Thursday, June 03, 2004

Þá er það dagurinn sem Ziggy og Svanka skreppa til London. Afslappelsi í enskri sveit á stefnuskránni næstu dagana. Ástþór Örn fer í sveitasæluna með ömmu og afa, hann saknar okkar nú ekkert mikið þegar hann fær að vera að ærslast í sveitinni, frekar við sem erum eitthvað hálf vængbrotinn þegar hann er ekki nálægt :-) Svo er heimkoma á mánudagskvöld og brottför til Akureyrar á miðvikudag þannig að það er nóg að gera um þessar mundir í ferðalögunum!!!! Svo er maður náttúrulega ekki alveg búinn að meðtaka það að maður sé að verða heimilieigandi, tekur smá tíma að síast inn og maður nær því sennileg ekki fyrr en maður er fluttur inn og búinn að koma sér fyrir!!!

Wednesday, June 02, 2004


Fyrir forvitna skal benda a http://www.mbl.is/mm/fasteignir/ og skrifa Hlidarhjalli med Islenskum stofum tha kemur eign sem er baedi skrad a 14,3 og 14,7 mills! Posted by Hello
Oft eru ekki fréttir af manni og maður bullar einhverja vitleysu hérna bullsins vegna, en nú er bleik brugðið því að fréttir munu að okkur vera! Svo fór nefnilega í gær að tilboðinu okkar í íbúð í Kópavogi var tekið og munum við því verða Kópavogsbúar ekki seinna en 1.sept en sennilega í águst. Næsta adressan okkar kemur sem sé til með að verða Hlíðarhjalli 44 200 kóp..! Núna er svo allt á fullu að græja lánamál þannig að kaupinn geti gengið í gegn sem fyrst eða þannig að þetta náist í gamlakerfinu. En þetta eru spennandi tímar og verður virkilega gaman að flytja inn í sitt í fyrsta skiptið á ævinni. Elli merki, tja það verður þá bara svo að vera. Svo förum við á morgun til englands, kanski ekki ideal tímasetning á þeirri ferð þar sem kaupin eru að ganga í gegn en það verður samt fínt að slappa á í enskri sveit, hlakka mjög til þess!

Tuesday, June 01, 2004

Jamm jamm og jæja þá ætlar maður að skella sér á eftir og gera tilboð í íbúð. Verð að segja að ég vona innilega að það gangi og að íbúðarleit okkar sé loks lokið, alveg steinhættur að nenna þessu verður að segjast. Þetta er samt allt frekar knappt hjá okkur í tíma þar sem þau hafa til morguns með að svara þessu og við erum farinn út á fimmtudag þannig að það er í raun ekki tími fyrir gagntilboð!!!! Svo þarf að ganga frá lána málum og þesslags, var kominn með vilyrði fyrir aukaláni í Reykjavík en þarf að sækju um aftur fyrir Kópavog!!! Eins og maðurinn sagi: hví að hafa hlutina einfalda þegar þeir geta verið flóknir!!!!

Monday, May 31, 2004

Jæja þá er maður mættur í vinnuna á enn einum frídeginum. Ekki það að það er ágætt að fá daginn á yfirvinnu hefði bara verið mun betra að vera heima og safna siðferðisþreki fyrir komandi vikur. En það er svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég varð að mæta, bætir ekki úr skák heldur að ég fer til London á fimmtudaginn og kem ekki aftur fyrr en á mánudag þannig að maður þarf að reyna að ná að koma af sér þeim parti sem aðrir eru háðir svo að maður sé ekki að stoppa marga!!!! En það stefnir allt í það að við gerum tilboð í íbúð í Kópavoginum á morgun, en fæst orð hafa minnsta ábyrgð svo ekki meira um það núna. Ástþór Örn er allur að hressast og orðin sjálfum sér líkur á ný, hættur þessu væli og voli sem einkennir jú veikindi hjá börnum oft á tíðum. Svo er það Norðurlandið á miðvikudag í næstu viku, ekki komið þar í mörg ár, t.d. hef ég ekki komið í mývatnssveit í ein sex ár eða svo en það mun sem sé verða ráðin bót á því núna. Margt að hlakka til á komandi vikum!