Friday, February 27, 2004

Þá er það föstudagurinn. Dagurinn sem ég átti að skila útboðinu!!!! Það er ekki alveg að gerast. Vaknaði á venjulegum tíma í morgun, frekar þreyttur þannig að ég seinkaði klukkunni og lagði mig aftur. Ekkert smá gott, mætti svo í vinnuna klukkan 8, langt síðan að ég hef mætt svo seint í vinnuna. Svanhildur fer svo út á eftir, ég ætla að skutla henni á völlinn og Ástþór Örn fer svo vestur á nes þannig að ég verð einn í kotinu fram á morgun. Ég hef ekki verið einn yfir nótt síðan að Svanhildur átti Ástþór Örn fyrir um ári síðan. Svo bauð Diddi mér í mat í kvöld þar sem Affí systir og Elli mágur eru í bænum núna, ætla að reyna að ná því, ef maður verður ekki búinn að stúta sér úr vinnu áður. Er um það bil að verða þreyttur á þessari törn, hún er búinn að vera full lögn að mínu viti. En maður valdi sér þetta starfssvið og hefur því ekki mikinn rétt á því að vera að væla. Annars góða helgi öllsömun!


Thursday, February 26, 2004

Jæja þá er komin fimmtudagur og ég ekkert á leiðinni með að verða búinn með þetta útboð!!!! Veit ekki alveg hvernig það fer!!!! Horfði á svona ljómandi skemmtilegan leik í meistaradeildinni í gær, skemmti mér vel við það!!!! Var annar í sprengidagi í gær þar sem restarnar af súpu og keti vor etnar, það var í góðu lagi verður að segjast, súpan er nú yfirleitt betri daginn eftir. Svo er bara einn dagur í að Svanka fari út og geri mig að tímabundnum grasekkli, þetta verður vonandi skemmtileg ferð hjá henni. Ég þarf að verða duglegur næstu daga svo að ég komist vestur. Væri alveg til í að fara að sjá eitthvað annað en hús, t.d. fjall og ár og þesslags, það er bara miklu meira gefandi verður að segjast!!!!


Wednesday, February 25, 2004

Þá er sprengidagurinn liðinn. Ég hef persónulega ekki verið mjög hrifinn af saltkjöti í gegnum tíðina en tvö ár í útlöndum án saltkjöts hafa gert að það verkum að mér er farið að finnast þetta hin besta fæða. Mikið etið í gær, amma Svanhildar kom í mat og var þetta hin besta máltíð. Svo var það meistaradeildin í gær þar sem mínir menn unnu loksins sigur á spænsku liði á spænskri grund, alls ekki sannfærandi varnarleikur þó en það kom ekki að mikilli sök þegar upp var staðið. Varnarleikurinn í báðum mörkunum sem Arsenal fékk á sig var í raun svo slappur að um ManU vörnina hefði getað verið að ræða í þessum tilvikum!!! Svo er farið að styttast í að Svanka fari til London, það verður skrítið að vera með Ástþór einn, ekki það að Kata og Ástþór ætla að hjálpa með þetta þannig að maður verður alls ekki einn með hann. Sennilega fara þau með hann vestur á föstudag og ég ætla að reyna að komast vestur á laugardag, ná einni nótt einn í rólegheitunum, það verður ekki amarlegt, leigja spólu og sofna klukkan 10 það er planið!!


Tuesday, February 24, 2004

Jæja þá er hættulega lítið eftir af þessari viku. Ég ekki nærri búin með það sem fyrir liggur og það er í raun alltaf að bætast við eða þannig! Ég lendi nátturulega í því að vera fyrsti til að hann hluti hérna á stofunni eftir nýjum reglugerðum evrópubatterísins til að geta fengið CE merkingar á hönnunina og þarf því að surfa í gegnum reglugerðar pakka til að finna út hvað þarf að gera og hvað ekki. Biluð leiðindi að lesa þessa texta og skrattanum tímafrekara. En þetta er víst partur af því að vinna nörda vinnu!!! Ég verð ekkert smá fegin þegar þessari vinnuttörn verður lokið, er eiginlega orðin frekar lagnþreittur verður að segjast. Svo er það meistaradeildina að byrja aftur í kvöld, það verður gaman að sjá hvort að mínir menn ná loksins að rústa þessari spánargrílu og leggi ekki Celta Vigo á spáni í kvöld, sé því ekkert til fyrirstöðu. Svo finnst mér að Gerard Houlier eigi að vera sem lengst í starfi hjá Liverpool!
Annars var bolludagurinn í gær eins og allir vita vonandi. Bollukaffi hérna í vinnunni sem var vel en ég verð að segja að ég skil ekki þennan sið að setja hreinan rjóma í bollurnar. Vissulega þarf að vera rjómi, en því ekki að blanda honum í smá fromage eða búðing eins og danirnir gera. Með því að gera það verður rjómin bæði bragðbetri og ekki síður, hann verður ekki eins loftkendur. Þegar maður er búinn að borða eina rjóma bombu er maður nánast kominn með ógeð á rjómanum og langar ekki í fleiri bollur. Með því að blanda rjómann getur maður borðað mun fleiri bollur!!! Þessar gerbollur sem hægt er að kaupa í bakaríum eru líka bara rúnstykki með rjóma, hvað er með það?


Monday, February 23, 2004

Þá er helgin því miður liðin og vinnu vikan byrjuð á ný. Helgin var fín að þessu sinni, fór ekkert í vinnu þó svo að mér hefði ekkert veitt að því, hafði bara ekki nóg siðferðisþrek til þess að hafa mig af stað. Á sunnudag, kíktu svo Diddi og Þórdís ásamt fjöldkyldum og Guðrún Lára og börn líka í smá kaffi, svona í tilefni afmælis Ástþórs Arnar, ekki formlegt afmælis boð þó bara svo smá. Það er líka þannig að þegar systkini mín mæta með börnin sín þá er orðið fullt hús manna :-) En svo er það bra brjáluð vinna hjá mér framundan í vikunni, síðasta vikan sem ég hef til að klára hönnunina mína og í raun slatti eftir. Svanhildur fer svo til Englands með skólanum næstu helgi og ég er að vona að ég verði búinn með verkið fyrir þann tíma svo að ég geti farið vestur með Ástþóri og Kötu og Ástþóri Erni, væri fínt að komast aðeins í sæluna fyrir vesta eftir vinnutörn!!!! Boltin fór líka eins og best varð á kosið um helgina!!!!!