Friday, May 16, 2003

Góðan og blessaðan daginn er við fös er kenndur. Sit hérna uppi í skóla, um það bil einn á svæðinu, held að það sé þó a.m.k. einn til viðbótar hérna, heyrði hurðarskell áðan. Magnað! Það er einhver fjandans þjóðarhomma dagur hjá dönunum (Grundlovsdagen eða eitthvað álíka heimskulegt). Það þýðir að allt er lokaða í dag og lestar keyra með tveggja vetra millibili. Í ofanálag eru ekki nema 7°C úti og það er drullukalt í mörkinni. Annars er fínt að vera bara einn að nördanst hérna í skólanum. Sit og er að hlusta á nýja Placebo diskinn sem datt inn á tölvuna mína í gær með undraverðum hætti :-). Fín smíði hjá strákunum, FÍN. Fór að veita þessu bandi athygli fyrir alvöru þegar þeir og Bowie leiddu saman hestasveina sína í laginu "With out you I'm nothing", dúndur slagari það og ef menn kannast ekki við það mæli ég með : CNet og Kaaza 2.1 og svo bara sækja fjandans lagið. Er svo að fara að skreppa í útibolta, það er völlur einhverstaðar á campusnum en þar sem lengsta gatann hérna í gegn er um 1,5km getur þessi fjandans völlur verið hvar sem er. Bömmer. En helgin er framundan og brekkan er niðrundan og hornið er útundan og því ber að vera kátur sem Torfi(Slátur skv. færsu hjá honum um daginn). Enda ef maður er slátur er engin ástæða til að vera ekki kátur. Maður er alíslenskur og eftirsóttur!
Smá viðbót: Þetta er víst bænadagur ekki baðdagur þannig að 30% af kommentunum mínum um þennan dag eru dreginn til baka, ekki meira.
Fyrir þá sem eru með hljóðkort er alger verðing að kíkja á þetta snilldar flash.


Tuesday, May 13, 2003

Skrapp í teríuna og fékk mér pylsu í hádeginu. Einhver nýr sandnegraaulabárður fyllti hana með chilli sósu, ekkert smá magn, þannig að pylsan sprakk öll og sósa sprautaðist út þegar maður beit í hana. Var á röltinu upp í 402, fingurnir allir út í chilli og ekki minna magn á framanníinu. Var ný búinn að sulla Schwepps á servéttuna mína þannig að hún var vel vot, fann svo rusladall við hraðbanka á ganginum og lagði drykkinn á hraðbankann og var að reyna að þrífa mig. Þá náttúrulega rann schweppsið af hraðbankanum og í gólfið og ég með chilli sterkjuna í munninum og engan drykk. Svo þegar ég kom út var farið að hellirigna. Þetta er reynslusaga af ekki "Ideal" hádegi. Hvað má læra af þessari sögu? Jú kannski að vera ekki að éta á fartinni, eða að láta ekki einhverja fjárans heilageldinga vera að afgreiða sig. Maður á þá bara að skipta sér af framreiðslunni ef maður sér að í óefni er að fara. Þessi var bara svo djöfull ljótur að það þurfti átak til að fylgjast með honum og það var varla þess virði fyrir eina pylsu. Hélt ég!


Monday, May 12, 2003

Mánudagur Mánudagur Mánudagur. Enn ein vika að líða af stað. Það má svo sem segja að það sé vel, þá styttist en í verkefnalok, en í leiðinni þýðir það að ég þarf að fara að vinna hraðar. Bilað magn af vökva sem hvoldist yfir mig á leiðinni í skólann og því í kjölfarið fylgdi eitthvert ógrynni af eldingum með tilheyrandi hávaða. Eins gott að maður er ekki orðinn forfallinn golfleikari enn. (Stærsti hópur þeirra sem falla fyrir eldingum í USA eru golfleikarar). Það er nefnilega svo finndið með eldingar að ef maður passar sig á að vera í rigningunni lendir maður ekki í eldingu, það er á jaðarsvæði óveðursins sem eldingunum lýst niður og þar af leiðandi lenda golfleikararnir sem ætla að klára áður en regnið skellur yfir brautina, í því að fá í sig eldingu. Þessi fróðleikur um eldingar er í boði Orobleu.