Friday, December 17, 2004

Prófaannir og appelsínur



Jamm þá er Svanka í prófi í þessum töluðu orðum. Jólafríið blasir við henni og er það vel, þurfum að fara að taka til hönd eða fjórum á heimilinu svona fyrir jólin. Best að senda henni andlega núna í prófinu. Mér verður annars ótrúlega oft hugsað til þess í desember hvað þessi prófatími er óþolandi andskoti, sitja í fjóra tíma og skrifa stærðfræði eins hratt og maður getur, vitandi að allar líkur eru á því að maður komist ekki yfir allt prófið og þegar því ljúki séu bara tveir dagar í næsta próf. Í menntaskóla var gaman í prófum, lítið námsefni og alltaf klárt að maður hafði fínan tíma í að fara yfir ef maður nennti því það er að segja. Nei HÍ er ljótt stress fjölritunarbatterí og þvílík sæla að þurfa ekki að vera að þreyta þar próf lengur. Aldrei aftur HÍ húrrey húrrey húrrey!!!

Thursday, December 16, 2004

Litlu jólin



Jamm það voru þvílíku kræsingarnar á borðum hérna í dag. Litlu jólin í fyrirtækinum, svona matarlega séð altént. Mátti velja milli hangikjöts og kartöflum í uppstúf, reiktrar skinku og brúnðuðum kartöflum, annarrar tegundar af skinnku, vel glábrúnaðri, kjöt af svínalæri, Waldorf salat, rækjuréttur, graflax og ýmsar tegundir af síld að ógleymdu laufabrauði og þrumara ef vildi. Jólaöl með og svo Ostatertur, risalamand og marenskaka í eftirrétt. Jamm síðustu bitarnir voru erfiðir en höfðust þó!! Búinn að kaupa jólavínið og allt klárt!! (já nema allar jólagjafirnar!!!)

Wednesday, December 15, 2004

Mættur til vinnu á nýjan leik!



Eins og jólaglöggir lesendur hafa efalaust tekið eftir hefur lítið verið að gerast á þessari bullsíðu minni að undanförnu. Ástæða þessmun vera sú að Ástþór Örn er búinn að vera lasinn undanfarna daga og ég hef því verið með hann veikann heima. Svanhildur á yfirsnúningi að lesa fyrir próf og því vorum við feðgarnir bara saman í rólegheitunum. Jamm maður skreppur frá í nokkra daga og þegar maður kemur aftur þá er bara nóg að gera í vinnunni hjá mér, magnað. Búinn að vera að horfa á DVD myndir undanfarið og þá myndir sem að ég veit að Svanhildur hefði ekki mikla ánægju eða yndisauka á að horfa á. Horfið fyrist á Cronicles of the Riddick(ulus)! Full mikill hetjuskapur fyrir minn smekk,og í raun vonbrygði þar sem ég sá fyrri myndinda á sýnum tíma og hafði gaman að (Pitch Blank). Jamm en núna átti ekki að gera "cult" mynd heldur hardcore hollywood hetju mynd með andhetju!! Ekki góð hugmynd. Seinni myndin sem ég augum á leit var I-robot. Engin óskarsverlaunamynd en allsekkert algalin heldur. Willi mikil hetja eins og ávallt og söguþráðurinn mætti vera betri en þetta var bara návæmlega mynd eins og maður átti von á henni. Svo hringdi Malla frænka í mig um daginn þar sem þau hjónakornin eru nýbúinn að fá afhenta nýja íbúð og þeim vantaði hjálparhendur í standsetningu. Ég alltaf verið á leiðinni að hjálpa hef bara verið á fullu heima við fram til klukkan að ganga 11 eða lengur í þessum blessaða mánuði. Ætlaði að vera búinn að hringja fyrir löngu þó og láta af mér vita en svona er maður nú framtaksamur!! Vona að framkvæmdir gangi vel.