirnar voru æði og grillpylsurnar frá íslenskt-franskt í Borgarnesi eru magnaðar. Jamm ekki spillti fyrir nokkrar léttar og pínu bjór! Magnað að heilsan skuli vera svona góð bara helv.!!&#$%&/ kvefið að angra mann, virðist ekki ætla að losna við þann fjára frekar en aðrir á þessu skeri!!!

Wednesday, May 11, 2005

Meira grill



Jamm grilluðum okkur þessar fínu ostappylsur frá SS, voru bara alveg ljómandi fínar. Fást í Nóatúni fyrir áhugasama! Svo er það smá grillboð í kvöld. Tengdaforeldrarnir koma í grill og er Svanhildur búin að marinera kjúklingabringur í Teriaki lime og hvítlauk og ég veit ekki hvað og hvað ilmurinn þvílíkur að það hálfa væri þremur og mikið. Tilhlökkun til áts í kveld því tölverð! Annars þá hef ég það prinsip að fá mér alltaf öl þegar ég grilla og sé ég því fram á blautt sumar!!! Er það eitthvað verra??

Monday, May 09, 2005

Ný vika :-)



Jamm ekki mikið um skrif í síðust viku, ástæður: Ástþór var lasinn í síðustu viku og ég var með hann heima á miðvikudaginn, á fimmtudag var svo frí og ekki sleginn hnappur á lyklaborði til annars en leiks og skemmtunar þann daginn. Föstudagurinn var svo á yfirsnúningum í fundum og tíma pressu, helginni ekki eitt í tölvur svo nú er kominn ný vika! Svanhildur búin að vera að skrifa ritgerð og allur tíminn farið í það svo við Ástþór Örn erum búinir að vera að spauga saman þeim meira! Fór og fjárfesti í grilli á föstudaginn, tengdaforeldrarnir gáfu okkur Svanhildi í afmælisgjöf upp í grill og setti ég það saman og var það brúkað á fös og lau við mikla gleði allra viðstaddra. Jamm þessar fínu grillsvalir okkar verða brúkaðar í sumar það mun víst vera! Áfram sumarið!

Monday, May 02, 2005

Vikan nýja



Já vikan nýja er rúlluð af stað. Sakna ekki þeirra gömlu, bara alls ekki. Maður er eitthvað svo þreyttur og uppgefinn að leggja inn í nýja viku að ég bíð ekki í hvernig ég verð á föstudaginn. Já það er mörg búmannsrauninn. Tildæmis að detta í flórinn, nú eða láta belju sparka í sig. Þetta voru bara fá dæmi um búmannsraunir! Já sauðburðurinn hjá Tengdaforeldrunum er á fullu og ekki eftir nema eina 10 kindur af 60 þannig að maður er temmilega búinn að missa af þessu!!! Það á náttúrulega að vera sauðburðarfrí sambærilegt við sumarfrí en frí sem myndi samt ekki skerða sumarfríið. Það ætti að verða næsta kjarabót!!

Thursday, April 28, 2005

Morgun hani



Já ég er búinn að mæta í vinnuna klukkan 6:30 þessa viku og verð að segja að mér líkar það bara nokkuð vel. Klukkan hálf þrjú er maður farinn að vinna yfirvinnu og klukkan fjögur er maður farinn heim, ekki seinna!! Já eini gallinn er vekjaraklukkann hún hringir full snemma!!! En nú sé sumar og þá sé stuð!

Wednesday, April 27, 2005

Afmæli



Núna á hún Svanhildur mín afmæli, til hamingju með afmælið Svanhildur. Ekki gaman að eiga afmæli í miðri prófatörn en hún fer í próf á laugardaginn og því ekki mikill tími fyrir grín svona nokkrum dögum fyrir próf. Þetta styrkir mig bara enn meira í trúnni um að fara aldrei aftur í skóla og taka aldrei aftur próf, hata þennan fjára og er svo sannarlega búinn með minn skammt af þessu!!

Tuesday, April 26, 2005

Í sól og sumaryl



Ja í sól í það minnsta, sumarilurinn ekki orðinn enn nema 7°c. Já strákurinn mættur í vinnuna 6:30, ekki ruslið í því. Svanhildur er sem C að læra undir próf og Ástþór er bara á leikskólanum til 3 þannig að það er um að gera að vera kominn snemma heim í þessari viku. Orðið ótrúlega bjart Þetta snemma morguns og svo sem ekki mikið mál að vakan í svona björtu og fallegu veðri!! Maður verður bara að vona að það fari ekki að rigna og grámyglast í vikunni þá sofnar maður sennilega ofaní cherioos skálina sína!!

Friday, April 22, 2005

Sumarið formlega hafið!



Já sumarið formlega hafið og er það vel, ótrúlega vel! algert tilgangsleysi að vera með þennan vetar fjára!! Áttum glæsilegan sumardaginn fyrsta í gær, fórum í mat til tengdaforeldra minna ásamat Vigdísi og Marteini og vorum þar í þvílíku kræsingunum að það hálfa hefði verið nóg! Já átið var almennt og lengi og er það vel því það að borða góðan mat er skemmtilegra en flest annað. En annars þá er föstudagur í dag svo að helgin byrjar á eftir, hvílík snilldar vika þetta er!! Gleðilegt sumar gott fólk!

Wednesday, April 20, 2005

Dagurinn fyrir sumardaginn fyrsta!



Já heldurðu að maður megi bara ekki sofa út á morgunn!! Ja hvur þremillinn mætti vera svoleiðis fleiri fimmtudaga. Þvílíka sumarveðrið í gær, sól og 15°C hiti og hlýr vindur sem er mjög fátítt hér!! Ziggy nýtti sér tækifærið og skellti sumardekkjunum undir bílinn og allt klárt fyrir sumarið! Já og svo þarf maður að fara að græja sér grill og stóla á svalirnar og fara að vera aðeins meira utandyra en ekki neitt! Já sumarið er tíminni (nema maður sé námsmaður á sjó á sumrin, sbr. Ottó og Munda um árið)!

Tuesday, April 19, 2005

Getraun!



Já hugmyndaleysi í dag eins og venjulega og því er það bara getraun í staðinn. Hverjir sungu: When I look at the television I wanna see me staring right back at me!

Já og sem aukagetraun má svo spyrja: Hvaða tvær leikkonur úr vinsælum framhaldsþætti hafa verið kærustur söngvara þessarar hljómsveitar!!

Monday, April 18, 2005

Helgin búin!



