Tuesday, June 14, 2005

Heim úr bananalíðveldinu Rúmeníu!!



Jamm þá er maður kominn heim úr vinnuferð til Rúmeníu. Átti nú alveg von á fátækt of vandamálum henni tengdri en það sem að fyrir augu bara var mun meira en ég hafði gert mér í hugarlund. Sérstaklega var Búkarest eða Bucuresti eins og hún heitir á frummálinu viðbjóðsleg borg. Endalausar kommunista blokkir (kassalaga blokkir í jafnir stærð, allar eins því allt átti að vera eins og jafnt) löngu farinn af þeim málningin og engir peningar til að bæta þar um, hangandi sængur út á svölum til að reyna að losna við sagga fíluna úr þeim (svakaleg saggalykt í húsum þarna sem ekki eru loftræst). göturnar eru gamla og úr sér gengnar, spýtnabraka og pípur og drulla og skítur og rusl meðfram öllum vegum og bara almennur viðbjóður. Þetta er mjög stressuð borg og það var starað á mann sem útlending og beðið eftir tækifæri til að ræna mann þarna!! Var sérstaklega varað við því á hótelinu að vera á ferli einn fyrir utan hótel!! Verksmiðjurnar voru verulega gamaldags, enginn með hjálm og í raun sá ég hvergi hjálm í verksmiðjunni, efast um að slíkt sé til þar!! Allir reykja þarna og alltaf ofan í mann, hvort heldur sem er í morgunmatnum á hótelinu, leigubílum eða rútum, fundarherbergjum eða bara hvar sem er!! Maður er búinn að vera í óbeinum reyk í nokkra daga!! Sígaunarnir betlandi við hvert horn og findið að sjá sígaunalestirnar úti við þjóðvegina, enn svona hestavagna lestar og vareldar!! Sem betur fer fór ég svo til Constance sem er hafnarborg við Svarta hafið því hún er mun ásjálegri þótt mikið vanti upp á hana líka. Meira um það síðar!