Friday, January 21, 2005

Avensis station



Já þá er verið að standsetja nýja bílinn okkar og verður hann klár seinna í dag. Er búinn að skila þeim gamla inn og því síðasta ökuferðinn á honum búinn og mátti það ekki seinna vera :-) Mun aldrei fá mér Over priced smábíl aftur. Núna er það bara station family car og alles klárt. Jamm ætti að vera notalegt tilfinning að vera með 2,5 millur undir rassgatinu maður ætti að geta vanist því. Ástþór Örn er svo á þorrablóti á leikskólanum, efalaust lang mesti töffarinn þar á stóru svæði :-) En stefnan er svo sett á vesturlandið þegar Svanhildur verður búinn í skólanum klukkann 6 í dag. Meiri tíminn 3-6 á föstudögum, ja það er ekki tekið út með sældinni að vera námsmaður það verður að segjast. Mental note: Aldrei gerast námsmaður aftur!!
Góða helgi gott fólk!

Wednesday, January 19, 2005

Ó borg mín borg ég lofa.....!!



Já þannig er nú það. Heyrt hef ég fleygt fram að ég hafi farið með fleypur inn á blogg síðu hér um daginn, nánar til tekið á síðunni hans Torfa. Þar mun ég hafa haldið fram að Mývatnssveit sé í yfir 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Björn nokkur Böðvarsson mun ekki hafa verið sáttu við þessar tölur og tjáði umræddum síðuhaldara að hæðin á vatninu væri 280 metrar yfir sjávarmáli. Bið ég Björn velvirðingar á þessu og kem hinu rétt hér með á framfæri. Hins vegar hefði Björn nú alveg geta sent línu og sagt mér frá þessu sjálfur laupurinn atarna!! Já svona er nú minnið farið að svíkja mann á gamals aldri. Ef ég man kennitöluna mína ennþá þegar ég verð orðin sextugur þá verð ég sæll og glaður!!! :-)

Tuesday, January 18, 2005

Dagur þriðju!



Já vikan er bara ekki að líða nógu hratt fyrir minn smekk. En það má horfa á þetta þannig: á eftir að vakna við vekjarklukkur þrjá morgna og svo vakna við Ástþór Örn tvo á svipuðum tíma :-) Það er samt mun skemmtilegra en klukku fjárinn. Já núna er maður bara að bíða eftir nýja bílnum sem kemur kanski í næstu viku eða í lok mánaðarins í síðasta lagi. Verður ótrúlega gaman að losna við þessa corollu, allt of mikill smábíll fyrir minn smekk, minn ekki nenna svoleiðis dóti!!

Monday, January 17, 2005

Kalli Sverris



Já þá hefur ekki ómerkari maður en Karl nokkur Sverrisson riðið frá á ritvöll bloggheimssins með nýja síðu þar sem má sjá hugrenningar þessa merka manns! Það er því búið að bæta inn link á Kalla hérna á síðunni.
Jamm ætla að fara að skreppa með bílinn í söluskoðunn núna á eftir, fór og þreif hann í gær og koms þá að því að það er þessar fínu rispur á stuðarunum, einhver rekið sig í hornið á stuðarunum og rispurnar ná því alveg í gegn!! Ekki gott mál en vonadi ekki allt of kostnaðarsamt!! Kemur í ljós á eftir. Helgin var fín og varið heimavið að þessu sinni. Fórum reyndar í afmæli til Margrétar frænku sem á heima í þýskalandi en var á landinu yfir jólin. Fínt að kíkjá í smá kökur, verð þó að viðurkenna að þetta rjómaköku át er ekki að gera sig lengur, er alveg kominn yfir í brauðterturnar verður að segjast, maður verður svo belgdur af þessum rjóma, meingallaður fjári!!