Friday, May 07, 2004

Jamm erum á fullu að skoða íbúðir ekki búin að finna neitt enn, ekki einu sinni á okkur hvað þá meir. Afskrifuðum eina í vogunum í gær, þar sem hún var ekki næri nógu vel skipulögð, hol frá helvíti sem nýttist samt ekki í neitt. Kíktum svo í Brikihvamminn áðan en það var ekki alveg að gera sig, var engin stofa sem slík sem er kanski ekki alveg að gera sig!! En það er þá bara málið að leita betur, það eru enn nokkur járn í eldinum og þó erum við ekki eldsmiðir, né vinnum hjá eldsmiðjunni og þar af leiðandi ekki heldur pizzabakarar nema ef vera skildi í heimahúsi og þá ekki til sölu eða út atksturs og því erum við ekki heldur atvinnubílstjórar þótt að bæði séum með ökuskrírteini. Þetta er í raun hið alskrítnasta mál. Góða helgi gott fólk til sjós og lands til sjávar og sveita og líka þeir í Mosfellsbænum!

Thursday, May 06, 2004

Jamm fórum að skoða íbúð við Sólvallargötu í gær. Flott skipulag á íbúðinni, stór herbergi og stofur og alles, en íbúðin í afleitu standi. Gluggar rusl, hurðar og karmar gamlir og undnir, ógeðsleg teppi á gólfum, ónýt baðinnrétting, ónýt eldhúsinnrétting. Sem sé það var ekkert herbergi þokkalega klárt hraunuð málning á öllum veggjum og þannig lagað. Hefði sem sé verið biluð vinna að gera hana upp en með að leggja svona tvær millu í hana aukalega væri hægt að fá einum fjórum fimm meira fyrir hana en maður kaupir á. Gallinn er bara sá að ég nenni ekki að eyða hverji vökustund í sumar sem ég verð ekki í vinnunni í að gera upp gamla íbúð. Fór svo að skoða aðra íbúð í gær, kjallaraíbúð í Vogunum, leist nú nokkuð vel á hana verð ég að segja, gæti vel hugsað mér að búa þar næstu fimm árðin eða svo. Svo vill ég senda henni Kristínu frænku minn kæra kveðju en hún var að eignast erfingja, til lukku með það.

Wednesday, May 05, 2004

Þá er hafin íbúðarleit. Fórum í gær að skoða eina íbúð, mér leist ágætlega á hana, en það var búið að gera hana full mikið upp fyrir okkar smekk, það er, að sem búið var að gera var ekki nógu flott, og í raun hlutir sem maður hefði viljað skipta út strax og þar sem maður er jú líka að borga fyrir þessar breytingar er þetta kanski ekki sniðugur kostur! Ætlum svo að kíkja á einar tvær í dag, um að gera að sjá hvað er í boði og fá smá samanburð. Svona í fyrstu atrennu er verið að leita á svæðum 101-108 en ef það gengur ekki má athuga með Kópavoginn. Þetta er í rauninni ljómandi leiðinlegt ferli að leita sér að íbúð en verður fínt þegar það er afstaðið. Annars þá er kalt og leiðinlegt úti og ég farinn að bíða eftir sumrinu, hvað bull er að hafa sumardaginn fyrsta um hávetur???

Tuesday, May 04, 2004

Þá er það kominn dagur þriðju og er það vel, mæti vera dagur fimmtu mínvegna. Ótrúlega kallt og skítlegt úti núna, þessi fíni sumarfílingur sem maður var að komast í er farinn í bili en þetta á víst bara að vara út þessa viku!!! Maður er enn að bíða eftir greiðslumatinu en er farinn að renna augum yfir íbúðarauglýsingarnar. Svo er það bara að fara að athuga með að skrá sig hjá fasteignamiðlununum. Einhver sem veit hver af þeim er minnst óheiðarleg, hef heirt að fólk sé óhresst með Remax en meira veit ég eigi!! Einhver sem veit um einhvern sem langar að selja 200m2 einbílishús með bílskúr á svona 13 mills??? Nei ekki það jæja það sakaði ekki að spyrja.

Monday, May 03, 2004

Enn ein helgin búin og eins og venjulega hefði hún mátt vera miklu lengri Ég kíkti ekki svo mikið sem í vinnuna var bara heima og var að leika við Ástþór Örn alla helgina. Þetta var því hin besta helgi. Ekki skemmdi fyrir að Mancester United tapaði enn einu sinni um helgina og hafa þeir því ná þeim frábæra árangri að hafa tapað fjórða hverjum leik í deildinni í vetur, vonandi að það haldi svoleiðis áfram hjá þeim!!!! Annars þá var ég á námskeiði á Hótel Sögu á föstudaginn, það var ágætt að sitja þar í þægilegum stólum og borða bakkelsi ekki af verri gerðinni heldur þeirri betri. Fékk svo þetta fína viðurkenningarskjal, innrammað með tveimur stafsetningarvillum í nafninu mínu, þá er I í staðinn fyrir Á í milli nafni og tvö s í föðurnafni (Sigurður I Arnarsson). En það má þó segja að þetta sé framför frá útskriftarspjaldinu frá vélskólanum þar sem ég er skráður Ágúst Torfi Hauksson og hann sem ég!!! Spurningin er sem c sú, vorum við að villa á okkur heimildir eða voru það hinir sem óðu í villu og svíma. Þá er það hin spruninginn hvað er svími, er það eitthvað sem maður getur keypt??? Nei ég bara spyr!