Friday, January 14, 2005

Föstudagur



Já þá er það kominn föstudagur. Baðherbergið komið aftur í fulla notkun og því engin ástæða til að vera óþrifinn legur!! Ég á mér sem sé enga afsökun! :-( En svo er verið að spá í bílamálum á þessum bænum, er jafnvel að spá í að skila Cordollunni og fá mér Avensis station í staðinn. Var með Avensis í láni um daginn og líkaði bara nokkuð vel við kauða, miklu meiri bíll en Corollan enda er hún líka overpriced smábíll. Hafði það aldrei á tilfiningunni þegar að ég átti Golfinn að ég væri á smábíl, miklu meira fíl að keira hann en corolunna þar sem maður finnur ótrúlega fyrir því hvað það er mikill smábíll. Tala nú ekki um þegar maður neyðist til að fara á þessa fjandans yaris stofubíla, þá verð ég nú eiginlega bara reiður. Hvað er með það að kaupa sér yaris þegar ford focus er á sama verði!! Það er þó bíll, yaris er hlaupahjól með vél og andskotans ekkert meira! Segjum nei við Yaris!!

Thursday, January 13, 2005

Fundir



Já það er merkileg með mannskepnuna, alltaf heldur hún að grasið sé grænna hinumegin við girðinguna. Ég er sem dæmi alltaf að tala um hvað það er fínt að fara á fundi, sitja og hlusta og leggja til málana við og við, sitja þess á milli og sötra kaffi. Nú svo þegar maður lendir í því, eins og í morgun að þurfa að sitja á fundir allan morguninn, þá er það bara helvíti fínt, meira af því!!!
Annars þá er búið að vera lokað inn á bað hjá okkur um stund þar sem ég pússaði og lakkaði vaskaborðið. Nema hvað, þetta hljóp allt í kekki og kúk og var ekkert að gera sig!! Ég reyndi bara að fara aðra umferð yfir í þeirri von að þetta myndi nú jafna sig, en allt kom fyrir ekki þetta bara versnaði. Nú þá voru góð ráð dýr og Svanhildur fór í Byko sem seldi okkur lakkið og í ljós kom að þetta var olía ekki lakk!! Ég í blindni treysti Bykoman sem sagði að það ætti bara að pússa með 180 pappír og Lakka yfir!! Nema hvað þá á að bera þetta á og pússa svo nánast strax með 500 pappír. Svanhildur er því í dag búinn að skafa af olíulagið sem ég setti á og bera nýtt á og pússa. Og ég sem ætlaði alveg að hlífa henni við þessa framkvæmd!! Sorrý Svanhildur!

Wednesday, January 12, 2005

Helgin



Já það er bara þannig að ég er farinn að sjá helgina í hyllingum! Þá fær maður að sofa lengur en til 7-7:30, nema að ef Ástþór Örn heldur uppteknum hætti og vaknar á þeim tíma!! Magnað, hann sefur eins og skata á morgnana þegar hann á að vakna og fara í leikskólann og þarf að vekja hann með stórvirkum vinnuvélum, en þegar við megum sofa um helgar er hann eins og sifjaður gormur upp fyrir 8. Hvað er það! En það er að koma maður frá útlöndum á fund á morgun og ég þarf að vera tilbúinn með fullt af gögnum til að hafa klár fyrir þann fund, er í miðju útboði og alles þannig að það er full mikið að gera og full mikið stress fyrir minn smekk!! Er þetta ekki bara bjórskortur!??

Tuesday, January 11, 2005

sittlítið af engu!



Enn nýr dagur en sömu þjáningarnar. Veit ekki hvað það er en heimilifólk á mínu heimili er óhemju syfjað um þessar mundir. Ég búinn að vera í pússistandi á borðplötum, Svanhildur í ritgerðarsmíð og Ástþór Örn í aðlögun á leikskóla. Það hefur því ekki verið nein sérstök ánægja þegar klukkan hefur hringt á morgnana hjá okkur, ekki það að það sé þannig almennt:-) En því hef ég ákveðið að vera kominn upp í rúm ekki síðar en 10 í kvöld. Á eftir að sjá hvort það gangi, en ég verð að segja að ég hlakka óhemju mikið til að skríða undir hlýja dúnsængina og steinsofna þar. Skruppum í ofnæmispróf í gær hjónin, Ástþór Örn er með ofnæmi fyrir köttum svo að við ákváðum að athuga hvort við værum með eitthvað slíkt sem reyndist ekki vera og er það vel. Já það er nú það!

Monday, January 10, 2005

Vikur líða



Já tíminn flýgur áfram, og ég hef engan veginn verið að standa mig í blogginu í liðinni viku. Ástæða þess mun helst vera annir í vinnu, búinn að vera í akkorði við að klára hin og þessi verk og hef bara varla farið inn á netið undanfarna viku. En núna eru yfirmenn mínir báðir í útlöndum og hvað er því betra en að skrappa smá á veraldarvefinn??? Búið að vera fínt hjá okkur fjölskyldunni undanfarið, kaffiboð hjá Vigdísi í gær, þrettándaboð hjá Hjalla með svakalegri flugeldasýningu, rusi, án efa flottasta einkasýning sem ég hef orðið vitni af, almagnað hjá honum piltinum. Svo fórum við í afmælismat hjá tengdamóður minni um daginn, þaö var glæst og því hefur verið nóg að gera hjá okkur í sósíalinum og er það vel. Ég byrjaði svo að pússa borðplötuna inn á baði í gær, hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað þetta er mikið verk að pússa eina svona plötu ef maður á ekki juðara, aðeins sandpappír!!! Þetta er nú langt komið samt og kemur til með að verða mjög flott!! Ný blöndunar tæki á vaskann svo að blessaður sílekinn ætti að heyra sögunni til!!! Já framkvæmdagleði og allt jólaskrautið komið í kassa (það var reyndar ekki mér að þakka :-) )!! Já það er um það bil það!!