Já magnað með þessar helgar þær enda alltaf allt of fljótt!! Þessi var alveg ágæt. Fórum á laugardagskvöl með familyupakkanum á Lækjabrekku að halda upp á Gullbrúðkaup mömmu og pabba, það var voða fínt. Svo var gúllassúpa og kökur hjá Didda á sunnudaginn í tilefni dagsins og komu þá fleiri ættingjar. Svanka skrapp svo í leikhús í gær svo að sósíallífið var alveg á fullu þessa helgina. Ástþór að ná sér af kvefi en var bara hafður inn þessa helgina, eitthvað sem er honum aldrei fullkomlega að skapi!! En núna fer nú vonandi að fara að koma sumar og maður þarf að fara að dusta rykið af hjólinu sínu, ekki seinna vænna!!

Friday, April 15, 2005

Helgin í vændum



Já fínn dagur í gær. Keypti Entrecote steikur í gallerí kjöt og eldaði það með bökuðum kartöflum, og rauðvínssósu og einhverri gommu af meðlæti. Svanhildur bjó til Panacota sem er í geypilegu uppáhaldi hjá mér. Já svelgdum þessu niður með rauðri og allt klárt. Já maður ætti að eiga afmæli sem oftast. Svanka gaf mér þessi fínu fötin í afmælisgjöf og var ekki vanþörf á þar sem skápurinn hefur ekki gengið í nýja lífdaga síðust árin og er að verða ansi lúðalegur miðað við staðla nútímans. Nýji diskurinn hans Nick Cave kominn í hús í tilefni dagsins og er það þrefaldur diskur með B-lögum og allskonar gríni. Já svo ætla tengdaforeldrarni að gefa okkur Svanhildi saman (hún á afmæli 27) grill til að skella á svalirnar! Þá myndi ég nú segja að allt væri að verða klárt! En stefna er sett á enga helgarvinnu þessa helgina og er það vel. Megið þið njóta góðrar helgar. Já og í framhjáhlaupi má benda á það að mamma og pabbi eiga gullbrúðkaup á morgunn!!! Þetta er náttúrulega kolruglað fólk :-)

Thursday, April 14, 2005

Afmæli



Jamm nú á strákurinn afmæli í dag. Orðinn Thirty something!! Já stóri plúsinn er nú samt sá að það er mun lengra í fertugt en í þrítungt ennþá!!

Wednesday, April 13, 2005

Mr. Júlíusson!



Já þannig ber nú við að mesti töffari sem að Ísland hefur af sér alið er sextugur núna í dag! Já það koma svo sem margir til greina, en enginn hefur komið með eins sterkt tilkall til titilsins en Rúnar Júlíusson. Sitt kann hverjum að sýnast um Piltinn og allir hafa rétt á sínum skoðunum um hann. Hins vegar tala staðreyndirnar sínu máli og eru óhrekjanlegar! Maðurinn var í lang, LANG vinsælustu hljómsveit landsins, dáður af konum og öfundaður af mönnum! Maðurinn var landsliðsmaður í fótbolta og til að tryggja sér titilinn töffari Íslands þá nældi hann sér í hana Maríu Baldursdóttir sem var eins og glöggir lesendur efalaust vita, ungfrú Ísland á sínum tíma. Það má því ljóst vera að Rúni er mesti töffari sem að Ísland hefur af sér alið og segi ég því: Til lukku með afmælið Rúnar Júlíusson.

Tuesday, April 12, 2005

Lengi skal manninn reyna!



¨Já hélt að ég væri búinn að skila síðustu reikningunum af mér til yfirferðar til Den Norsk Veritas til yfirferðar og gæti nú loksins farið að snúa mér að öðrum verkum, en nei! Fékk þá til baka í morgunn og eitthvað leist honum ekki á blessuðum karlinum og morguninn búinn að fara í að gera honum til geðs blessuðum manninum! Ég er ekkert pirraður út af þessu. Nei mér finnst þetta gaman!! GAMAN MÚHÚÚÚÚ, MÚHÚÚÚÚÚ.
Annars þá komu Kristín frænka Svanhildar úr Vestmannaeyjunnum og Kiddý dóttir hennar í heimsók í gær, höfðu ekki komið í nýju íbúðina áður. Færðu okkur þessi líka fínu steikarahnífapör frá WMF og þetta fína fiska fat til að bera fram á fisk. Já það var ótrúlega rausnarlegt af þeim verður að segjast. Það var því setið og spjallað og litli maðurinn fór ekki í rúmið fyrr en upp úr níu og hugmyndin að vaka í morgun þótti ekki mjög góð þannig að við sváfum bara aðeins lengur og maður mætti bara í vinnuna klukkan 9 í morgunn. Hvílík sæla!!

Saturday, April 09, 2005

Fjör í frans



Já það er fátt meira gaman en að vakna frekar snemma á laugardags morgni og drífa sig af stað í vinnuna!! En þetta þarf stundum að vera svona, yfirleitt er reyndar þvílíka veðrið þegar maður þarf að vinna um helgar en það virðist ekki vera raunin núna! Jamm komst ekki í fermingu norður til hennar Aldísar Dagmar systurdóttur minnar en sendi henni hinsvegar bestu kveðjur í staðinn!!

Wednesday, April 06, 2005

Svimi svimi svitabað!!



Neibb ekkert svitabað hérna. Myndi hinsvegar ekki veita af því að skreppa í ræktina og komast í smá svitabað! Frekar tíðindalaust á suðurvígstöðvunum, blessuð vinnan í alltof stóru aðalhlutverki, maður verður að fara að hætta þessu bulli og vera meira heima hjá sér!! En svona er íslenskt neyslusamfélag uppbyggt að maður er orðin tölvuþræll langt fyrir aldur fram. Fínt að gerast tölvuþræll svona upp úr sextugu en ekki árinu fyrr. Jamm ég segi að það eigi allir að vinna úti við og helst við að grafa skurð með skóflu eins og fólk gerði í gamla daga!! Það væri nú lífið :-)

Monday, April 04, 2005

Helgin fína!



Já það er langt síðan að við höfum átt svona notarlega helgi fjölskildan! Enginn í vinnu enginn að læra og enginn veikur þessa helgi!! Fórum í fermingu hjá henni Hildi Valdísi frænku minni og var það hið glæsilegasta mál, vel á borð borið og þaðan fór maður saddur og sæll! Mamma og pabbi kíktu í hrygg á föstudagskvöldið og var það mjög gaman að fá þau aðeins í rólegheitunum. Sunnudagurinn var svo tekinn með trukki og dýfu, byrjað að fara niður í Langagerði að athuga með hundana sem voru húsbóndalausir um helgina þar sem eigendurnir voru í eyjunum í fermingu. Þaðan var svo haldið í laugardaginn að gefa öndum og gæsum brauð, það þótti litlum manni ekki afleitt, svo var farið að græja þennan líka fína snjókarl heima við sem var orðin hauslaus seinni partinn í gær og einhver rústaði restinni af honum svo í gærkveldi. Svo bakaði Svanhildur súkkulaðiköku og henni var skolað niður með kakói og allt klárt! Sem sé fín helgi og vonandi verða fleiri svona á næstunni!!

