Friday, August 13, 2004

Sumar á ströndinni



Jæja það fór ekki svo að maður skellti sér ekki á ströndina. Viðar nokkur Jón er við Baldur er kenndur og eiginkona hans Harðardóttir, Kolbrún og frændi hennar hann Hörður skelltu sér á ströndina og ég og Svanhildur og Ástþór Örn skelltum okkur með. Þetta var bara nokkuð magnað að liggja þarna í skeljasandinum á handklæðinu sínu og sötra smá öl. Reyndar til trafala þessi ÍTR starfsmenn sem koma öðru hvoru og segja að það sé bannað að drekka öl þarna. Málið er að drekka úr glasi og láta tóma prippsdollu liggja rétt hjá sér, voila málið dautt!! En alltaf gaman að hitta skemmtilgt fólk og spjalla saman og ekki skemmir að hafa útlanda veðrið með í för. Ástþór Örn var alveg dolfallinn yfir þessu öllu, lék sér bara að moka í kringum teppið og var hið mesta ljós. Annars þá er þessi blessaði pollur sem fólk er að synda í alveg drullu kaldur, mun kaldari en ég hélt. Svo mun fólkið í Kópavogi sennilega flytja stóruhlutina sína á laugardaginn svo vonandi fáum við afhennt í næstu viku það væri ekki verra!! Spurning um að vinna stutt í dag!!!

Thursday, August 12, 2004

Hitabylgja á Íslandi


Þá er komið að því sem að engin hélt að myndi nokkurntímann gerast, það er kominn hitabylgja á Íslandi. Hiti í Reykjavík 24,8°C og er það 15°C yfir gamla hitametinu og er þetta því alveg ótrúlegt helv. Maður lá ofan á þykku dúnsænginni sinni í nótt og var bara tölvert heitt þótt engin væru fötinn. Svona var þetta í danmörku allt síðasta sumar, og er þetta að öllu leyti magnað nema þessi hiti á næturnar, það hentar bleiknefja íslendingnum mun betur að byggja upp hlýju undir þykkri dúnsæng en að reyna að losna við hlýjuna ofan á þykkri dúnsæng, það er bara þannig. Aðalmálið er náttúrulega það að það er sénslaus að vera lengur í vinnu en til 14 á daginn og því meiga svona hitatarnir ekki vera of langar ef maður á að ná að vinna upp tapaða tíma áður en mánaðarmótin skella á!!! Segi bara: I wont let the sun go down on me!

Wednesday, August 11, 2004

Nice wether

Það er svona drullu magnað veðrið þessa dagana og fær mann til að hugsa hvað væri yndislegt að búa hérna efa sumurin væru almennt svona góð. En hitt má svo vera að maður kann mun betur að meta góða veðrið ef maður lendir sjaldan í því!! Svo er ekki síður sú staðreynd að bjór er öfga dýr hérna og því ekki hægt að nota hann sem svaladrykk í heitum veðrum að staðaldri nema taka bjórkaupalán sem ekki eru í boði! Þessi helvítis fasismi í íslensku stjórnunarkerfi er að verða frekar þreittur. Svo koma fréttir um það að einungis þeir sem hærri laun hafi séu að leggja fyrir og gera ráðstafanir ef eitthvað kæmir fyrir eða einhver félli frá!! Skrýtið, hefur kannski eitthvað með það að gera að það er svo viðrinislega dýrt að búa hérna að ef menn eru ekki hálaunaðir er enginn afgangur til að leggja fyrir í þesslags hluti. Þurftu bankarnir virkilega að láta rannsaka þetta til að komast að þessari niðurstöðu! Hálvitar allt saman!

Tuesday, August 10, 2004

Útlandaveður

Alveg magnað þetta veður og synd að vera fastur á skrifstofunni. Þegar ég kom út í morgunn var svona hita/raka mollu lykt í loftinu, alveg eins lykt og það er alltaf snemma morguns á sumrin í Danmörku og náttúrulega víðar. Var ótrúlega gaman að koma út þar sem maður fékk svona flassback til Danmerkur. Mikill gróður í garðinum hjá okkur eins og tíðkast úti, þannig að þetta verður svona samblanda af raka og gróðurlykt, almagnað og hlýjaði þetta gamla manninum um hjartrætur! En svo tekur við þurrt loft úr loftræstikerfi fyrirtækisins og það er bara ekki að vekja upp eins skemmtilegar mynningar verður að segjast.
Annað, við hjónin skelltum okkur í kaffikönnu leiðangur í gær og fjárfestum í slíkum búnaði, rándýr fjári að sjálfsögðu en gælsileg vél og fyrsta tilraun okkar til kaffigerðar úr þessari vél heppnaðist svona ljómandi vel. Þess má geta að yfirleitt tekur það margar uppáhellingar að ná einhverju viti úr svona expressó vélum en þetta virtist vera ást við fyrstu sýn hjá kaffigerðar konu heimilisins og vélinni góðu! Nú er það því ljóst að fólk verður að vera duglegt að líta í heimsókn og fá sér einn kaffibolla eða tvo!!!!

Monday, August 09, 2004

Ný vika, Jamm

Þá er það ný vika og er það ekki vel í raun. Búinn að vera alveg ótrúlega mikið á ferðinni Þessa helgi. Keyrði upp á Snæfellsnes og sótti veiðmann í Straumfjarðarána og keirði hann svo út á Keflavíkurflugvöll. Tók Ástþór Örn með mér í þessa ferð en skildi hann eftir í Dal hjá afa sínum og ömmu. Fórum því aftur upp á nes á sunnudaginn til að sækja pilt. Náði maður því fjórum ferðum í gegum Hvalfjarðargönginn þessa helgi og Svanhildur skrapp á Síðasta fimmtudag í gegn líka þannig að kílómetrunum fjölgar ört þessa daganna. Ástæða þess að við skildum littla manninn eftir á nesinnu er sú að við fórum í brúðkaup hjá Stínu vinkonu Svanhildar á laugardaginn. Það var haldið í Súlasal hótel Sögu, þjónað til borðs og allt mjög grand verður að segjast. Sátum til borða með læknahjónunum Einari og Guðrúnu Láru og svo henni Björgu. Þetta reyndist hin besta skemmtun allt saman og ótrúlega gaman að fara loksins eitthvað út saman og geta sofið um morguninn :-)
Annars þá er það bara meiri vinna og bið eftir að íbúð losni. Svanhildur keirði framhjá í dag og sýndist fólkið vera að þrýfa baðgluggann!!! Vonandi að það sé farið að styttast í þessu öllu saman!