Saturday, September 25, 2004

Flutt



Heyrðu það vill svo skemmtilega til að við erum flutt. Búið setja bækur í hillur og föt í skáp og elda Dalslamb í ofni vorum og skola niður með rauðu í boði tengda móður minnar. Þakkir til hennar. Svo er það fyrsta nóttin á nýjum stað. Búinn að setja upp gardínur fyrir svefnherbergisgluggana aðrar gardínur í pöntun, IKEA er með einhvern spastískan fávita sem innkaupastjóra, það var nákvæmlega sama hvað við spurðum um í dag, ekkert var til og það var minimun 2 vikur í þetta allt. Ekki góð stjórnun á innkaupunum á þeim bænum. En núna leggjast til hvílu í nýja ameríska sealy rúminu okkar og sofa lengi og vært!!

Friday, September 24, 2004

Heirðu þá er það helgin!



Loksins loksins loksins er helgin komin og ber því að fagna það er bara þannig. Frekar erfitt að drulluslefast fram úr rúminu í morgun, hlý sæng og rigning og rok frá helvíti gnauðandi á glugga vora. Tókst samt að endingu eftir 30 mínótur í það að safna siðferðisþreki til að koma sér framúr. Náði samt að vera mættur 7:15 í vinnuna fannst ég standa mig vel þar, spurning um að verðlauna sig með einni kippu af öli í kvöld!!! Aldrei veit maður ekki neitt nema allt í einu og þá er það kannski of seint eins og maðurinn mælti ekki um árið. Búinn að flytja obban af klæðum mínum og koma fyrir í skáp þeim er við enda rúms míns dvelur í voginum er við kóp er kenndur. Hlutirnir eru sem C að malla í ágætum farvegi, spurningin um að herja bíl litlu systuminnar út úr henni (ekki það að hann sé uppi í henni bókstaflega) og flytja síðustu kassana og borðin úr gerðinu langa er hefur yfir okkur skjóli skotið undan farið ár og nokkur ár þar áður. Þar með verður málið klárt, dautt búið, finídos!!

Thursday, September 23, 2004

Helgin



Þá er farið að styttast í helgina í annan endann og aldrei þessu vant í þann rétta!! Var að pússa glugga og dúlla mér í gær, enn með öll vit full af spartslryki, sennilega eitthvað sem maður klikkar ekki á oftar en einusinni að vera með rykgrímu littla að stærð!!! Nú er í raun bara eftir að skrúbba hansagardínuógeðin sem að voru í íbúðinni og þá er hægt að fara að sofa þarna!! Eigum reyndar líka eftir að fá nýjan rúmbotn frá þeim strákunum í Marco þar sem að sá gamli var allur rifinn og tættur þegar hann var tekinn úr plastinu og þeir ætla náttúrulega að skifta honum út. Kemur vonadi bráðlega. En núna er bara brostið á með bílrúðusköfun og kulda á morgnanna, ekki gott mál það, þýðir í raun bara að haustið er að hörfa og vetur pungur að ganga í garð!! Ég persónulega auglýsi eftir sól og sumri, vill láta setja bráðabirgðalög á snjó hið snarasta!!!

Wednesday, September 22, 2004

Allt að koma



Jamm þá er þetta allt að skríða saman hjá okkur í voginum er við kópa er kenndur. Fórum bræðurnir í smá innkaupaleiðangur í gær og slitum upp þvottavél og frystikistu og burðuðumst með þetta inn í íbúð. Þvottavélin var drullu þung verður að segjast og verst var að hún var í flutningpakkningum og plastið undir henni var svo hált að maður þurfti að læsa nöglunum í það undir vélini til að missa ekki takið. Maður fékk svo tilfinningar í fingurnar aftur um haustið sem var ekki seinna vænna því að kistan var eftir en hún var nú spaug við hliðina á þvottavélinni! Svo fórum við Svanka í gærkvöldi og settum upp borð og hillur og sófa og þrifum skápa og skúffur og blettuðum í málningu þar sem þess var þörf. Settum nýtt áklæði á svefnsófan okkar svo núna er hann eins og nýr og bíður þess að sjónvarpstæki komi í hús svo að hans ambitionir verði uppfylltar, i.e. menn geti brúkað hann við sjónvarpsgláp!!

Tuesday, September 21, 2004

Fyllerí



Jamm það vildi svo skemmtilega til að ég fór á fyllerí á föstudaginn. Hittumst gamlir starfsmenn úr ELKO og átum sama steik og drukkum öl hvað mest við máttum. Það var helvíti gaman að hitta piltana aftur en menn eru náttúrulega komnir í allar áttir eins og lög gera ráð fyrir. Laugardagurinn var í staðinn frá helvíti báðar leiðir. Spurning um að taka ekki 99 í nefið á fylleríum, ekki gott fyrir daginn eftir, ég ældi þó ekki eins og obbinn af liðinu og vil ég meina að neftóbakið hafi hjálpað þar til. Enn alltaf gaman að fá sér smá í tána verður að segjast svo lengi sem maður gerir það sjaldan. En ég kláraði parketlistana í gær juhúúúú og við Svanhildur sóttum dótið okkar sem var í geymslu hjá Þórdísi og Didda. Sem C tveir bílskúrar ekki lengur í gíslingu af dótinu okkar. Átti að geymast í svona 3 mánuði en þeir urðu að ári eða svo. Svo eru bara nokkri kassar (slatti) eftir í langagerði ætlum að koma hinum fyrir fyrst og vera farinn að gista þarna ekki seinna en um helgina! Skálum fyrir því!!

Monday, September 20, 2004

Mental overload!!



jamm núna er maður um það bil að brenna yfir. Útboð að fara frá mér á næstu dögum og ég er byrjaður að hann loftræstikerfi fyrir Hellisheiðarvirkju sem þarf að vera klárt í útboð 1.des. Og svona fyrir ég er að byrja á þessum svokölluðu húskerfum þarna uppfrá þá fékk ég líka að hanna í leiðinni vatns lagnir, hitalagnir, loftlagnir, bakrennslislangir, snjóbræðslulagnir, wc langir!!! Sem C klikkun að gera fram að jólum og í þokka bót er maður ekki fluttur enn og er því að dunda sér í kópavoginum eftir vinnu. Ef þessu standi fer ekki að ljúka þá er ég orðin stofnanamatur! En annars þá er mun betra að hafa nóg að gera en ekki þannig að það verður bara gaman að vinna flestar helgar í vetur (fjárhaginum veitir ekki af því). Ástþór Örn enn veikur en var ekki með nema 8 kommur í morgun þannig að vonandi að það versta sé nú búið. Búið að seinka okkur með innfluginingin aðeins að hann veiktist blessað skinnið en þannig er það nú þegar börn byrja hjá dagmömmu. Ég þyrfti að verða smá veikur þannig að maður gæti legið heima og slappa af í tvo daga eða svo!!! Eða ekki!