Wednesday, March 30, 2005

Gamla commenta draslið



Já eftir stutta prufun á nýju commenta kerfi hef ég ákveðið að fara aftur í það gamal. Þetta nýja var ekki alveg að gera sig, full hægvirkt og engir broskarlar og því þá ekki að halda í það gamla! Er búinn að vera að hlíða á nýju tónsmíðina þeirra strákanna í Kent og lýst vel á gripinn, alveg að drukna í vinnunni og allt brjálað hjá Svanildi í skólanum! Þetta svo sem summar upp tilveru okkar þessa dagana, full mikið að gera og full lítill tími til að sofa! Magnað með svefn, maður væri alltaf til í að sofa smá lengur og svo loksins þegar menn verða gamlir og hafa ekkert skárra að gera en að sofa þá geta þeir það ekki!!! Svona er nú sanngirni tilverunnar!!

Tuesday, March 29, 2005

Páskarnir búnir



Já þá eru páskarnir búnir og mættu þeir hafa verið mun lengri mín vegna. VIð skruppum vestur á nes og höfðum það alveg ótrúlega gott þar. Þar var góður matur snæddur í kílóavís og kannski fullmikið rauðvín og gin drukkið og slappað af í sveitinni þess á milli. Veðrið var alveg frábært og allt eins og best verður á kosið. Græjuðum 600L fiskikar og breyttum í heitan pott, hann var stundaður grimmt á kvöldin, setið þar ekki undir tveimur tímum á kvöldin þannig að vöðvabólgan hefur sjaldan verið betri. En öllu góðu verður að ljúka og því er maður mættur hérna í vinnuna aftur!!!

Ps. Eins og glöggir lesendur hafa efalaust tekið eftir eru tvöfaldar Comment línur núna í gangi, þetta er sökum þess að ég er að prófa blogger commenta kerfið þannig að ef einhver vildi vera svo vænn að skella komment á þetta nýja væri það vel þegið!!

Monday, March 21, 2005

Eftirskjálftar



Já þá eru tveir dagar síðan að blessuð árshátíðin var í vinnunni og ég er enn ekki kominn alveg á rokk og ról!! Maður er að verða svo gamall og gersamlega kominn úr allri æfingu að þetta er að verða kvöl og pína að fá sér í glas!! Þetta er eitthvað sem maður er farinn að eiga til spari á tillidögum!! Annars þá varð litli maðurinn lasinn að nýju í gær, rauk upp í hita svo að hann er heima í dag, virðist ætla að ganga rólega að hrista þetta algerlega af sér. Svo er það bara páska fríið framundan. Páska fríið er eins og allir vita miklu meira FRÍ en jólafríið, einar félagslegar kvaðir og þesslags, bara slappa af og helst að fara útfyrir bæinn, mikið skilyrði í raun. Já maður verður að taka páskana með trukki og dýfu (voga)!!!

Friday, March 18, 2005

Frétt í aðal fréttum ekstrabladet!!



Rakst á þessa frétt á ekstrabladet, þar koma þrjár nýjustu "aðal" fréttirnar alltaf efst á síðunni, svipað og hjá mogganum í gamla dag! Eihvern veginn finnst mér þetta ekki aðal frétt, en þræl findinn! (restinn af fréttinni fylgir ekki þar sem þetta er spurning til pararáðgjafa)!



sdfs Posted by Hello

30-årig kvinde er frustreret over kærestens lortestriber i underbukserne og generelt dårlige personlige hygiejne. Se Joan Ørtings svar

Jeg er 30 år og gravid med mit/vores første barn i 32 uge, planlagt bryllup med faderen til barnet. Ja alt lyder jo perfekt, men jeg har bare et problem med hans hygiejne.

For det første kan han bare ikke tørre sig ordentlig efter toiletbesøg, der er faktisk altid lortestreger i underbukserne.

Han vasker ikke hænderne efter toiletbesøg. Jeg sætter også stor pris på at man tager et morgenbad, tager pænt rent tøj på og gør noget ud af sig selv og for hinanden, men det kan han ikke se noget i.

Thursday, March 17, 2005

Líður á viku!



Já það er bara að verða búinn vinnudagur á fimmtudegi og er það alveg ótrúlega vel! Búinn að vera hin almesti leiðinda dagur og því vel við hæfi að honum fari að ljúka. Hinsvegar er bjart framundan þar sem helgin mun hefjast formlega klukkan 2 á morgun! Já það verður ekki ruslið í því, svefn matur og alles klárt. Árshátíð á laugardag og almenn vellíðan á sunnudag! Já það er gaman að þessu þegar allt kemur til alls!

Tuesday, March 15, 2005

Heim um klukkan 5



Já strákurinn var bara kominn heim klukkan 17:00 í gær! Var alveg með blússandi samviskubit á að vera ekki að gera neitt, hafa nokkra tíma til að haga, maður hefur ekki getað leyft sér það í langan tíma. Leiðinlegt hvað það er orðið kalt úti, maður var alveg kominn í útivistar gírinn hérna í hlýjunni um daginn, var farið að nálgast að maður gæti tekið garðinn og svalirnar með trompi og dýfu, jafnvel farið að hugleiða kaupa á grilli!! En allt á sér tíma og stað og verður þetta því vonandi framkvæmt í nánustu framtíð!!

Monday, March 14, 2005

Dagur 1!



Já þá byrja vikan að malla sinn hring eina ferðina enn. Í ljósi þeirrar staðreyndar að ég hef nú lifað í 1574,714 vikur á æfi minni veruð maður nú að segja að það vantar smá fjölbreytni í þetta! T.d. að hafa vikurnar mislangar, en þá þarf maður að núlla þær út á árs basis þannig að maður eldist ekki hraðar og meðal aldur hækki þannig og tryggingastofnun fari á hausinn! Nú eða ef vikurnar hafa meiri tendens að lengjast þá verður maður yngri lengur, en að sama skapi verður rekstur heimilana erfiðari þar sem það eru fleiri dagar í mánuðinum og þá er fínt að vera á tímakaupi en ekki föstu mánaðarkaupi!! Já það er margt í mörgu í maganum á henni Ingibjörgu!

Friday, March 11, 2005

Annir gífulegar



Já það er um það bil allt á hvolfi í vinnunni hjá mér um þessar mundir! stærðar útboð að fara út og allt á alsíðustu stundu og unnið fram á kvöld trekk í trekk! Lítill tími fyrir blogg og aðra slíka iðju, sérstaklega þar sem ég er líka að semja útboðsgögn fyrir málningarútboð sem að fjölbýlishúsið mitt er að fara í!! Já maður lætur plata sig í ýmsa vitleysu

Fyrir þá sem hafa gaman að því að sjá Runna bandaríska gerðan að fífli er þeim bent á þennan link og þeir minntir á að hafa hátalarna í gangi, annars er þetta ekki að virka!

