Friday, July 16, 2004

Síðasti dagur fyrir frí

Jæja þá er það síðasti dagurinn fyrir "sumarfríið mitt". Stefnan er að bruna vestur og dvelja þar í nokkra daga svo að Svanhildur geti haldið áfram að skrifa B.A. ritgerðina sína. Við Ástþór Örn ætlum hinsvegar bara að fara og hafa það gott í sveitinni. Fara út að moka og djöflast og hafa það sem allra best. En þangað til verður maður að harka af sér síðasta daginni í vinnunni í bili! Hurrey fyrir því!!

Thursday, July 15, 2004

Sumarfrísdagar

Þá er það ákveðið og frágegnið að ég verð í sumarfrí í næstu viku no matter what!! Djöfull hlakka ég til verð ég að segja að ná níu dögum í beit í frí, það verður ótrúlegt helv!! Þarf því núna að vera duglegur að klára það sem liggur á, er nokkuð viss um að ná því! Magnað með sumarfrísdagana mig vantaði upp á maí, júní, júlí, ágúst, og hálfan september og á þá ekki nema 117klst í sumarfrí sem eru 15 vinnudagar!!! Verður svo maganð næsta ár að eiga 24 daga, verður algert æði hreint út sagt. Svo þegar maður verður 32ja ára fær maður svo extra tvo eða fjóra frídaga!! Alltaf að græða á ellinni, áður en maður veit af verður maður kominn með afslátt í strætó!!!!

Wednesday, July 14, 2004

Vikan í tvennt

Þá er vikan hálfnuð og er það vel. Nánast engir í vinnunni þessa daga nema ég og nokkri aðrir og það er í raun ekki afkastakvetjandi. Ætla sem C að taka mér frí næstu viku og ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að gera slíkt það verður bara að segjast! Er að reyna að klára af mér verk sem eru komin á tíma og er að vona að það náist á föstudag, C ekkert því til fyrirstöðu og þá er ég farinn næstu níu dagana!! Nauðsynlegt að komast frá um sumar og hlaða batteríin og safna siðferðisþreki, þetta snýst jú allt saman um það er það ekki! Búið að grafa götuna okkar gersamlega í sundur og er verið að skifta um lagnir, en á meðan er ekki gott um vik að finna bílastæði og þau fáu eru þröng og leiðinleg plús það að hávaðinn af steinsögum og höggborvélum er að verða nógur að sinni!

Tuesday, July 13, 2004

Þriðjudagsblogg

Núna er þriðjudagsblogg og er það aðallega af því að það er þriðjudagur sem að það er þriðjudagsablogg! Hvernig líst ykkur á þessa setningu hér að ofan? Skrítið hvað maður nennir ekki að vinna á sumrin, finnst eins og ég sé ekki að skrifa um neitt annað en það að ég nenni ekki að vinna en það er sennilega vegna þess að ég nenni ekki að vinna! Það á að loka öllum fyrirtækjum nema verslunum og börum á sumrin og hafa þriggja mánaða sumrarfrí! Tel ég þessa hugmynd hina albestu og í raun bara spurning um að koma henni í framkvæmd. Það þarf bara að viðra þetta við Davíð og hann er svo geðsjúkur þessa dagana að hann væri vís með að nauðga þessu í gegnum þingið!!!

Monday, July 12, 2004

Veiði snilld


Eins og sjá má á myndinni var helgin alveg snilld. Skruppum á Snæfellsnesið og þegar þangað var komið frétti ég að það hafði losna stöng í veiðiholli hjá tengdapabba og ég komst því í veiði á laugardagsmorgun. Setti strax í lax og glímdi við hann um stund og var að draga hann á land, var svona tvo metra frá honum við bakkann þegar hann ákvað að nú væri nóg komið og bað mig vel að lifa og kvaddi að sinni! Tengdapabbi fékk svo einn á sama stað skömmu síðar og kom sá á land. Við færðum okkur svo neðar í ána en urðum ekki varir þar en á leiðinni uppefir prufuðum við staðinn þar sem fyrri laxinn fékkst og seti ég þá í annan og að þessu sinni kom hann upp. Var því maríulaxinn minn kominn á land við geypilegan fögnuð minn. Maður þarf svo að bíta af honum uggann eins og lög gera ráð fyrir. Laxin reyndist vera 5 pund og 65cm. Svo skruppum við Svanhildur í sundlaugina í Stykkishólmi og fórum í sund með Ástþór Örn í fyrsta skipti á ævi hans og var það skemmtun hin mesta, nema kappinn tapaði sér þegar það átti að fara í sturtu með einhverju ókunnugu liði. Góður matur snæddur og vín drukkið og svo í gær skruppum við tengdapabbi í langan og fínan reiðtúr í sólinni upp með á og inn á dal. Sem C uppskrift að frábærri helgi!

Ugginn bitinn af maríulaxinum, ótrúlega seigt í þessum uggum!!! Posted by Hello Posted by Hello