Wednesday, September 06, 2006

Saft og sultugerð í sól og sælu.



Það skildi þó ekki hafa farið svo að það kæmi ekki sumar að endingu. Hélt að maður ætti ekki eftir að fá að upplifa 19°C klukkan 20 í reykjavík á sólarlausum degi en svo var engu að síður raunin síðasta fimmtudag!! Búið að vera ljúft síðan. Sit hér og drekk bláberjavín úr heimi baldurs sem að Eyþór bóndi gaf okkur síðast sumar og fannst mér tilvalið að brúka það með nýlöguðu rifsberjageli og sólberjageli og höfðinja á saltkexi. Ljómandi alveg verður að segjast.

Monday, September 04, 2006

Kvöld



Jamm hvað er maður að gera í vinnunni klukkan hálf níu og á eftir að keyra í hálftíma heim!!! 13 tíma dagar eru ekki skemmtilegir en því miður of algengir hérna meginn. Það væri svo sem allt í lagi ef maður fengi borgað af einhverju viti fyrir þessa vitleysu!!!!!! Spurning um að fara í bankana og vinna þess sjö tíma sem menn vinna þar og fá fyrir það tvöföld laun!!!!!

Sunday, September 03, 2006

5 mánaða hlé



Jamm hljótt hefur verið á þessari síðu að undanförnu, nánar til tekið um 5 mánaða skeið. Ástæða þess er að ég hef bara ekki haft neitt að segja. Hef það svo sem ekki enn en eitthvað þó. Sumarið hefur einkennst af vinnu, vinnu og vinnu og svo náttúrulega laxveiði. Það mun sennilega vera hápunktur sumarsins að við hjónakornin fórum í veiði í Straumfjarðará á nesinu í rausnarlegu boði Ástþórs og Kötu. Veiðitölur sumarsins eru svo þær að ég var með 5 laxa en Svanhildur er veiðikóngur fjölskyldunnar með 6 laxa og einnig þann stærsta!!! Það eru því í þessum töluðu orðum 10 laxar í kystunni niðri og bíða þess að fara í reyk og flökun!! Eitthvað var farið á hestbak, of lítið hjá mér þetta sumarið en Svanhildur stundaði hestamennskuna stíft í sumar, enda voru þau Ástþór Örn í sveitinni í 1,5 mánuði í sumar. Fórum svo í morgun og tíndum sólber í garðinum okkar og bjuggum til sól berjasaft og hlaup og einnig krækiberjasaft en Svanka og Ástþór Örn fóru með Ástþóri eldri í berjamó um daginn og er verið að vinna úr þeirri uppskeru.
Jamm nóg í bili!