Saturday, April 28, 2007

Og ekki dauður enn, en djöfull nálægt

Ekki eru þau mörg skrifin á vef veraldar og er það einkum sökum þess að þegar maður kemur heim á daginn eftir vinnu er maður kominn með króníst ógeð á þessum verkfærum er nafið tölvur bera.  Síðan síðast þá hef ég afrekað að eiga eitt stykki afmæli, frúin einnig, farið á Þinvelli, í gögnuferðir og margt fleira.  Ræktin í Laugunum kemur sterk inn, maður reynir að mæta þar kl 6 á morgnana a.m.k. tvisvar í viku og svo um helgar á aðeins siðlegri tíma.  Svona er þetta, stöðug gleði, stöðugt fjör, hvað vill maður meira.

Wednesday, March 07, 2007

Upp og niður possan

Ótrúlega gefandi að sitja heima með gang er við upp og niður er kendur, spilar þar postulínið stóra rullu.  Svanhildur svo í París með foreldrum sínum og við Ástþór Örn því að gæta bús og barna.  En þá er það bara coka cola og ristað brauð og málið dautt!  Grrrrr!

Tuesday, March 06, 2007

DeLaval

Lítið er ungs manns gaman segir máltækið.  Þar sem ég er enn ungur mjög er lítið mitt gaman.  Mæti of bíl í Lögbergsbrekkunni frá DeLaval og verð að viðurkenna að mér finnst þetta nafn alltaf pínu skondið.  Þetta gæti í raun verið farandsölubíll frá Rómeó og Júlíu!!

Thursday, March 01, 2007

Allt fram streymir

Jamm alveg magnað að það skuli ekki vera lögboðinn frídagur í dag.  Það er jú eftir allt 1.mars dagur frægur fyrir það að vera svokallaður bjórdagur.  Á slíkum degi á að gefa frí og jafnvel næsta dag líka sökum timburmanna.  Spurning um að tala við Steingrím um þetta mál eða hann hefur kanski of mikið að gera við að koma konum í stjórni bifvélaverkstæða landsins!!!!

Saturday, February 24, 2007

Afslappelsi að morgni

Já litli fjögurra ára strákurinn minn er í sveitinni með afa sínum og ömmu og því tekinn morgunn á rólegri nótunum hérna.   Búið að vera nóg að gera hérna undanfarið, afmæli hjá Ástþóri Erni um síðustu helgi og svo var lappað upp á eldhúsið og svefnherbergið hjá okkur hjónunum.  Gamli tölvuhlunkurinn settur í geymslu og skjárinn í tunnuna.  Ekkert ryk safnandi snúrufargan lengur og allt klárt.  Laptopar eru mögnuð uppfinning.  En nú sé helgi og það sé magnað og þess ber að njóta!