Friday, May 23, 2003

Jæja sestur við bloggið aftur. Hef ekki nennt að uppfæra nýlega sökum þess að síðan er alveg tussu þung þessa daganna. Tel ég það sæta staðreynd þeirri að Google keypti blogger.com og er verið að uppfæra hugbúnaðinn og á meðan er allt í hassi. Fjárans rigning og leiðindi hérna, fór á hjólinu mínu niður á lestarstöð, kom hundblautur og kaldur þangað og beið svo í 30 mín eftir lest eða svo. Þetta er nú hið frábæra skilvirka almenningssamgöngukerfi sem er í boði hérna í Danaveldi!! Aumingjar allt saman og dusilmenni. Þeir eru ekki hótinu skárri en þegar Ingibjartur Sólbjartur mussaði SVR nánast í gröfina þannig að nú þurfa allir að fara niður á Hlemm, það er ekki einu sinni gasstöð þar lengur!!! Sama ruglið hérna, allir á Hovedbanegården og til hvers? Af hverju er ekki lest sem keyrir í hring nálægt útjaðri borgarinnar!!! Og í þokkabót er ég að vinna ofboðslega leiðinlegt verk eins og er, og ég er að hlusta á Sænska tónlist ofan í kaupin og finnst hún góð. Spurning hvort ekki þurfið að fara að farga mér hehe. (Sorrý Stína ef þú lest þetta, þú veist hvar við Torfi stöndum varðandi Svíisma veraldarinnar). En fátt er með svo öllu illt að ekki boði nokkuð gott, nú er bara spurning um að leggja höfuðið í bleyti og finna þetta góða! (Þetta var jákvæðni dagsins).



Tuesday, May 20, 2003

Þá er það þri. Hef ekki farið í skólann þessa vikuna, búinn að vera hálfslappur og ákvað að vera bara heima að slappa af og ná af mér sleninu. Svona er þetta þegar maður er að vinna einn að verkefni og ræður sínu tíma. Gömlu góðu tímarnir hjá þér Torfi, núna er það bara stimpilklukkan! Annars er blessað veðrið þokkalega geðklofi, (sól og hiti í 10mín og úrhelli í 20. Nenni engu verður að segjast, maður á ekki að vera í skóla að sumri, vekur bara upp slæmar minningar (stærðfræðigreining haustpróf!!!!). En svo sá ég á síðunni þeirra Torfa og Evu að Hjörleifur Heiðar snyrtir og Magga Stórfélagar okkar frá Akureyri, eru búin að geta sér afkvæmis. Fögnum því, þar er efalaust úrvals eintak á ferð ef ég þekki Hjölla rétt. Baráttukveðjur í uppeldinu frá einum sem er í slíkum pakka.