Tuesday, March 08, 2005

Síðasti dagur á meðölum!



Já þá er síðasti dagurinn sem að Ástþór Örn þarf að vera á meðölum sökum þessarar lungnabólgu og getur hann því vonandi farið á leikskólann á morgunn. Búið að vera svoltið strembið hjá Svanhildi að eyða öllum tíma sínum í að vera með hann heima lasinn og geta ekki lesið á meðan. Hittir náttúrulega líka vel á að ég er í geðsjúkri törn í mörgum verkum núna og ný búinn að vera lasinn og hef því engan tíma til að vera með lítinn lasinn strák heima þótt ég feginn vildi! En núna er bara að vona að hann sé kominn algerlega yfir þetta og þessi blessaði veikinda febrúarmánuður sé algerlega að baki. Annars þá er enn þetta fína veður úti og maður kominn í algert vorskap, bíða samt fram í Apríl með að setja nagladekkin í skúrinn og sumarblöðrurnar undir, sérstaklega þar sem það á að fara að kólna!

Monday, March 07, 2005

Helgin liðin því er nú andskotans ver og miður!!



Já enn ein helgin í valnum og er það ekki vel. Hinsvegar þýðir það að núna er farið að styttast óðfluga í næstu helgi og það er vel. Ekki nema fjórir morgnar eftir að vakna fram að næsta helgarfríi. Já var að vinna á laugardaginn og það var ekki vel (nema fjárhagslega) en var svo heima með gaurinn á sunnudeginum þar sem mamma hans skrapp í afmæli til Hveragerðis. Við fórum hamförum í hreingerningu, bókalestri, söng, boltaleik, kubbun og almennum fíflagangi. Já nú er húsið um það bil að verða spikk and span og ekki seinna vænna, vorið á næsta leiti!

Friday, March 04, 2005

gísli, eiríkur og HELGI



Góða helgi fólk fjær og nær!

Thursday, March 03, 2005

From AM to PM



Já núna er maður kominn í þann fasa að vera mættur klukkan 8 á morgnana og fara heim eftir 10 á kvöldin. Get ekki sagt að mér finnist það skemmtilegur fasi og þegar maður mætir á morgnanna er eins og maður hafi aldrei farið um kveldið. Ekki mín hugmynd af fun!! En hinsvegar má það ljóst vera að bankinn verður hæst ánægður ef maður nær að halda þessum dampi eitthvað sérstaklega eftir að maður var á dagvinnunni í febrúar sökum veikinda!! Litli maðurinn er að skríða saman, orðinn nokkuð brattur og við erum að vona að hann sé að ná að reka þetta úr sér svo hann fari nú að komast út greyið og morkni ekki í einverunni heimavið!! En aftur í þrældóminn sæl að sinni!

Tuesday, March 01, 2005

Lungnabólga



Já til stóð að halda barnaafmæli um helgina en því varð að fresta sökum þess að sá litli var kominn með lungnabólgu. Loksins þegar hann var búinn að ná sér af þessari flensu og búinn að vera hitalaus í eina 6 daga, vaknaði hann með 40°C hita og allt í mínus og við létum tékka hann daginn eftir og hann þá kominn með lungna bólgu og verður inn næstu vikuna í það minnsta!! Ég var því heima með hann í gær þar sem Svanhildur er með framsögu í skólanum í dag og kominn í algera tíma þröng. Ég er það svo sem líka og stressið á manni er um það bil að byrja að segja til sín. Maður er alltaf að sjá það betur og betur að maður hefði átt að drullast í bakarann eins og einn góður kennari minn úr vélskólanum var ætíð duglegur að benda mönnum á ef að þeir voru eitthvað að kvarta!!

Friday, February 25, 2005

Tímapressa



Já síðustu orð um klippingar. Einungis konur hafa verið í því að verja klippara með misgóðum rökum og velti ég því fyrir mér hvort að þær séu nokkuð svo ósammála mér og séu meira að réttlæta þetta fyrir sjálfum sér að vera búnar að eyða yfir 100 þúsund krónum á ári í klippingar??? Nei ég bara spyr. Að öðru þá er ekki verði heldur er búið að drekkja mér endanlega í vinnu. Núna er ég í þremur stórum verkum sem eru öll um það bil fallin á tíma og maður þarf að fara að velja það verk sem verst stendur í það og það skiptið til að vinna í á daginn. Næstu vikur verða ekki ljúfar en vonandi fer nú að róast upp úr því (ekki það að mér þyki það sennilegt en maður verður að vona). Svo er það afmæli hjá pjakknum um helgina og því verður enginn tími til vinnu um helgina jamm það er ekki tekið út með sældinni að vera síldartunna!

Thursday, February 24, 2005

Klipping taka tvö



Já þar sem mér virðist sem að ég hafi hreyft við mönnum með bloggi gærdagsins finnst mér tilvalið að taka þá umræðu upp að nýju. Klipping er ekki óþryfalega vinna og er þar að auki þægileg innivinna og því ekki réttlætanlegt að leggja slík álög á eins og gert er með marga smíðavinnu. Menn eru í fínni aðstöðu til að sosíalsera með öðrum manneskjum og því er ekki um einmannalega vinnu að ræða heldur. Þar sem að í flestum tilfellum er verið að fylgja tískustraumum sem að aðrir hafa lagt út er heldur ekki hægt að tala um að menn séu að fremja list, frekar að kópera verk annara. Verið getur að námið sé lengra en ég sagði í gær en nám í skóla er ekki nema fárar annir restin er í vinnu. Þá er ég kominn að því atriði sem að mig langaði til að spjalla um. Nemalaun iðnnema: Í gær var ég rukkaður um 2650kr fyrir klippingu sem tók ekki langan tíma og spurningin er sú hver græðir. Flestar stofur eru í eigu klippara og eru flestar reknar að stórum hluta með nemum sem eru þarna sem hluti af sínu námi. Nemalaun í hárgreiðslu, þjóni og kokki eru eitthvað um tæpar 60 eða 70 þúsund krónur á mánuði síðast þegar ég heyrði. Það má því ljóst vera að neminn er ekki að fá margar krónur af þessum 2650 sem að títtnefndar hafa verið. Einhver er því að græða bara tölvert á meðan að viðkomandi er að svína á nemanum sínum. Og ef að menn eru ekkert að græða á þessu hvernig fara þá svona menn eins og Siddi rakarki að því að vera alltaf á nýjustu gerð af LandCruserum og fínt fínt??? Nei ég stend á því sem ég segi það er allt of dýrt að fara í hárskerðingu og mæli með Torfaaðferðinni fyrir sem flesta til að þvinga verðið niður! Og hananú!

