Wednesday, December 01, 2004

Heima að passa gaurinn



Jamm ég virðist vera farinn að venja mig á það að slökkva á vekjaraklukkunni í svefni og vakna svo rétt fyrir átta!! Vondur ávani það. Var samt mættur fljótlega upp úr átta en þurfti svo að fara heim þar sem Ástþór er veikur og Svanhildur þurfti að fara í skólann. Var í raun ótrúlega gaman að fá að vera aðeins heima með littla manninum. Maður hefur varla séð hann undanafarnar vikur, alltaf að koma svo seint heim að það er rétt svo að menn ná að borða áður en hann þarf að fara í rúmið. Enda er hann að verða alger mömmu karl eftir þessa törn og var nú ekki á það bætandi!! :-) Það var því ótrúlega magnað að komast að því að ég á 43 tíma eftir af sumarfríinu mínu og þarf því ekki að vinna eins og sveppur mirkrana á milli um jólinn (reyndar stuttur tími mirkranna á milli um jól). Þessi afleitu fyrirtækjajól verða því ekkert svo slæm þegar allt kemur til alls. Spurning um að vera búinn að reyna að fría sig öllum verkum áður en að þessu kemur svo maður þurfi ekki að mæta sökum vinnunar!! Já það er ekki laust við að maður komist í jólaskap við að hugsa um þetta!!!!

Tuesday, November 30, 2004

Það sem ekki gaman er að gera!



Jamm mér finnst ekki gaman að koma heim úr vinnunni klukkan 11 á kvöldin, sérstaklega þegar maður er mættur 7:30!! Það bíður bara upp á snapp, jamm og snæhéra. Annars er verið að þjálfa upp átvöðvana hjá manni fyrir jólin hérna á vinnustaðnum, þar sem búið er að kaupa eitthvert ógrynni af smákökum sem maður má úða í sig að vild. Eru einhverjir 9 stórir pappakassar niðri fullir af kökum og súkkulaði. Já maður ætti að verða kominn í feikna form þann 24. Svo styttist í fimmtudaginn langþráða, en á miðnætti fimmtudags verður allt að vera klárt í þessu verki sem ég er í og eftir þann tíma ekki hægt að græja neitt um stund, sem þíðir vonandi rólegri tímar framundan. Maður lætur sig dreyma í það minnsta, reynslan sýnir samt að það muni sennilega ekki gerast, en maður má vona er það ekki!!

Monday, November 29, 2004

Ný vika enn á ný



Jamm þær láta ekki að sér hæða vikurnar og eru ekki hæddar fyrir vikið. Jólamánuðurinn handan við hornið og þá er ég ekki að tala um veitingastaðinn. Geðsjúk umferð í kópavoginum um helgina þar sem fólk flikkist umvörpum í smáralindunum að eyða peningum sem það á ekki, verðu sennilega bilað þarna þennan mánuð!! Ástþór Örn lasinn og Svanka líka þannig að það er sjúkrabeð heima! Virðast vera endalausar þessar fjandans umgangspestir. Horfðum á Spiderman 2 í gær og ég verð að segja að ég skil ekki alveg what all the fuzz was about!! Mér fannst hún langdreginn og niðurdrepandi svartsýn (eins og ég á góðum degi :-) ) og allt of lítið að einhverjum hasar. Gamla myndin var sennilega tæknilega betur gerð ef eitthvað var, mun meiri hasar þar líka. Jamm það er einfaldlega of lítið af góðum myndum í gangi núna þetta er allt bandarískt þetta djöfulsins rusl sem er í boði!!!