Thursday, October 23, 2003

Ja þá styttist enn í brúðkaupið og ég hef enn jafn lítinn tíma til að vera í vinnunni. Hellingur af hlutum sem eftir á að garfa í. Og Torfi, ég veit allt um brúðkaupið sem vita þarf, ALLT. Almennt þá veit ég allt, ALLT. Það er nú bara kominn tölverður hugur í mig fyrir þessu öllu það verður að segjast, verður líka gaman að hitta Hans á morgun, hann er alltaf hress. Hlítur að vera findin tilhugsun samt að vera að mæta í brúðkaup á Íslandi, þar sem maður þekkir bara brúðhjónin!!! En Hans hefur aldrei verið í vandræðum með að kynnast fólki þannig að ég held að það verði ekki vandamál. Verð ekki í vinnuni á morgun, þannig að í kvöld verð ég kominn í helgarfrí. Hvað með ykkur??


Wednesday, October 22, 2003

Miðvikudagur til múslís. Fékk mér samt sem betur fer ekki múslí í morgun því eins og Kalli Sverris segir: margur verður af aurum api og múslí rotta. Ekki vill maður lenda í því svona í morgunsárið. Held að ég sé samt ekki með neitt morgunsár eða ég vona ekki í það minnsta. Allt á fullu í brúðkaupsundirbúningi enda ekki langur tími til stefnu með það allt saman. Maður hefur engan tíma til að vera að eyða í vinnunni :-) Svo er þetta helvítis skammdegi að fara að koma. Fari það í tus.. og helvíti. Þegar það er dimmt úti á maður að vera inni sofandi, þetta er ekki flókið en samt ætlar samfélagið ekki að skilja þetta. tildæmis í desember ætti maður að vinna svona 3 tíma á dag ekki meir og vera í koju um 17 tíma, það væri temmilegt. Þoli ekki skammdegið, maður er eins og zombie allan daginn ljóti fjárinn.


Tuesday, October 21, 2003

Nýr dagur ný vandamál. Engin stór svo sem nema hvað ég er ekki að nenna að vinna í dag. Astorio var í vigtun og mælingu hjá hjúkkunni í dag, er enn í sinni stærstu vaxtarkúrfu. Henni fannst hann líka svo duglegur, klappar höndum, sýnir hvað hann er stór og stendur upp, íktur töffari. Ég get þetta nú allt saman líka og engum finnst ég neitt sérstaklega duglegur fyrir vikið :-)

Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.

Í dag er þriðjudagur, ég á því bara eftir að vinna tvo daga í vikunni þar sem ég mun taka mér frí á föstudaginn í giftingarmál og skutlerí. Hans Ole kemur á föstudaginn upp úr hádeg svo ég renni til "kebblavíkur" að kippa honum upp. Hafi góðan dag!


Monday, October 20, 2003

Þá er helgin öll og þykir mér því við hæfi að rita nokkur minningarorð um hana. Þetta var góð helgi þann stutta tíma sem henni var gefinn hér á jörðu. Hún var róleg og yfirveguð og hefði átt að vara í tvo mánuði í það minnsta til að koma öllu því í verk sem hana langaði til......!

Þá nam eg frævast
og fróður vera
og vaxa og vel hafast,
orð mér af orði
orðs leitaði,
verk mér af verki
verks leitaði.

Svona hljóða Hávamál dagsins!
Annars var þetta fín helgi, Svanhildur að læra á fullu um helgina og ég að passa. Fínt að vera ekki í skóla lengur og geta bara verið að passa og horfa á boltann án nokkurs samvisku bits. Fín bolta helgi líka, Man U hefðu alveg geta sleppt því að skora þetta mark en það er best að stinga þá ekki af alveg strax, halda smá spennu í þessu. Og fyrir ykkur Liverpool aðdáendurna (ef það eru einhverjir til ennþá) bara einn :-)
Annars komu tengdaforeldrar mínir frá Tyrklandi á laugardag og færðu mér þessa fínu Arsenal treyju, bláa úti treyju. Átti einmitt ekki O2 treyju. Svo er það bara brúðkaupið á laugardag sem styttist óðfluga í. (Þarf að kremja þessar óðu flugur áður en þær stinga). Það verður efalaust mikið spaug og skemmtun hin mesta, það vona ég a.m.k.