Friday, January 23, 2004

Þvílíkt vatnsveður í morgun, göturnar á floti og vinnukonurnar hafa varla undan sökum ofankomu. Ekki seinna vænna en að bræða afgangs ísinn sem er meðfram götum þar sem að hann spáir snjó um helgina hef ég heirt. Eða eins og maðurinn sagði: það var sagt mér!!! En þá er það spurninginn: hver er þessi maður sem er á stöðugu blaðri?? Eins og maðurinn sagði! Þessi maður er alltaf röflandi einhvern illa ígrundaðan fjára, tilhæfulausan með öllu í flestum tilvikum. Svo hver er þessi maður mér er spurn. Svo er það náttúrulega Geir H Horny mann tussan! Djö...! er ég reiður við þetta fífl. Ég er með bíl á rekstrarleigu sem að fyrirtækið rekur og lendi því í hækkunum þeim er fávitinn hefur boðað nú. Alveg magnað, hann ætlaði að gera þetta 2002 en þá voru kosningar í námd og hann hætti við allt saman en núna er langt í næstu kosningar þannig að best að ná inn nokkrum krónum í kassann. Þessi blessaði blái flokkur lofaði skattalækkunum en hvað hafa þeir gert? Hækka bensín skatta, hækkað skatta á rekstrarleigu bíla og í millitíðinni eru þeir búnir að vera að níðast á öryrkjum og núna sjúkum. Þetta eru þokkaleg óféti. Nokkuð klárt að ég mun ekki kjósa þennan flokk en þar sem ekkert nema fífl eru í öðrum flokkum er staðan slæm en verður samt ekki verri en þessir fjandans lygarar eru að bjóða uppá. Hvernig getur líka einn maður komið með skattahækkun, hví þarf ekki þingið að fjalla um þetta. Er ólöglegt að búa til bréfasprengju og troða henni upp í rassgatið á helvítinu honum Geir? Spurning um að láta á það reyna!!!!!


Thursday, January 22, 2004

Næst síðasti dagur vikunnar, magnað. Var alltof lengi í vinnunni í gær og fór svo of seint að sofa þannig að morguninn var erfiður verður að segjast. Test keyrði þráðlausu heirnartólin mín í gær, þetta er nú bara nokkuð magnað verður að segjast. Fer hér milli hæða og alles með tónlist í eyrunum. Nú er ég sem sé orðinn einn almesti nördinn á stofunni, röltandi með stærðar headphones um allt og stoltur af!!! Annars er allt á fullu í vinnunni em er svo sem vel, ég er bara farinn að hlakka til páskafrísins hvenær er það haldið þið??? Ástþór Örn er alltaf að fá fleiri tennur og núna eru 6 stykki á leiðinni. Ágætt að hann hefur gaman af því að leika sér með tannburstann sinn, ómögulegt að fá að tannbursta hann, hann vill bara sjálfur. Veit ekki hvaðan hann hefur þessa þrjósku þar sem við foreldrar hans erum mjög lítið þrjósk!!!


Wednesday, January 21, 2004

Þá er vikan mið. Ekki riffilmið, ekki fiskimið, ekki viðmið heldur miðvikudagur!!! Þetta var nú ljómandi gaman hjá mér, ekki! Allt á fullu hjá mér í vinnunni, er að verða æði margt sem að ég þarf að gera á skömmum tíma og gallinn er að ég nenni ekki að vera hérna fram á kvöld eða um helgar, það er bara ekki að gera sig. Fór í Sony Center í gær og keypti mér þráðlaus heirnartól. Almagnað að ég tel, eru að hlaðast enn, en eiga að draga 100m í sjónlínu og eru skrambi þægileg. Núna er því senn liðnir dagarnir þar sem að ég þvæli snúrunni á heirnartólunum mínum í skrifstofustólinn og slít þú næstum úr tölvunni. Almagnað, já!


Tuesday, January 20, 2004

Jæja núna er að byrja fullt af nýjum seríum í kassanum. Ný syrpa af 24 og er það vel, fylgdist vel með þeim tveimur fyrri, spurning samt hvenær maður fær nóg af þessu consepti, kemur í ljós. Svo er að byrja 10 sería af vinum. Þar sem danir eru oftast langt á eftir okkur með frumsýningu sjónvarpsþátta eru þeir að sýna nýundu seríu núna þannig að við misstum af henni úti þar sem áttunda sería var í gangi þegar við vorum úti í fyrra. Af þessum sökum höfum við hjónin verið að taka Friends þættina á spólum undanfarin kvöld, eina spólu á kveldi í þrjú kvöld núna. Húmorinn er að það eru fjórir þættir á spólu, en á DVD eru átta þættir og leiguverð er hið sama að ég hygg fyrir DVD og VHS. Þá er það húmorinn, það á engin leiga Friends á DVD sem samt er þó komin á sölu DVD diska!!!! Þetta eru náttúrulega aumingja allt saman það er svo einfallt með það. Skruppum í afmæli til ömmu Svanhildar í gær, það var fínt, alltaf gaman að fá kökur og kaffi. Það er í raun alltof lítið um veislur almennt í heiminum, eða í það minnsta, mér er alltof lítið boðið í veislur í heiminum!!!!


Monday, January 19, 2004

Já þá er helgin búin því miður. Áttum fínan giftingarafmælisdag við hjúin, elduðum voða gott og dreyptum á rauðvíni. Það er nánast orðið fréttnæmt ef að maður fær sér rauðvín hér á landi, eitthvað sem maður gerði fimm daga af sjö í danmörku. En það er jú eilítið annað verðlag á víni þar en hér þar sem það eru bölvaðir hommonistar sem ráða ríkjum hér. Helgin var svo bara framin í rólegheitunum, Idol á föstudagskvöld eins og lög gera ráð fyrir og svo spillit ekki fyrir að ManU tapaði fyrir Úlfunum á laugardag, það var bara alveg bráðgaman að fylgjast með því verður að segjast. Svo er það bara að reyna að vera öflugur í vinnunni í vikunni, slatti sem bíður ennþá og verður að vera klárt fyrir miðjan febrúar sem nálgast óðfluga!!!!!