Friday, October 10, 2003

Þá er það langþráð stund helginn er kominn. Ég kominn heim úr vinnunni og farinn að passa Astorio, fín skipti það verð ég að segja. Helgin ekkert plönuð og er það alveg hið besta mál verð ég að segja, það verða því engin læti um helgina bara afslappelsi. Svo þarf að fara að gíra sig upp í brúðlaupsundirbúningnum fer að styttast tölvert í þetta, þetta verður gaman. Annars þá lifið heil og eigið góða helgi.


Tuesday, October 07, 2003

Jaaa nú er þri og er það vel en ekki ver. Það þíðir að ekki eru eftir nema 3 dagar í helgina. Engin meistaradeild í vikunni sem þýðir að þá get ég haldið áfram að myrða herforingja og önnur siðspillt kvikindi í Hitman 2, geypi fín skemmtun það skal ég segja ykkur. Búinn að græja þvílíkt fínt reikniskjal fyrir stryktargjarðir á tengistútum á skiljum. Magnað, nú segja ábyggilega allir vá það er öfgaspennandi segðu okkur meira frá því. En þá segi ég NEI. Það er bara þannig. Er að hlusta á best of Jethro Tull, tussu fín tónlist það, mæli með því að menn kynni sér þetta.


Monday, October 06, 2003

Ja var að koma frá sjúkraþjálfaranum mínum í Gáska. Strákurinn svoleiðis hnikkti í hálsi og baki að mænan er efalaust kominn í hnút :-) Mjög frískandi samt að láta hreyfa við við þessum lítt notðu liðum í hálsi og baki. Svo er var það bara pylsa og sjeik í hádegismat, hvað vill maður hafa það betra ég spyr!!! Littli var svoltið mikið að vakna í nótt, frekar stíflaður úr kvefi svo sofnuðu náttúrulega allir í morgunn og ég vakanði upp úr níu!!!! Þýðir bara það að ég verða að vera lengur í dag!!! Fór og leigði mér smóking á föstudaginn, djöfull á ég eftir að vera sætur í brúðkaupinu, er nú glæsilegur fyrir!