Wednesday, February 23, 2005

Klipping



Jamm ég gerði gamalkunnan hlut í dag sem ég hef ekki gert í ein fjögur ár eða svo og það var að skella mér í klippingu. Jamm svoleiðis gjörning hef ég framkvæmt sjálfur með dyggri aðstoð elskulegrar eiginkonu minnar. Jamm og þegar var komið að því að greiða fyrir þjónustuna þá styrktist ég ennfrekar í trúnni að maður eygi að gera þetta sjálfur. 2650kr fyrir klippingu, herraklippingu for that matter, hvað er það!!?? Konur eru þá sennilega að borga 7-8 þús fyrir sinn pakka. Ég legg til að menn mótmæli þessum fáránlega kostnaði og hætti að fara í klippingu og neyði stofurnar til að lækka verðið á klippingum því þetta er ekki mönnum bjóðandi. þegar ég var í þessum pakka að láta klippa mig reglulega kostaði þetta 1400kr og þótti dýrt en er núna komið í 2650. Klippiverkfall það er málið!!

Tuesday, February 22, 2005

Jammserinn



Já það er um það bil brjálað að gera um þessar mundir og er það ekki vel. Svanhildur heima með litla lasarusinn og er hann orðinn hitalaus og hundfúll á að hafa varið undanförnum vikum innandyra, kann okkur engar þakkir fyrir slíkt. En hann fer nú vonadi að fara að komast út greyið áður en hann snappar. Svanhildur hefur líka engan tíma til að lesa á meðan stemmingin á heimilinu er ekki upp á það besta, litli maðurinn kallar á sýna athygli í svona veikindum. Jamm en ég held að það byrji að vora 6. apríl og hef því sætt mig við það að það er ennþá vetur en þann sjött mun það breytast þá verða dreginn fram sumarfötinn og sólskynsskapið og allt verður klárt!! Þið vitið ekki um einhvern sem á íbúið í köben og vantar að láta passa hana fyrir sig í vikur eða tvær í júlí??? Nei ég bara spyr!!

Monday, February 21, 2005

Rútínan að hefjast á nýjan leik!



Jamm það er byrjuð ný vinnuvika og Ziggy mættur í vinnuna. Ástþór Örn er reyndar heima að jafna sig eftir veikindi svo að rútínan er ekki orðin fullkominn enn en það er vonandi farið að styttast í það. Skemmtilegt þegar maður verður svona veikur og kemur aftur í vinnu viku seinna að það á gersamlega að drekkja manni í vinnu. Fáránlegur stafli af dóti sem ég er engan veginn að komst yfir og þar að auki er maður á frekar lágu "orkuleveli" þannig að það hjálpar ekki til heldur. Jamm og blómkálssúpa í matinn, hvað er það þegar að mann vantar orku!!!!!! Bökuðum köku um helgina og afi og amma hans Ástþórs kíktu inn í smá kaffi og Vigdís leit líka við með sinn litla. Þetta var gaman en alvöru afmæli verður haldið síðar hvernig sem við ættlum að koma öllu þessu fólki fyrir í íbúðinni okkar!!!!

Thursday, February 17, 2005

Veikindi



Já þá er flogin vika úr lífi manns út um gluggann. Búinn að vera með hita upp á hvern dag í viku en í dag virðist vera að rofa smá til. Er búinn að vera hitalaus í dag og meira að segja skellt mér í sturtu. Það var þörf á því og ekki orð um það meir! Kominn í algert rassgat í vinnunni og verður stafli af leðindum sem að bíða mín þegar ég mæti þangað aftur sem verður vonandi á morgunn. Ástþór Örn búinn að vera lasinn með mér, var orðinn góður og hitalaus í nokkra daga og skrapp einn dag á leikskólann og varð veikur aftur þá um nóttina. Þetta hefur sem sé verið hið mesta pestabæli og tími hinn ömurlegasti. Verið með einhvern augnvírus sem fylgir þessu víst þannig að ég hef ekki getað lesið og það er bara sjónvarpið sem blívar og ekki er dagskráin beisin þar!! Sem sé ekki búið að vera gaman liðna viku, en eiginkonann hefur komið manni í gegnum þetta með glans og á hún þakkir skildar.

Tuesday, February 08, 2005

Kettir eru óhræsisdýr



Jamm hver vill eiga kött og afhverju?? Kettir líta niður á menn og "leyfa" þeim að klappa sér, meðan maður klappar hundi þar sem hann er neðar í virðingarstinganum!! Hver vill eiga gæludýr sem telur sig manni æðri?? Ekki ég það er klárt. Ekki bætir úr skák að Ástþór Örn er með ofnæmi fyrir þessum ófreskjum og hann er búinn að umgangast kattareigendur núna í tvo daga í röð og það er eins og við manninn mælt, hann barði hóstann þvílíkt í alla nótt. Meiri óþverrinn þessi ofnæmi. Það var því frekar brúnaþungt fólk sem staulaðis á lappir í Kópavoginum í morgunn en Svanhildur er heima með honum þar sem ekki er hægt að senda greyið svona hóstandi á leikskólann. Spurning um að fá sér grímu og setja nærurnar utanyfir buxurnar og gerast kattman-kattarbaninn ógurlegi muuhaaaaa muuuhaaaaaa. Nú eða ekki!!

Monday, February 07, 2005

Helgin liðin!!



Já þá er helgin liðinn og það er aldrei vel. Nei þetta var þrusufín helgi, enginn vinna, bolluát hjá Kötu og Ástþóri, kveðju kaffi hjá Helgu frænku minni og Doug sem eru að flyta til Boston og fínt fínt. Elduðum okkur gott á föstudag og gerðum okkur smá dagamun þar sem Svanhildur fékk 9 fyrir B.A. ritgerðina sína, glæsilegur árangur hjá stelpunni!! Búinn að vera að leika við Ástþór Örn í allskonar spaugi og glensi. Jamm var bara ekkert á því að opna augun í morgunn því almennt spaug er einfaldlega ekki eins mikið á virkum og þegar maður er að dúlla sér um helgar!!

Friday, February 04, 2005

Dagur föstu og frjálsra áta



Jamm það er dagur föstu og er það vel, ótrúlega vel í raun þar sem ég hef ákveðið að vinna bara annan dag þessarar helgar og á því heila frídag í vændum. Var ágætt áðan þá var að hætta starfsmaður og nýr að byrja hjá ENEX sem er fyrirtæki að hluta í eygu VGK og var sendur póstur á liðið um að það væri með kaffinu upp á fjórðu hæð þar sem þeir eru til húsa. Þar mætir múgur og margmenni og ég og þegar þangað er komið kemur í ljós að sá sem að keytpi inn hélt að það væri bara enex að mæta í kaffið en þau eru að ég held 5!!! Ein lítil súkkulaði kaka og ein vínarbrauðslengja!! Frekar kómískt og vandræðalegt þannig að forstjórinn skellti sér í bakarí og reddaði dæminu með sóma. Já ætti að vera kaffi á hverjum föstudegi væri eðal siður verður að segjast!!
En megið þið eiga góða helgi landsmenn nær og fjær og farið varlega í ölæðið!!

