Friday, November 21, 2003

Heiruð þá er hinn langþráði föstudagur runninn upp, aldeilis gráupplagður andskoti það. Fórum á smá spilakvöld í gærkvöldi hjá Einari og Guðrúnu og spiluðum Trivial. Það er skemmst frá því að segja að læknirinn og verkfræðingurinn unnun sagnfræðinginn og bókmenntafræðinginn í geysi jafnri rimmu. Engin varð tapsár og allt í góðu :-) Alltaf gaman að bregða sér úr bæ og stunda samskipti við annað fólk, maður mætti gera meira af slíku. Svo er það bara róleg helgi framundan, Svanka í próflestri og ég að passa Astorio, það verður gaman maður hefur verið að vinna svo mikið þessa viku og þá séð hann svo lítið, þar að auki verið að heiman þrjú af síðustu fjörum kvöldum. Megið þið eiga góða helgi gott fólk, skál í boðinu!


Thursday, November 20, 2003

Jæja hvað segist í dag. Eitthvað rugl á comentakerfinu, sínir ekki commentin nema stundum, i.e. comment síðustu dag. Veit ekki hvað er í gangi en get þó upplýst að mér líkar ekki þessi þróun mála. Ég var að koma úr helgarfríi og það er annað að byrja á morgunn, er ekki tilveran dásamleg :-) hehe. Ekkert planað að mínu viti fyrir þessa helgi en ég er að spá í að reyna að sanfæra betri helminginn um það að skreppa á Snæfellsnesið, held að það væri alveg tilvalið. Efalaust eitthvað sem þarf að taka til hendinni þar áður en Kári konungur mígur yfir mela og móa lands vors sínu frostþurkaða þvagi. Hverning stendur á því að ég á ekki snjósleða, merkilegur fjári það ef maður spáir í því. Hægt að fá gamla hálftrausta sleða á 100-150þús. Sá um daginn Prowler 92 árgerð á 150 allur upptekinn, maður á að kaupa svona hluti. Já það er ekki gaman að vera blankur að reyna að safna fyrir íbúð, spurning að fara að taka þátt í happdrættum, en þar á ég glæstan feril að baki. Minn hæsti happdrættisvinningur til þessa eru 2 lítrar af mjólk sem ég vann í Fjarkanum sáluga. (Fyrir yngri og þyngri lesendur, var Fjarkinn skafmiði og þessi frumlegi vinningur var þar á meðal lista af vinningum). Því hef ég fulla trú á að miljónir eigi eftir að sópast að mér í gegnum happdrætti landans. hehe.


Wednesday, November 19, 2003

Núna er vikan hálfnuð það er svo skrítið með það, hún er rétt byrjuð og strax farið að sjá fyrir endan á henni. Magnaður fjári það. Svo er Astorio ofurtöffari orðin níu mánaða í dag, til hamingju með það sonur sæll. Tíminn ekkert smá fljótur að líða verður að segjast, finnst svo stutt síðan hann kom í heiminn. Spurning um að fara að safna fyrir fermingargjöfinni hans, virðist ekki vera seinna vænna :-) Svo er næsta mál á dagskrá að fara að fá sér nagla dekk á blessaðan bílinn. Það er búin að vera viðvarandi hálka í botlanganum okkar of spurning um að gera eitthvað í málunum áður en það er orðið of seint.


Tuesday, November 18, 2003

Nýr dagur sömu áskoranir, það er, er í sama verki í dag og ég var í í gær. Er þó kominn mun nær lausn í dag, ekki seinna vænna. Fór í jóga í gær, fínn tími hjá honum Ásmundi, var að kenna okkur að anda, ekki seinna vænna :-) Nei hann var að fara í öndunaræfingar, styrkja þyndina og kenna okkur að anda með "maganum". Einnig farið í liðleika æfingar, ekki veitir af því að reyna að liðka sig svoltið þar sem maður er um það bil að skjóta rótum við tölvunna. Þekkið þið einhverja veiðimenn sem skjóta rótum??? Er það vænlegt til árangurs eða ættu menn a halda sig við höglin. Hverjum finnst Siv Friðbjóðsdóttir ógeð og ef ekki afhverju í helv.. ekki þetta myndi vera spurning dagsins.


Monday, November 17, 2003

Ný vika byrjuð hummmm. Mér líkaði nú ekkert svo illa við helgina satt best að segja. Var frekar róleg hjá okkur hjúunum, tiltekt á laugardag en svo skruppum við líka á kaffihús, beygluhúsið á laugarveginum, það var fínt. Hittum svo Guðrúnu og Einar vinafólk okkar á sunnudaginn, alltaf gaman að hitta fólk, maður ætti að vera duglegari við það. (Veit upp á mig skömmina í þeim efnum). Horði svo á Dani leggja Englendinga í vináttuleik á sunnudaginn, gaman að því þegar maður er búinn að vara með þetta danska landslið í æð í tvö ár að sjá þeim ganga vel. Engar smá krufningar sem fara fram í danmörku eftir svona leiki.