Friday, August 27, 2004

Föstudagur til frís!!



Þá er það dagur föstunnar, hvorki minna né minna!!! Er að verða pínu langþreyttur á þessu standi öllu saman, drífa sig í vinnuna og klára sína pligt þar og drýfa sig þá í kópavoginn og rífa af lista, pússa og sparstla. Á eftir að vera svoleiðis í góðan tíma í viðbót, verður bara þeim mun sætari stund þegar allt verður búið og maður getur bara flutt inn! AHHHhhh, alveg farinn að sjá mig fyrir mér liggjandi í nýja ameríska rúminu okkar. En meðan ég man, ef einhver á litla frystikystu sem hann er ekki að nota og dauðlangar að selja fyrir lítinn pening þá endilega hafiði samband. Þórdís fékk náttúrulega gömlu kystuna þeirra pabba og mömmu þannig að téknilega séð skulda þau mér frystikystu :-)

Thursday, August 26, 2004

Púss í vegg



Núna er allt á fullu að pússa veggi og spartsla höllina og dytta að smálegum hlutum sem þurfa aðdittingu. Þarf svo að rífa að gólflista svo maður geti unnið veggina niður og ekki síður upp á parket pússun. Ástþór Örn heldur reyndar að þessar spartl klessur á veggjunum séu settar þarna svo að hann geti gert svona skemmtileg munstur í þau með fingrunum og skilur ekki þessi læti í okkur þegar hann er búinn að græja slík listaverk! Skruppum í Elko í gær og keyptum okkur ryksugu. Siemens að sjálfsögðu, 2000W svaka power. Búinn að ákvarða að það fer ekkert inn fyrir mínar dyr sem heitir arison eða melissa eða whirlpool eða einhver álíka homma merki!! Nenni ekki að kaupa eitthvað ódýrt drasl sem verður svo í viðgerð megnið að líftímanum, ó nei hósei alvör dót í byrjun, varist eftirlíkinar!!

Wednesday, August 25, 2004

Rafmagnsmál



Jamm þá er það rafmagnsmálin í íbúðinni sem eru mál málanna í dag hjá mér. Ein grein í íbúðinni ekki virk eins og er, þar innifalið ljós á baði, herbergjum og þvottahúsi (nema náttúrulega innstunga fyrir þvottavél í þvottahúsi þar sem hún er á annari grein) (smá innskot svo að Viddi fari ekki að leiðrétta mig)!!! Hringdi því í fyrrverandi eiganda og hann ætlar að senda mann í dag til að laga. Það er líka kanski viðeigandi þar sem þetta skeði þegar hann var að taka niður ljós í íbúðinni þegar þetta gerðist!!! Svo verður maður að fá sér rúsnesk perustæði þar sem slíkt var ekki skilið eftir!!! Ómögulegt að vinna í herbergjunum í myrkri og það er helst í slíkum birtuskilyrðum sem maður hefur tíma til að fremja smá vinnu í blessaðri íbúðinni!!!

Tuesday, August 24, 2004

Fjölskyldan kominn í bæinn.



Jæja skrapp í gær og sótti fjölskylduna í sveitina, þannig að núna hefst tíma málningar vinnu og sparsls í blannd við niður og upp pökkun og þrif þar á milli. Sem sé núna byrjar alvaran. Þurfum að fara að kaupa ísskáp, þvottavél og þesslags, pússa parket og fleira þannig að seðlarnir eiga eftir að fljóta næstu vikurnar, gaman að því. Skrapp svo með bílinn í 15þús km skoðunn í morgunn, 1500 kr í taxa í vinnuna, djöfull er þetta dýrt, hverjum dettur líka í hug að búa svona langt í burtu, meira bullið. Bíllinn ætti að verða klár um hádegisbilið þannig að þá fer annar 1500 kall. Maður hefði betur keypt sér Whiskey flösku fyrir þennan pening!!! Svo er nokkuð augljóst að skólarnir eru byrjaðir, umferðin hefurmargfaldast yfir nóttu, biðin á Gullinbrú í morgun var þó nokkur og bíla lest til helvítis og til baka tvær ferðir!!! En Þá er ekkert annað að gera en að brosa í kampinn og hugsa til þess að maður þarf ekki aftur í skólann :-)

Monday, August 23, 2004

Afhending



Jamm þá er maður búinn að fá afhenta lyklana að íbúðinni sinni. Skrapp í gær og hitt fólkið sem var að klára að þrífa geymsluna niðri en annað var orðið klárt. Það er því ekkert til fyrirstöðu að fara að slíta nagla úr veggjum og pússa veggi og spartsla og láta öllum illum látum. Ætlum svo að fá mann í það að pússa parketið fyrir okkur, frændfólk Svanhildar í eyjunum býr svo vel að luma á einum slíkum snillingi sem ættlar að athuga hvort að hann geti tekið það að sér. Jamm þetta er sem sé allt að bresta á og biðinni því senn að ljúka. Skrapp í lax um helgina í sveitinni, en þar var þvílíka rjómablíðan, sól og logn og ekki hafði rignt í fleiri vikur og áin því gersamlega vatnslaus og ekki líkleg til veiðar. Enda fór svo að ég fékk ekki neitt!!! Byrjaði að rigna sem sé daginn eftir okkar vakt!!! Svona er þetta. Átti samt snilldar helgi í Dal með Svönku og Ástþóri Erni og tengda foreldrunum. Skruppum í berjamó í smá stund og komum heim með fleiri lítra af aðalbláberjum og svo eina tvo af venjulegum bláberjum, svo núna er bara að byrja að sulta!!!