Thursday, February 03, 2005

Snjór



Ja hvur gráskjóttur, það er byrjað að snjóa aftur og það bara í tölverðu magni. Svo bráðnar þetta efalaust á morgun og allt fer í bleytu og slabb, já núna þekkir maður Reykjavík, saga undanfarinna 10 vetra eða svo! Snjór á að vera í fjöllum en ekki á götum. Kuldi á að vera í ískáp en ekki í byggð. Sól á ekki að vera í ljósabekkjum heldur á mér!! Þetta bara er svona!

Wednesday, February 02, 2005

ACAD Map 2005



Jamm ég er alltaf að tilraunadýrast í vinnunni og var núna að skipta út ACad building system 2005 fyrir Map 2005. Hið síðarnefnda reynist svona miklu betur og öll heima forrituðu meunuarnir og toolbararnir svín virka í því síðar nefnda en ekki í því fyrra. Magnað hvað það er gaman að gera eitthvað annað en maður á að vera að gera, ekki það að það þurfti að kanna þetta og var ég fenginn í þetta, en það að fá að íta verkunum til hliðar og forrita smá og leika sér er fínt til tilbreitingar þó að ekki vildi ég hafa það að atvinnu!!! Já ekki voru þau orð fleiri!

Tuesday, February 01, 2005

Jamm jamm og jæja



Já þá er snjórinn farinn og mildur hiti úti og ergo allir að leggjast í kvef!! Magnað með þetta land, það eru allir alltaf lasnir, ef að það væri bara vetur þegar það er vetur væri kveftilfelli efalaust mun sjaldgæfari en þau eru í þessum umskiptingsveðrum, það er mín kenning alltént! Nýr mánuður byrjaður og jólin varla búin að manni finnst, þetta mun víst vera elli merki er mér sagt!! Þá er bara spurningin um að eldast hratt fram á sumarið og mjög hægt um sumarið, það er mitt plan fyrir sumarið!

Monday, January 31, 2005

Tími sannleikans



Já nú er tími sannleikans runninn upp. Sannleikurinn er sá að ég þarf að fara að mæta fyrr í vinnuna til að reyna að komast yfir allt sem ég þarf að gera. Var því mættu rétt yfir 7 í morgun og er það vel, nú er bara að gera þetta að vana ekki undantekningu. Annars var helgin fín þó svo að ég hafi verið í vinnu báða dagana. Skruppum í mat til Ástþórs og Kötu í gær og var amma svanhildar með í för. Það var þessi fíni tandoríkjúklingur á boðstólnum ásamt ýmiskonar indverskum kræsingum er fylgja slíkum rétti. Mikið er gaman að borða góðan mat, en ekki mátti miklu muna að súkkulaðikakan rifi buxnastrenginn þegar hún laumaði sér með ísnum niður í maga!!! Annars þá varð mér það á að standa fyrir framan spegil í gær og upp frá því var ákveðið að setja heimilið í ís og snakk pásu og er það vel!!

Sunday, January 30, 2005

Hvað er í gangi



Hvað er nú í gangi, var í vinnuni í eina 6 tíma í gær og er í vinnunni í dag. Þetta er náttúrulega bull, hvað er að verða um þessi prinsip um að vinna ekki um helgar?? Ástæðan er tvíþætt, jólavísa og verkefnastaða í botni. Jamm maður neyðist því til að játa sig sigraðan og sitja hérna, hlusta á Kings of Leon og drullast áfram með verkefnastaflann. Annars þá var mér rúllað upp í Scrabble í gærkveldi af eiginkonunni, ég var með einhver 280 stig en Svanhildur fann sig knúinn til að komast langleiðina upp í stigin fjögurhundruð. Var það fallega gert af henni?? Nei! Vona að ykkar helgi hafi verið meira frí en mín, sem að öðru leiti en vinnulega hefur verið fín!

Friday, January 28, 2005

Fullt af commentum



Jamm í gær fór ég hamförum á commentakerfinu. Málið mun vera það að þetta helvíti virkaði ekki blautan skít og ég náði aldrei samband, reyndi þetta nokkrum sinnum og varð að endingu svo pirraður að ég ákvað þá að leggja smá álag á serverinn þeirra með því að halda enter takkanum niðri um stund. Lítur þannig út að einhverntímann á því ferli hafi þetta farið að virka svona 60 sinnum, henti út slatt í gær en sá svo hvað þetta var mikið magn og lét gott heita. Hvað heitir gott?? Það er spurninginn! Góða helgi, Seattle signing off!

Thursday, January 27, 2005

Mojo Jojo



Já Núna eru allir fjölskyldumeðlimir orðnir heilir heilsu og er það vel. Versta er að ég sé fram á að þurfa að vinna alla helgina og er það mjög miður, mjög. En það má svo sem segja að félagi minn hann Jóla Visa verði kátur með það, skil nú ekki að maður skuli vera að velja sér svona félaga!!! Svanhildur fór í gær og kippti upp ljósi í stofuna og einum standlampa þar að auki svo núna þarf að festa það upp, ágætt þegar það verður einum rússanum færra í húsinu!! Annars þá er vor í lofti og vindur hlýr og vet....!! nei smá spé. En núna kaffi!

Wednesday, January 26, 2005

Gubbupest



Já síðasti sólahringur er ekki búinn að vera sá ljúfasti sem að um getur í sögu fjölskildunnar í Hlíðarhjallanum!! Neibb vorum komin í bælið rétt fyrir 11 í fyrrakvöld og allt í góðu. Svanhildur fór að kenna sér mein í maga og endaði það með því að hún fékk þessa fínu gubbupest. Svo þegar hún var búinn með það versta byrjaði Ástþór Örn að hósta inn í rúmi og ég fór og tékkaði á honum. Hann var þá búinn að æla smá þannig að ég tók hann yfir í okkar rúm og tók utan af sængurfötum hans. Svo sofnaði hann en vaknaði hálftímanum síðar og ældi yfir allt. Ég reyndi að grípa með lófunum en þeir fylltust fljótt!!! Svona er sem sé að vera með barn með ælupest sem kann ekki enn að æla í fötu þegar því er mál!! Þannig að nóttin fór í að skipta á rúmum og náttfötum og fínt fínt. Ég var svo heima í gær með Sjúklingana þar sem Svanhildur var alveg þræl veik. En núna eru allir komnir á rokk og ról og farnir í sínar vinnur og skóla. Megi verða langt í næstu ælupest og hún helst aldrei koma!!

