Friday, May 09, 2003

Föstudagur til fitu. Þá er einmitt málið að fá sér nauta steik með bernes. Ekki nema 100g smjör í bernessósu en eins og gamla fólkið segir: það er ekkert svo gott að smjör ekki bæti það. Sól og blíða úti og við Svanka skruppum með litla súperman á kaffi hús hérna í göngugötunni. Skrambi þægilegt að sitja úti, gaurinn er bara sofandi í vagninum og ég að sötra øl. Ekki ruslið í því. Ég forritaði svo mikið í Matlab í gær að ég er með netta heilaskemmd eftir það allt. Því er það mjög ráðlegt að lækna slíka skemmd með glasi að gini. Held að ég vindi mér í slíkt


Thursday, May 08, 2003

Jæja þá er það fim. Sól og blíða og suðandi flugur. Miðað við veðrið núna verður efalaust ekki auðvelt að hanga inni í skóla í júlíveðrinu sem væntalega verður gott. Gamla jafnan er jú alltaf í gildi ( Sól = úti). En ekki er á allt kosið í bæjarstjórnakosningum. En í gær skruppum við fjölskyldan í bæinn. Ekki seinna vænna en að skreppa með Ástþór á strikið fyrst hann er í Köben á annað borð. Það var gaman að kíkja, maður fer svo sjaldan niðurefir eftar að maður flutti út fyrir Köben. (enda svo sem ekki eftir mörgu að sækjast þannig lagað). Versla í heimabyggð segja þeir strákarnir.


Monday, May 05, 2003

Mánudagur til mjöls og mysu. Ekki ruslið í þessum degi í dag, 17 gráður á cels og sól og fínt fínt. Maður sat þetta náttúrulega af sér að mestu leiti uppi í skóla en það er nú samt 15°C ennþá þannig að það er ekki hægt að kvarta. Hefði fremur valið að eyða deginum í drykkju og át á köldum hlutum (þó ekki málmhlutum) en að skrifa Matlab kóða upp í skóla. En svona er nú líf vinnandi manns það er ekki bara sætabrauð og súkkulaði rúsínur. Talandi um súkkulaði rúsínur. Við eigum eitthvað ómælt magn af íslensku salgæti um þessar mundir, ekki ruslið í því. Anton Berg my ass, það er bara Nói Sírius sem blívar í raun. (P.s. fyrir þá sem telja að ómælt magn sé 8, þá eigum við mun meira en 8 af nammi :-) )


Sunday, May 04, 2003

Þá er það sunnudagur til taumlausrar sælu. Skrönglaðist fram úr rúminu rétt fyrir ellefu og var það vel, úthvíldur og fínn. Dönsku veðurfræðingarnir voru búnir að spá 18°C hita og sól í dag, en sólina vantar og hiti er 7°C. Mikið skúffelsi, hefði getað verið stuttbuxna dagur og maður setið úti á kaffihúsi og sötrað kalt öl. En nei nei það er búið að klúðra því fyrir manni. Ég er að hugsa um málsókn á hendur dönsku veðurstofunni. Menn fara almennt ekki nógu mikið í mál hvor við annan í hinum vestræna heimi að USA undanskildu. Ætla að reyna að starta trendi í þeim efnunum :-)
Svo er bara að nýta daginn í að safna siðferðisþreki fyrir komandi viku.