Friday, June 25, 2004

Nú er föstudagur og er það vel. Í raun er það ótrúlega vel. Ég er hálf skúffaður eftir að portugölsku pissidúkkurnar komust áfram á kostnað Englendinga í gær sérstaklega þar sem fullkomlega löglegt mark var dæmt af Englendingum í lok venjulegs leiktíma. Þetta gerðist reyndar líka á móti Argentínumönnum á HM um árið að Sol Campell skoraði mark sem var dæmt af í lokinn. Meira að segja veðbankar á Englandi ætla að greiða þeim út sem veðjuðu á að Campell myndi skora í leiknum þannig að þetta er frekar augljóslega rangur dómur hjá honum Urs Maier! Þess vegna skrapp ég á heimasíðuna hans og sendi honum línu þar sem ég sakaði hann um mútuþægni, ótrúlegt hvað svona smá skítabombur geta látið manni líða vel!!! Annars gott fólk, góða helgi og látið ekki plata ykkur í vinnu um helgina, það er nú einu sinni sumar og þar sem sólin skín ekki nema svona sjö daga á ári á íslandi þá þarf að nýta þá vel!!!

Thursday, June 24, 2004

Almennur vinnuleiði í sumarsólinni

Það vill nú svo skemmtilega til um þessar mundir að ég bara nenni alls ekki að vinna, er algjörlega gersamlega svakalega ekki að nenna að fremja þá iðju. Og þó er ég ekki iðjuþjálfi! Var t.d. ekki nema 7 tíma í vinnunni í gær og þá var nóg komið. Fór reyndar í leiðangur og keypti prentara þar sem sá gamli gaf upp endurnar fyrir nokkrum vikum. Er búinn að vera að spá og spekulera um hríð núna. Ætlaði að hætta í Canon, prófa eitthvað annað jafnvel brjóta prinsip mitt og fá mér Epson og fór að ransaka þá, leist svo sem vel á prentarna en rekstrarkostnaður á þessu er frá helvíti, einhver 15ml hylki á yfir 3000kr í svörtu!! Fór því næst að kíkja á HP og var orðinn ákveðinn í að fá mér slíkt en eins og áður fór ég og kíkti á rekstrarkostnaðinn og á photo prenturunum frá HP er rekstrarkostaðurinn algert rugl. Þriggja lita hylki 17ml á 3600kr. Svona í samanburði þá er HP með önnur hylki sem eru ekki í myndaprentarana 32ml á 3500kr!!! Þannig að ég valdi en að nýju Canon, núna I865, þar er svart 17ml hylki á 1095kr!! og hver litur seldur stakur. Þetta er einfaldlega mun hagkvæmari prentari!

Wednesday, June 23, 2004

Nú er sól og sumar í sinni enda dreif ég mig heim úr vinnu klukkan 4 í gær, á mínótunni sem að vinnudeginum lauk hjá mér. Vinnulega séð þyrfti ég að vera að vinna mun meira en andlega hliðinn kemur í veg fyrir það hjá mér. Það eru heldur ekki svo margir góðviðrisdagar á þessu skeri að maður vilji vera að eyða þeim í eitthvað yfirvinnubull, virkar ekki svoleiðis. Grilluðum okkur þessar fínu pylsur í gær, svanka græjaði karftöflusallat og alles þannig að nú er búið að dusta rykið af grillinu og það því klárt í frekari sérverkefni. Græjaði líka hjólið hennar svönku í gær, skipti um hnakk og dældi í dekk og keypti hjálm á Ástþór Örn þannig að við feðgarnir skruppum í smá hjólatúr í gær. Ég hafði ekki stigið á hjól síðan í danmörku og ég flutti þaðan í ágúst í fyrra!!!!! Þessu skal ráðinn bót á, hjólið mitt fer í klössun þann 1.sta júlí og eftir það er það bara fun and games!

Tuesday, June 22, 2004

Líf mitt sem lax!

Við erum búin að eiga þessa fínu helgi á Snæfellsnesinu, skroppið í veiði, góður matur borðaður og Ástþór Örn fékk að sitja hjá afa sínum á baki á hestinum sínum og ég teymdi undir þeim smá hring við mikla kátínu stubbsins. En svo var það veiðin á sunnudag, var að kasta niður við á í strekkings meðvindi þegar vindurinn greyp fluguna og og fékk strenginn í hausinn og hugsaði með mér, fjandinn þessi kemur nú ekki til með að kastast rétt út í á. Það varð og raunin þar sem örskotsstundu seinna fékk ég þetta fína högg í bakið þegar flugan skall í herðarblaðinu á mér. Vildi ekki betur til en að hún fór í gegnum þykka peysu og bol og tveir önglar stungust inn í bakið á mér það djúpt að agnhöldin fóru bæði á bólakaf og hefðuðu fötin við bakið á mér. Það skipti engum togum en fjandans flugan var pikk föst í bakinu og náðist ekki út þrátt fyrir mikil tog!!! Svanka brunaði því með mig í Stykkilshólm þar sem læknir var ræstur út og þurfti hann að klippa utan að mér fötinn og klippa svo krókana af áður en hann gat skorði restina úr bakinu á mér!!! Svona líður sem sé löxum með öngla í sér (ekki það að þessi kvikindi eru með kalt blóð og skynja ekki sársauka). Engin var því laxinn hjá mér en ég setti samt í einn nokkra punda!!!!