Monday, January 24, 2005

Helgin að baki



Já þá er helgin búin og var hún þetta líka ljómandi fín að þessu sinni. Fórum upp úr 6 á föstudag út úr bænum og skelltum okkur á nesið. Fínt að prufa nýja bílinn í smá "langferð" svona á fyrsta eignardegi :-) Hann kom líka svona ljómadi vel út í ferðinni. Maður opnaði skottið og setti dótið inn og raðaði ekki einusinni gúffaði bara öllu inn og nóg pláss eftir, þumall. Svo munar um lengdina á honum miðað við Corolluna og var hann því mun stöðugri í hálkunni, maður fann ekki fyrir neinu þar. Þar að auki er hann að eyða miklu minna bensíni. Ef að einhver hefði sagt mér fyrir ári eða tveimur eða tíu að ég ætti eftir að eiga Toyotu og vera bara ánægður með hana þá hefði ég bent viðkomandi á að fara í heilascan og í a.m.k þrjú þarmatékk þar sem eitthvað stórkostlegt hlyti að vera að!! En svona er þetta nú. Helgin sjálf var mögnuð líka, snjór yfir öllu og við Tengdapabbi fórum með Ástþór Örn á snjóþotu og snjósleða út um allt. Fínt að renna sér á þotu niður brekkurnar og fá fara á sleðanum upp aftur, ekkert labb :-) Svo fórum ég og Ástþór eldiri í langa sleða ferð í hringum Seljafellið það var ekki mjög leiðinlegt, í logni og stillu og frosti, glampandi sól og fínt fínt. Etið þetta líka eðal lamb að kveldi með carnilone baunum (veit ekki hvernig er skrifað) og fínt fínt. Ólíver litli frændi hans Ástþórs Arnar var þarna líka í heimsókn og voru þeir fínir saman gauranir þó að sá stærri væri nú stundum með smá stæla! Sem sagt fín helgi og ekkert gaman að vera mættur í vinnuna. Svanhildur er svo að skila ritgerðinn í dag og er það vel og óska ég henni innilega til hamingju með það.

Friday, January 21, 2005

Avensis station



Já þá er verið að standsetja nýja bílinn okkar og verður hann klár seinna í dag. Er búinn að skila þeim gamla inn og því síðasta ökuferðinn á honum búinn og mátti það ekki seinna vera :-) Mun aldrei fá mér Over priced smábíl aftur. Núna er það bara station family car og alles klárt. Jamm ætti að vera notalegt tilfinning að vera með 2,5 millur undir rassgatinu maður ætti að geta vanist því. Ástþór Örn er svo á þorrablóti á leikskólanum, efalaust lang mesti töffarinn þar á stóru svæði :-) En stefnan er svo sett á vesturlandið þegar Svanhildur verður búinn í skólanum klukkann 6 í dag. Meiri tíminn 3-6 á föstudögum, ja það er ekki tekið út með sældinni að vera námsmaður það verður að segjast. Mental note: Aldrei gerast námsmaður aftur!!
Góða helgi gott fólk!

Wednesday, January 19, 2005

Ó borg mín borg ég lofa.....!!



Já þannig er nú það. Heyrt hef ég fleygt fram að ég hafi farið með fleypur inn á blogg síðu hér um daginn, nánar til tekið á síðunni hans Torfa. Þar mun ég hafa haldið fram að Mývatnssveit sé í yfir 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Björn nokkur Böðvarsson mun ekki hafa verið sáttu við þessar tölur og tjáði umræddum síðuhaldara að hæðin á vatninu væri 280 metrar yfir sjávarmáli. Bið ég Björn velvirðingar á þessu og kem hinu rétt hér með á framfæri. Hins vegar hefði Björn nú alveg geta sent línu og sagt mér frá þessu sjálfur laupurinn atarna!! Já svona er nú minnið farið að svíkja mann á gamals aldri. Ef ég man kennitöluna mína ennþá þegar ég verð orðin sextugur þá verð ég sæll og glaður!!! :-)

Tuesday, January 18, 2005

Dagur þriðju!



Já vikan er bara ekki að líða nógu hratt fyrir minn smekk. En það má horfa á þetta þannig: á eftir að vakna við vekjarklukkur þrjá morgna og svo vakna við Ástþór Örn tvo á svipuðum tíma :-) Það er samt mun skemmtilegra en klukku fjárinn. Já núna er maður bara að bíða eftir nýja bílnum sem kemur kanski í næstu viku eða í lok mánaðarins í síðasta lagi. Verður ótrúlega gaman að losna við þessa corollu, allt of mikill smábíll fyrir minn smekk, minn ekki nenna svoleiðis dóti!!

Monday, January 17, 2005

Kalli Sverris



Já þá hefur ekki ómerkari maður en Karl nokkur Sverrisson riðið frá á ritvöll bloggheimssins með nýja síðu þar sem má sjá hugrenningar þessa merka manns! Það er því búið að bæta inn link á Kalla hérna á síðunni.
Jamm ætla að fara að skreppa með bílinn í söluskoðunn núna á eftir, fór og þreif hann í gær og koms þá að því að það er þessar fínu rispur á stuðarunum, einhver rekið sig í hornið á stuðarunum og rispurnar ná því alveg í gegn!! Ekki gott mál en vonadi ekki allt of kostnaðarsamt!! Kemur í ljós á eftir. Helgin var fín og varið heimavið að þessu sinni. Fórum reyndar í afmæli til Margrétar frænku sem á heima í þýskalandi en var á landinu yfir jólin. Fínt að kíkjá í smá kökur, verð þó að viðurkenna að þetta rjómaköku át er ekki að gera sig lengur, er alveg kominn yfir í brauðterturnar verður að segjast, maður verður svo belgdur af þessum rjóma, meingallaður fjári!!

Friday, January 14, 2005

Föstudagur



Já þá er það kominn föstudagur. Baðherbergið komið aftur í fulla notkun og því engin ástæða til að vera óþrifinn legur!! Ég á mér sem sé enga afsökun! :-( En svo er verið að spá í bílamálum á þessum bænum, er jafnvel að spá í að skila Cordollunni og fá mér Avensis station í staðinn. Var með Avensis í láni um daginn og líkaði bara nokkuð vel við kauða, miklu meiri bíll en Corollan enda er hún líka overpriced smábíll. Hafði það aldrei á tilfiningunni þegar að ég átti Golfinn að ég væri á smábíl, miklu meira fíl að keira hann en corolunna þar sem maður finnur ótrúlega fyrir því hvað það er mikill smábíll. Tala nú ekki um þegar maður neyðist til að fara á þessa fjandans yaris stofubíla, þá verð ég nú eiginlega bara reiður. Hvað er með það að kaupa sér yaris þegar ford focus er á sama verði!! Það er þó bíll, yaris er hlaupahjól með vél og andskotans ekkert meira! Segjum nei við Yaris!!

