Friday, September 29, 2006

Dagar dauðans!!



Já það verður að segjast að leiðindin við það að þrífa upp eftir eiturefnaslys eru stórlega vanmetinn. Þetta er svona ljómandi leiðinlegt allt saman, fundir með lögreglu, vinnueftirliti, slökkviliði, heilbrigðiseftirliti, stunda verkstjórn í niðurrifum og alles. Líka svo ljómandi gott að vera að anda þessum fjára að sér og þurfa að fara í tékk að vinnudegi loknum, geypilega gefandi og skemmtilegt allt saman!! Nokkuð viss um að ég réð mig ekki upp á þennan fjára!!! Í þokkabót fær maður að hanga hér fram á nætur alla helgina til að vakta eiturefnakarlan og niðurrifsmenn!!
Góða helgi gott fólk! :-(

Wednesday, September 27, 2006

Køben var það!



Já við familían ný komin frá Köben. Fórum á fimmtudag og komum til baka á mánudag, sem c löng helgi. Þetta var hin ágætasta ferð sannast sagna, farið í tívolí, dýragarðinn (já Bjössi ég átti að skila kveðju til þín frá frænda þínum ísBirninum, hann var að dunda sér við að éta hesthaus :-) ). Vorum í heimagistingu á fínum stað og allt í gúddí nema að rúmin voru frá víti, svefnsófar með skúffum, stuttir og glerharðir!!!! Stundum er maður heppinn og stundum ekki!! En núna á maður líter af 15ára glenlivet og tóbak í pípuna og veröldin því algóð!! (já fyrir utan þá staðreynd að ég er enn í vinnunni!!!