Thursday, January 13, 2005

Fundir



Já það er merkileg með mannskepnuna, alltaf heldur hún að grasið sé grænna hinumegin við girðinguna. Ég er sem dæmi alltaf að tala um hvað það er fínt að fara á fundi, sitja og hlusta og leggja til málana við og við, sitja þess á milli og sötra kaffi. Nú svo þegar maður lendir í því, eins og í morgun að þurfa að sitja á fundir allan morguninn, þá er það bara helvíti fínt, meira af því!!!
Annars þá er búið að vera lokað inn á bað hjá okkur um stund þar sem ég pússaði og lakkaði vaskaborðið. Nema hvað, þetta hljóp allt í kekki og kúk og var ekkert að gera sig!! Ég reyndi bara að fara aðra umferð yfir í þeirri von að þetta myndi nú jafna sig, en allt kom fyrir ekki þetta bara versnaði. Nú þá voru góð ráð dýr og Svanhildur fór í Byko sem seldi okkur lakkið og í ljós kom að þetta var olía ekki lakk!! Ég í blindni treysti Bykoman sem sagði að það ætti bara að pússa með 180 pappír og Lakka yfir!! Nema hvað þá á að bera þetta á og pússa svo nánast strax með 500 pappír. Svanhildur er því í dag búinn að skafa af olíulagið sem ég setti á og bera nýtt á og pússa. Og ég sem ætlaði alveg að hlífa henni við þessa framkvæmd!! Sorrý Svanhildur!

Wednesday, January 12, 2005

Helgin



Já það er bara þannig að ég er farinn að sjá helgina í hyllingum! Þá fær maður að sofa lengur en til 7-7:30, nema að ef Ástþór Örn heldur uppteknum hætti og vaknar á þeim tíma!! Magnað, hann sefur eins og skata á morgnana þegar hann á að vakna og fara í leikskólann og þarf að vekja hann með stórvirkum vinnuvélum, en þegar við megum sofa um helgar er hann eins og sifjaður gormur upp fyrir 8. Hvað er það! En það er að koma maður frá útlöndum á fund á morgun og ég þarf að vera tilbúinn með fullt af gögnum til að hafa klár fyrir þann fund, er í miðju útboði og alles þannig að það er full mikið að gera og full mikið stress fyrir minn smekk!! Er þetta ekki bara bjórskortur!??

Tuesday, January 11, 2005

sittlítið af engu!



Enn nýr dagur en sömu þjáningarnar. Veit ekki hvað það er en heimilifólk á mínu heimili er óhemju syfjað um þessar mundir. Ég búinn að vera í pússistandi á borðplötum, Svanhildur í ritgerðarsmíð og Ástþór Örn í aðlögun á leikskóla. Það hefur því ekki verið nein sérstök ánægja þegar klukkan hefur hringt á morgnana hjá okkur, ekki það að það sé þannig almennt:-) En því hef ég ákveðið að vera kominn upp í rúm ekki síðar en 10 í kvöld. Á eftir að sjá hvort það gangi, en ég verð að segja að ég hlakka óhemju mikið til að skríða undir hlýja dúnsængina og steinsofna þar. Skruppum í ofnæmispróf í gær hjónin, Ástþór Örn er með ofnæmi fyrir köttum svo að við ákváðum að athuga hvort við værum með eitthvað slíkt sem reyndist ekki vera og er það vel. Já það er nú það!

Monday, January 10, 2005

Vikur líða



Já tíminn flýgur áfram, og ég hef engan veginn verið að standa mig í blogginu í liðinni viku. Ástæða þess mun helst vera annir í vinnu, búinn að vera í akkorði við að klára hin og þessi verk og hef bara varla farið inn á netið undanfarna viku. En núna eru yfirmenn mínir báðir í útlöndum og hvað er því betra en að skrappa smá á veraldarvefinn??? Búið að vera fínt hjá okkur fjölskyldunni undanfarið, kaffiboð hjá Vigdísi í gær, þrettándaboð hjá Hjalla með svakalegri flugeldasýningu, rusi, án efa flottasta einkasýning sem ég hef orðið vitni af, almagnað hjá honum piltinum. Svo fórum við í afmælismat hjá tengdamóður minni um daginn, þaö var glæst og því hefur verið nóg að gera hjá okkur í sósíalinum og er það vel. Ég byrjaði svo að pússa borðplötuna inn á baði í gær, hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað þetta er mikið verk að pússa eina svona plötu ef maður á ekki juðara, aðeins sandpappír!!! Þetta er nú langt komið samt og kemur til með að verða mjög flott!! Ný blöndunar tæki á vaskann svo að blessaður sílekinn ætti að heyra sögunni til!!! Já framkvæmdagleði og allt jólaskrautið komið í kassa (það var reyndar ekki mér að þakka :-) )!! Já það er um það bil það!!

Tuesday, January 04, 2005

Vikan líður



Já vikan mallar áfram og er það hið besta mál. Ástþór Örn átti að byrja á leikskóla í dag en hann er hálf lasinn þannig að rágert var að halda honum heima að sinni. Björg vinkona Svanhildar frá fornu fari kom í heimsókn í gær, hún býr að jafnaði í ungverjalandi þannig að þær höfðu um nóg að spjalla stúlkurnar og gaman að fá hana í heimsókn. Vinnandi karlinn var löngu sofnaður þegar Svanhildur kom í rúmið í nótt. Já ég væri alveg til í að vera aðeins lengur í jólafrí það verður bara að segjast!!

Monday, January 03, 2005

Nú árið er liðið!



Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Nema maður eigi tímavél, og jafnvel þá er ólíklegt að maður komi aftur til ársins 2004, líklegra væri að maður færi til meira spennandi tíma en 2004. Já ég kveð árið 2004 ekki með söknuð í augum og slátur í vömb, þetta ár var mikið streð og álag og ágætt að það er liðið. Hinsvegar fagna ég árinu 2005 sem nýju ári þar sem það er tiltölulega lítið notað. Þetta árið kemur maður til með að eiga full sumarfrí og alles, já það er þegar allt kemur til alls litlu hlutirnir sem skipta máli. Annars erum við búin að eiga fín jól og áramót hjónin og sonurinn, vorum fyrir vestann um áramótin. Komumst á snjósleða í -12°C gaddi og allt klárt. Hvað vill maður hafa það betra? (kanski -3°C). En nú er alvarleiki hversdagsleikanns tekinn við á nýjan leik á nýju ári. Það eru háalvarlegar fréttir og ekki góðar. Það er einfaldlega ekki að gera sig að vera að vinna þetta svona rétt eftir jól, nei jólafríið ætti að vera amk mánuður eins og það var í VMA í gamladaga, það vöru alvöru jólafrí, vantaði einhverja 4 daga yfirleitt í fullann mánuð. En ekki orð um það meir, ætla að láta það eftir mér að dvelja í hugarheimi um stund og hugsa um liðnar jólafrísstundir, ekki síst þær sem áttu sér stað undir dúnsænginni með þegar bókin var kominn á hvolf á gólfið!